Innlent

Búast við sprengingu í fjölda ferðamanna

sev skrifar
Ferðamenn munu að mati sérfræðinga streyma til landsins í kjölfar þriðja heims verðs á þjónustu.
Ferðamenn munu að mati sérfræðinga streyma til landsins í kjölfar þriðja heims verðs á þjónustu.
Ísland er í kjölfar algjörs hruns krónunnar orðinn einn hagkvæmasti áfangastaður ferðamanna. Þetta segir blaðamaður This is London, og hefur það eftir sérfræðingum að búist sé við "minniháttar sprengingu" í straumi ferðamanna til landsins.

Bent er á að landið hafi lengi verið einn dýrasti evrópski áfangastaðurinn, en það sé af sem áður var. Gjaldmiðillinn hafi hrunið um 23 prósent á einum degi, og gistirými og veitingar séu í kjölfarið á útsöluprís.

Herbergi á 101 hóteli kostar breska ferðamenn nú 164 pund, en hafi kostað 265 pund í síðasta mánuði. Þriggja rétta máltíð á fínu veitingahúsi á borð við Domo, Sjávarkjallarann og Orange kosti nú 55 pund en hafi áður verið á 89 pund.

Síðast en ekki síst kosti bjórinn nú ekki nema 3,5 pund, í stað 5,6.

Blaðið ræðir við talsmann 101 hótels, sem segir að ástandið vari líklega ekki að eilífu, mörg hótelanna séu farin að hækka verð í íslenskum krónum til að mæta gengisfallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×