Innlent

Fjárhagsáhyggjur fólks aukast

Fleiri Íslendingar leita sér aðstoðar vegna kvíða tengdum fjárhagsáhyggjum samkvæmt Sigurbjörgu Jónu Ludvigsdóttur hjá Kvíðameðferðarmiðstöðinni.

,,Við höfum verið að fá meira af málum sem snúa að fjárhagsáhyggjum fólks," segir Sigurbjörg og bætir við að hún greini ekki sérstakan mun hvað aðsókn og fyrirspurnir fólks varðar undanfarna daga.

Aðspurð segir Sigurbjörg einstaklingsbundið hvernig tekið er á málum fólks. ,,Fyrst og fremst skoðum við hverju er hægt að breyta og hverju ekki og gerum greinarmun þarna á milli. Fólk þarf yfirleitt að fjölga ánægjulegum athöfnum."

Í Kvíðameðferðarstöðinni er boðið upp á rannsóknir og meðferð við kvíða og skyldum kvillum. Sigurbjörg segir afar marga Íslendinga greinast með kvíðaröskun. ,,Þetta er mjög algengur vandi hér á landi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×