Fleiri fréttir Íslendingar prjóna sig út úr kreppunni Margir landsmenn virðast bregðast við kreppunni með því að prjóna. Sala á garni og lopa í hannyrðaverslunum hefur tekið kipp síðustu daga og í gær var slegið met í versluninni Tinnu þegar selt var garn sem dugar í 244 peysur. 10.10.2008 18:48 Gjaldeyrishöft tekin upp eftir tveggja áratuga hlé Gjaldeyrishöft voru tekin upp í landinu að nýju í dag eftir tveggja áratuga hlé. Gjaldeyrir fyrir mat, lyfjum, olíuvörum og opinberum kostnað erlendis nýtur forgangs. 10.10.2008 18:42 Philip Green á Íslandi - fundaði með viðskiptaráðherra Philip Green, einn ríkasti maður Bretlands, fundaði ásamt Baugsmönnum með viðskiptaráðherra í dag. Stjórnarformaður Baugs segir fyrirtækið skaðast vegna milliríkjadeilu Íslands og Bretlands. 10.10.2008 18:30 Hótar breskum yfirvöldum málsókn Ísland er ekki gjaldþrota eru skilaboð Geirs Haarde forsætisráðherra til íslensku þjóðarinnar, nú þegar íslenskt efnahagslíf er í frjálsu falli Hann hótar því að Íslendingar fari í mál við bresk stjórnvöld vegna skaða sem ummæli þeirra og aðgerðir hafa valdið. 10.10.2008 18:30 Þrýst á iðnríkin að leysa úr lausafjárvandanum Fundur sjö helstu iðnríkja heims getur valdið straumhvörfum í lausafjárvandanum sem hrjárir heiminn. Bush Bandaríkjaforseti segir að tækin til að leysa vandann séu til. 10.10.2008 18:26 Beðið með að taka ákvörðun um IMF Engar ákvarðanir munu verða teknar um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr en Árni Mathiesen snýr aftir til baka frá Washington þar sem hann sækir ársfund sjóðsins og Alþjóðabankans. Árni mun þó ekki vera í samningaviðræðum ytra heldur aðeins hitta menn og ræða málin. 10.10.2008 17:18 Aflétta hömlum sem settar voru á grundvelli hryðjuverkalaga Bretar hafa aflétt þeim hömlum sem settar voru á viðskipti með eignir Landsbankans á grundvelli hryðjuverkalaga. Þetta kemur fram á viðskiptavefnum Bloomberg. 10.10.2008 16:52 Ísland kynnt sem ódýr áfangastaður á CNN Fjallað var um Ísland sem ódýran ferðamannastað á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Þar var bent á að fjármálakreppan hefði leitt til þess að íslenska krónan hefði hrunið, mörgum ferðamönnum til mikillar ánægju. Þrátt fyrir að landið sé að verða fórnarlamb lausafjárkreppunnar þá segi forsvarsmenn ferðaþjónustunnar að allt starfi eðlilega hér á landi. 10.10.2008 16:49 Nýr Glitnir verður til um helgina Nýr Glitnir verður til með formlegum hætti um helgina og nýr bankastjóri settur. Hið sama mun gerast með Kaupþing á fyrstu dögum í næstu viku. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra á blaðamannafundi hans og Geirs Haarde nú klukkan fjögur. 10.10.2008 16:27 Brown vill leysa deiluna við Íslendinga Geir H. Haarde forsætisráðherra fékk í dag bréf frá Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann lýsir vilja til þess að leysa deilur landanna vegna íslenskra banka í Bretlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra í Iðnó í dag. 10.10.2008 16:00 Tryggt verði að grunnþjónusta hins opinbera skerðist ekki Samgönguráðherra og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu um að tryggja verði að grunnþjónusta hins opinbera skerðist ekki þrátt fyrir tekjusamdrátt og kostnaðarhækkanir. 10.10.2008 15:52 Strokufangar af Litla-Hrauni dæmdir Tveir karlar hafa verið dæmdir í sex og átta mánaða fangelsi fyrir að hafa strokið af Litla-Hrauni og að hafa í framhaldinu stolið ýmsum munum og einnig bíl . Þeir voru gripnir á höfuðborgarsvæðinu eftir flóttatilraun sína. Hún átti sér stað 3. október í fyrra. 10.10.2008 15:45 Sigurjón kveður Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kvaddi samstarfólk sitt í dag og sendi öllum starfsmönnum bankans tölvupóst. 10.10.2008 15:42 Gjaldeyrishöft sett á Íslendinga Seðlabankinn hefur gripið til ráðstafana til að draga úr erlendum úttektarheimildum á kreditkortum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 10.10.2008 15:37 Tómas forstjóri Alcoa á Íslandi Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði, hefur verið skipaður í nýja stöðu forstjóra Alcoa á Íslandi. Aukin áhersla verður lögð á undirbúning fyrir fyrirhugað Bakkaálver. 10.10.2008 15:29 Blaðamannafundur í beinni klukkan 16 Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur í dag í Iðnó. Þar mun hann líkt og undanfarna daga fara yfir stöðu efnahagsmála. Bein útsending verður frá fundinum á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. 10.10.2008 15:22 Ísafjörður vinnur að aðgerðaáætlun Ísafjarðarbæjar hefur bæst í hóp sveitarfélaga sem vinna að aðgerðaáætlun vegna þeirra efnahagsþrenginga sem Ísland gengur nú í gegnum. 10.10.2008 15:21 Ungir í VG vilja umræðu um Evrópumál Ung vinstri græn vilja að efnt verði til upplýstrar umræðu um samskipti Íslands við Evrópusambandið. 10.10.2008 14:56 Framkvæmdastjóri LÍN: Mikilvægast að gjaldeyrisviðskiptin fari í gang „Það er ljóst í stöðunni núna að það sem skiptir mestu máli er að gjaldeyrisviðskipti geti átt sér stað á milli Íslands og annnarra landa. Úrlausn þess máls er á könnu seðlabanka og fjármálaeftilits, þannig að það er lítið annað sem við getum gert annað en að vekja athygli þessara stjórnvalda á þessari stöðu," 10.10.2008 14:49 Finnar fagna friðarverðlaunum Ahtisaaris Finnar fagna því í dag að Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti landsins, hafi í morgun hlotið friðarverðlaun Nóbels. 10.10.2008 14:48 Mildaði dóm fyrir kjaftshögg á skemmtistað Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem dæmdur hafði verið fyrir að slá tönn úr öðrum manni á skemmtistað í miðborginni. 10.10.2008 14:13 Bjóða upp á graut og spjall vegna efnhagslegs ofbeldis Stígamót ætla að bjóða gestum og gangandi í heimsókn öll hádegi virka daga vegna þess sem efnahagslega ofbeldis sem landsmenn hafa gengið í gegnum seinustu daga, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur talskonu Stígamóta. 10.10.2008 14:11 Námsmenn erlendis kvíðnir Námsmenn erlendis eru orðnir verulega kvíðnir vegna ástandsins í gjaldeyrismálum. Garðar Stefánsson, formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir að það rigni athugasemdum yfir Sambandið frá fólki í vandræðum. 10.10.2008 14:00 Atvinnuleysi 1,3 prósent í september Atvinnuleysið í septembermánuði mælidst 1,3 prósent og jókst úr 1,2 prósentum í ágúst. Fram kemur á vef Vinnumálastofnunar að um 2.200 manns hafi að meðaltali verið atvinnulausir í september og er það aðeins um fjögurra prósenta aukning frá í ágúst. 10.10.2008 13:35 Bílaumferð minnkandi á milli vikna Svo virðist sem kreppan sé þegar farin að hafa áhrif á bílaumferð í borginni því hún mældist marktækt minni í vikunni sem er að líða en í vikunni á undan. 10.10.2008 13:31 Nánast ómögulegt að fjármagna fyrirtæki Nánast ómögulegt er fyrir fyrirtæki að fjármagna sig í dag segir, Þórólfur Mathhíasson, prófessor við Háskóla Íslands. Peningamarkaðssjóðir hafa hingað til verið lífæð atvinnulífsins en umtalsverðir fjármunir hafa tapast úr sjóðunum síðustu daga. Viðskiptaráðherra segir að enn sé verið að skoða hvað verður um innistæður í sjóðunum. 10.10.2008 13:12 Telur deilur við Breta ekki hafa mikil áhrif á viðskipti landanna Deila Íslendinga og Breta mun ekki hafa langvarandi áhrif á viðskipti landanna að mati framkvæmdastjóra Útflutningsráðs. Hann vonast til þess að viðskipti verði fljótlega komin eðlilegt horf. 10.10.2008 13:05 Geir á öndverðum meiði við sérfræðinga Skoðanir Geirs Haarde forsætisráðherra á því hvaða skref þurfi að taka til að bjarga því sem bjargað verður ganga þvert á það sem sérfræðingar í efnahags- og atvinnumálum halda fram. 10.10.2008 12:58 Hætt við badmintonmót vegna dollaraverðs Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur ákveðið að fella niður alþjóðlega badmintonmótið Iceland Spron International sem átti að fara fram hér á landi 6. til 9.nóvember næstkomandi vegna skorts á dollurum. 10.10.2008 12:44 Eftirlaunasjóður flugmanna hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum Eftirlaunasjóður flugmanna hefur, eins og margir lífeyrisjóðir, orðið fyrir verulegum skakkaföllum í þeim efnahagslegu hremmingum sem nú ganga yfir. Félagsmönnum hefur verið tilkynnt að allar líkur séu á því að til skerðingar réttinda þurfi að koma. Slík skerðing kæmi líklega til á snemma á næsta ári. 10.10.2008 12:38 Fjölmenni á Seðlabankamótmælum Talið er að á bilinu 300-500 manns hafi safnast saman nú í hádeginu á Arnarhóli þar sem boðað hafði verið til mótmæla. 10.10.2008 12:30 Kortafærslur ekki frystar heldur vandræði með bankakerfið Jóhannes Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, sem er í samstarfi við danska kortafyrirtækið PBS, segir ekki rétt að færslur um kortafyrirtækið hafi verið frystar. Hins vegar hafi bankakerfið ekki verið í stakk búið til að taka á móti greiðslum að utan. 10.10.2008 12:19 Loksins fékk Brown sitt Falklandseyjastríð Ekki eru allir Bretar á bandi Gordons Brown þegar kemur að deilu hans við íslensk stjórnvöld. Blaðamaðurinn Tom Braithwaite hjá Financial Times bloggar á heimasíðu blaðsins þar sem hann segir að upphlaup Brown sé í pólitískum tilgangi og að hann hafi loksins fengið sitt „Falklandseyjastríð“. 10.10.2008 12:09 Staðið við launaskuldbindingar gagnvart þeim sem sagt verður upp Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu viðskiptaráðherra um að íslenska ríkið muni hlaupa undir bagga með Landsbanka Íslands hf. til að tryggja að hann geti staðið við launaskuldbindingar sínar gagnvart starfsmönnum sem ekki flytjast yfir í Nýja Landsbankann. 10.10.2008 11:59 Sálfræðiráðgjöf vegna kreppunnar veitt í Heilsuverndarstöðinni Geðsvið Landspítalns mun í dag klukkan eitt opna sálfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga sem glíma við mikinn kvíða, depurð, sektarkennd eða önnur álagseinkenni vegna þróunar fjármála á Íslandi. 10.10.2008 11:45 Halldór vill að Ísland leiti til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Nauðsynlegt er að Ísland leiti eftir efnahagsaðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að mati Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra. 10.10.2008 11:37 Leggur fram tillögu um ESB-atkvæðagreiðslu Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að atkvæðagreiðsla fari fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið hér á landi eigi síðar en í maí á næsta ári. 10.10.2008 11:37 Árvakur segir upp 22 starfsmönnum Árvakur segir upp 22 starfsmönnum nú þegar Fréttablaðið og Pósthúsið rennur inn í fyrirtækið, en tilkynnt var um samrunann í morgun. Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, segir að fólki úr nokkrum deildum verði sagt upp, bæði blaðamönnum, sölufólki, umbrotsfólki. 10.10.2008 11:11 Stjórnarliðar kalla eftir stýrivaxtalækkkun Ráðherrar og fjölmargir stjórnarliðar vilja að Seðlabankinn lækki stýrivexti hér á landi umtalsvert. Sem stendur eru stýrivextir 15,5 prósent. 10.10.2008 10:58 Bretar vilja uppbyggilegt samband við Ísland Bretar hafa alla tíð viljað uppbyggilegt samband við Íslands og viðræður hafa hafist á milli landanna um málefni íslenskra banka í Bretlandi. 10.10.2008 10:54 Mótmæli við Seðlabankann í hádeginu Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan Seðlabankann í hádeginu þar sem þess verður krafist að stjórn Seðlabankans segi af sér. Hrafnkell Orri Egilsson stendur að mótmælunum ásamt vinkonu sinni sem er í Frakklandi og finnur fyrir þeirri óreiðu sem er í gjaldeyrismálum landsins. 10.10.2008 10:33 Sektaður fyrir að slá konu í andlitið Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann til að greiða 70 þúsund krónur í sekt fyrir að slá til konu í andlitið í félagsheimili á Eskifirði í febrúar. 10.10.2008 10:12 Fá heimild til þess að ráðast gegn eiturlyfjaframleiðslu í Afganistan Atlantshafsbandalagið hefur samþykkt málamiðlunarsamkomulag um að ráðist verði gegn eiturlyfjaframleiðslu í Afganistan. 10.10.2008 09:54 Sendi börn áfram á leikskóla þrátt fyrir kreppu Stjórn Félags leikskólakennara vill ekki að foreldrar hætti að senda börn sín á leikskóla vegna fjárskorts. Leikskólastjórar eru hvattir í ályktun stjórnar félagsins til að vera á varðbergi og grípa inn í ef grunur er um að foreldrar neyðist til að segja upp leikskóladvöl sökum fjárhagserfiðleika. 10.10.2008 09:54 Ferðaþjónusta um fimm prósent af landsframleiðslu Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu á árunum 2000-2006 reyndist 4,6 prósent að meðaltali samkvæmt ferðaþjónustureikningum sem Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta sinn. 10.10.2008 09:36 Sjá næstu 50 fréttir
Íslendingar prjóna sig út úr kreppunni Margir landsmenn virðast bregðast við kreppunni með því að prjóna. Sala á garni og lopa í hannyrðaverslunum hefur tekið kipp síðustu daga og í gær var slegið met í versluninni Tinnu þegar selt var garn sem dugar í 244 peysur. 10.10.2008 18:48
Gjaldeyrishöft tekin upp eftir tveggja áratuga hlé Gjaldeyrishöft voru tekin upp í landinu að nýju í dag eftir tveggja áratuga hlé. Gjaldeyrir fyrir mat, lyfjum, olíuvörum og opinberum kostnað erlendis nýtur forgangs. 10.10.2008 18:42
Philip Green á Íslandi - fundaði með viðskiptaráðherra Philip Green, einn ríkasti maður Bretlands, fundaði ásamt Baugsmönnum með viðskiptaráðherra í dag. Stjórnarformaður Baugs segir fyrirtækið skaðast vegna milliríkjadeilu Íslands og Bretlands. 10.10.2008 18:30
Hótar breskum yfirvöldum málsókn Ísland er ekki gjaldþrota eru skilaboð Geirs Haarde forsætisráðherra til íslensku þjóðarinnar, nú þegar íslenskt efnahagslíf er í frjálsu falli Hann hótar því að Íslendingar fari í mál við bresk stjórnvöld vegna skaða sem ummæli þeirra og aðgerðir hafa valdið. 10.10.2008 18:30
Þrýst á iðnríkin að leysa úr lausafjárvandanum Fundur sjö helstu iðnríkja heims getur valdið straumhvörfum í lausafjárvandanum sem hrjárir heiminn. Bush Bandaríkjaforseti segir að tækin til að leysa vandann séu til. 10.10.2008 18:26
Beðið með að taka ákvörðun um IMF Engar ákvarðanir munu verða teknar um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr en Árni Mathiesen snýr aftir til baka frá Washington þar sem hann sækir ársfund sjóðsins og Alþjóðabankans. Árni mun þó ekki vera í samningaviðræðum ytra heldur aðeins hitta menn og ræða málin. 10.10.2008 17:18
Aflétta hömlum sem settar voru á grundvelli hryðjuverkalaga Bretar hafa aflétt þeim hömlum sem settar voru á viðskipti með eignir Landsbankans á grundvelli hryðjuverkalaga. Þetta kemur fram á viðskiptavefnum Bloomberg. 10.10.2008 16:52
Ísland kynnt sem ódýr áfangastaður á CNN Fjallað var um Ísland sem ódýran ferðamannastað á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Þar var bent á að fjármálakreppan hefði leitt til þess að íslenska krónan hefði hrunið, mörgum ferðamönnum til mikillar ánægju. Þrátt fyrir að landið sé að verða fórnarlamb lausafjárkreppunnar þá segi forsvarsmenn ferðaþjónustunnar að allt starfi eðlilega hér á landi. 10.10.2008 16:49
Nýr Glitnir verður til um helgina Nýr Glitnir verður til með formlegum hætti um helgina og nýr bankastjóri settur. Hið sama mun gerast með Kaupþing á fyrstu dögum í næstu viku. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra á blaðamannafundi hans og Geirs Haarde nú klukkan fjögur. 10.10.2008 16:27
Brown vill leysa deiluna við Íslendinga Geir H. Haarde forsætisráðherra fékk í dag bréf frá Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann lýsir vilja til þess að leysa deilur landanna vegna íslenskra banka í Bretlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra í Iðnó í dag. 10.10.2008 16:00
Tryggt verði að grunnþjónusta hins opinbera skerðist ekki Samgönguráðherra og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu um að tryggja verði að grunnþjónusta hins opinbera skerðist ekki þrátt fyrir tekjusamdrátt og kostnaðarhækkanir. 10.10.2008 15:52
Strokufangar af Litla-Hrauni dæmdir Tveir karlar hafa verið dæmdir í sex og átta mánaða fangelsi fyrir að hafa strokið af Litla-Hrauni og að hafa í framhaldinu stolið ýmsum munum og einnig bíl . Þeir voru gripnir á höfuðborgarsvæðinu eftir flóttatilraun sína. Hún átti sér stað 3. október í fyrra. 10.10.2008 15:45
Sigurjón kveður Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kvaddi samstarfólk sitt í dag og sendi öllum starfsmönnum bankans tölvupóst. 10.10.2008 15:42
Gjaldeyrishöft sett á Íslendinga Seðlabankinn hefur gripið til ráðstafana til að draga úr erlendum úttektarheimildum á kreditkortum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 10.10.2008 15:37
Tómas forstjóri Alcoa á Íslandi Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði, hefur verið skipaður í nýja stöðu forstjóra Alcoa á Íslandi. Aukin áhersla verður lögð á undirbúning fyrir fyrirhugað Bakkaálver. 10.10.2008 15:29
Blaðamannafundur í beinni klukkan 16 Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur í dag í Iðnó. Þar mun hann líkt og undanfarna daga fara yfir stöðu efnahagsmála. Bein útsending verður frá fundinum á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. 10.10.2008 15:22
Ísafjörður vinnur að aðgerðaáætlun Ísafjarðarbæjar hefur bæst í hóp sveitarfélaga sem vinna að aðgerðaáætlun vegna þeirra efnahagsþrenginga sem Ísland gengur nú í gegnum. 10.10.2008 15:21
Ungir í VG vilja umræðu um Evrópumál Ung vinstri græn vilja að efnt verði til upplýstrar umræðu um samskipti Íslands við Evrópusambandið. 10.10.2008 14:56
Framkvæmdastjóri LÍN: Mikilvægast að gjaldeyrisviðskiptin fari í gang „Það er ljóst í stöðunni núna að það sem skiptir mestu máli er að gjaldeyrisviðskipti geti átt sér stað á milli Íslands og annnarra landa. Úrlausn þess máls er á könnu seðlabanka og fjármálaeftilits, þannig að það er lítið annað sem við getum gert annað en að vekja athygli þessara stjórnvalda á þessari stöðu," 10.10.2008 14:49
Finnar fagna friðarverðlaunum Ahtisaaris Finnar fagna því í dag að Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti landsins, hafi í morgun hlotið friðarverðlaun Nóbels. 10.10.2008 14:48
Mildaði dóm fyrir kjaftshögg á skemmtistað Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem dæmdur hafði verið fyrir að slá tönn úr öðrum manni á skemmtistað í miðborginni. 10.10.2008 14:13
Bjóða upp á graut og spjall vegna efnhagslegs ofbeldis Stígamót ætla að bjóða gestum og gangandi í heimsókn öll hádegi virka daga vegna þess sem efnahagslega ofbeldis sem landsmenn hafa gengið í gegnum seinustu daga, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur talskonu Stígamóta. 10.10.2008 14:11
Námsmenn erlendis kvíðnir Námsmenn erlendis eru orðnir verulega kvíðnir vegna ástandsins í gjaldeyrismálum. Garðar Stefánsson, formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir að það rigni athugasemdum yfir Sambandið frá fólki í vandræðum. 10.10.2008 14:00
Atvinnuleysi 1,3 prósent í september Atvinnuleysið í septembermánuði mælidst 1,3 prósent og jókst úr 1,2 prósentum í ágúst. Fram kemur á vef Vinnumálastofnunar að um 2.200 manns hafi að meðaltali verið atvinnulausir í september og er það aðeins um fjögurra prósenta aukning frá í ágúst. 10.10.2008 13:35
Bílaumferð minnkandi á milli vikna Svo virðist sem kreppan sé þegar farin að hafa áhrif á bílaumferð í borginni því hún mældist marktækt minni í vikunni sem er að líða en í vikunni á undan. 10.10.2008 13:31
Nánast ómögulegt að fjármagna fyrirtæki Nánast ómögulegt er fyrir fyrirtæki að fjármagna sig í dag segir, Þórólfur Mathhíasson, prófessor við Háskóla Íslands. Peningamarkaðssjóðir hafa hingað til verið lífæð atvinnulífsins en umtalsverðir fjármunir hafa tapast úr sjóðunum síðustu daga. Viðskiptaráðherra segir að enn sé verið að skoða hvað verður um innistæður í sjóðunum. 10.10.2008 13:12
Telur deilur við Breta ekki hafa mikil áhrif á viðskipti landanna Deila Íslendinga og Breta mun ekki hafa langvarandi áhrif á viðskipti landanna að mati framkvæmdastjóra Útflutningsráðs. Hann vonast til þess að viðskipti verði fljótlega komin eðlilegt horf. 10.10.2008 13:05
Geir á öndverðum meiði við sérfræðinga Skoðanir Geirs Haarde forsætisráðherra á því hvaða skref þurfi að taka til að bjarga því sem bjargað verður ganga þvert á það sem sérfræðingar í efnahags- og atvinnumálum halda fram. 10.10.2008 12:58
Hætt við badmintonmót vegna dollaraverðs Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur ákveðið að fella niður alþjóðlega badmintonmótið Iceland Spron International sem átti að fara fram hér á landi 6. til 9.nóvember næstkomandi vegna skorts á dollurum. 10.10.2008 12:44
Eftirlaunasjóður flugmanna hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum Eftirlaunasjóður flugmanna hefur, eins og margir lífeyrisjóðir, orðið fyrir verulegum skakkaföllum í þeim efnahagslegu hremmingum sem nú ganga yfir. Félagsmönnum hefur verið tilkynnt að allar líkur séu á því að til skerðingar réttinda þurfi að koma. Slík skerðing kæmi líklega til á snemma á næsta ári. 10.10.2008 12:38
Fjölmenni á Seðlabankamótmælum Talið er að á bilinu 300-500 manns hafi safnast saman nú í hádeginu á Arnarhóli þar sem boðað hafði verið til mótmæla. 10.10.2008 12:30
Kortafærslur ekki frystar heldur vandræði með bankakerfið Jóhannes Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, sem er í samstarfi við danska kortafyrirtækið PBS, segir ekki rétt að færslur um kortafyrirtækið hafi verið frystar. Hins vegar hafi bankakerfið ekki verið í stakk búið til að taka á móti greiðslum að utan. 10.10.2008 12:19
Loksins fékk Brown sitt Falklandseyjastríð Ekki eru allir Bretar á bandi Gordons Brown þegar kemur að deilu hans við íslensk stjórnvöld. Blaðamaðurinn Tom Braithwaite hjá Financial Times bloggar á heimasíðu blaðsins þar sem hann segir að upphlaup Brown sé í pólitískum tilgangi og að hann hafi loksins fengið sitt „Falklandseyjastríð“. 10.10.2008 12:09
Staðið við launaskuldbindingar gagnvart þeim sem sagt verður upp Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu viðskiptaráðherra um að íslenska ríkið muni hlaupa undir bagga með Landsbanka Íslands hf. til að tryggja að hann geti staðið við launaskuldbindingar sínar gagnvart starfsmönnum sem ekki flytjast yfir í Nýja Landsbankann. 10.10.2008 11:59
Sálfræðiráðgjöf vegna kreppunnar veitt í Heilsuverndarstöðinni Geðsvið Landspítalns mun í dag klukkan eitt opna sálfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga sem glíma við mikinn kvíða, depurð, sektarkennd eða önnur álagseinkenni vegna þróunar fjármála á Íslandi. 10.10.2008 11:45
Halldór vill að Ísland leiti til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Nauðsynlegt er að Ísland leiti eftir efnahagsaðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að mati Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra. 10.10.2008 11:37
Leggur fram tillögu um ESB-atkvæðagreiðslu Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að atkvæðagreiðsla fari fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið hér á landi eigi síðar en í maí á næsta ári. 10.10.2008 11:37
Árvakur segir upp 22 starfsmönnum Árvakur segir upp 22 starfsmönnum nú þegar Fréttablaðið og Pósthúsið rennur inn í fyrirtækið, en tilkynnt var um samrunann í morgun. Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, segir að fólki úr nokkrum deildum verði sagt upp, bæði blaðamönnum, sölufólki, umbrotsfólki. 10.10.2008 11:11
Stjórnarliðar kalla eftir stýrivaxtalækkkun Ráðherrar og fjölmargir stjórnarliðar vilja að Seðlabankinn lækki stýrivexti hér á landi umtalsvert. Sem stendur eru stýrivextir 15,5 prósent. 10.10.2008 10:58
Bretar vilja uppbyggilegt samband við Ísland Bretar hafa alla tíð viljað uppbyggilegt samband við Íslands og viðræður hafa hafist á milli landanna um málefni íslenskra banka í Bretlandi. 10.10.2008 10:54
Mótmæli við Seðlabankann í hádeginu Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan Seðlabankann í hádeginu þar sem þess verður krafist að stjórn Seðlabankans segi af sér. Hrafnkell Orri Egilsson stendur að mótmælunum ásamt vinkonu sinni sem er í Frakklandi og finnur fyrir þeirri óreiðu sem er í gjaldeyrismálum landsins. 10.10.2008 10:33
Sektaður fyrir að slá konu í andlitið Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann til að greiða 70 þúsund krónur í sekt fyrir að slá til konu í andlitið í félagsheimili á Eskifirði í febrúar. 10.10.2008 10:12
Fá heimild til þess að ráðast gegn eiturlyfjaframleiðslu í Afganistan Atlantshafsbandalagið hefur samþykkt málamiðlunarsamkomulag um að ráðist verði gegn eiturlyfjaframleiðslu í Afganistan. 10.10.2008 09:54
Sendi börn áfram á leikskóla þrátt fyrir kreppu Stjórn Félags leikskólakennara vill ekki að foreldrar hætti að senda börn sín á leikskóla vegna fjárskorts. Leikskólastjórar eru hvattir í ályktun stjórnar félagsins til að vera á varðbergi og grípa inn í ef grunur er um að foreldrar neyðist til að segja upp leikskóladvöl sökum fjárhagserfiðleika. 10.10.2008 09:54
Ferðaþjónusta um fimm prósent af landsframleiðslu Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu á árunum 2000-2006 reyndist 4,6 prósent að meðaltali samkvæmt ferðaþjónustureikningum sem Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta sinn. 10.10.2008 09:36