Innlent

Ungir í VG vilja umræðu um Evrópumál

Steinunn Rögnvaldsdóttir er nýkjörin formaður UVG.
Steinunn Rögnvaldsdóttir er nýkjörin formaður UVG.

Ung vinstri græn vilja að efnt verði til upplýstrar umræðu um samskipti Íslands við Evrópusambandið.

Landsfundur UVG var haldinn um seinustu helgi og var þessum tilmælum beint til nýrrar stjórnar félagsins. Farið er fram á haldnir verði fræðandi fundir um málefnið.

,,Á slíka fundi skal fá fólk með sérþekkingu á málinu auk þess sem skoðanir allra félaga skulu kallaðar fram," segir í ályktuninni.

Á fundinum voru einnig samþykktar ályktanir þar sem farið er fram á aðskilnað ríkis og kirkju, að matvælafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verði ekki að lögum, hernaðarhyggju er hafnað og að mynduð verði þjóðstjórn allra flokka.

Þá telja UVG að einsýnt að dagar óhefts heimskapítalisma séu senn taldir. ,,Líkt og við fall Berlínarmúrsins árið 1989, sem markaði upphafið að hruni sovétkommúnismans, er annað þjóðfélagsskipulag nú að hrynja til grunna. Ekki er seinna vænna að stjórnvöld, félagasamtök og almenningur hefji strax að vinda ofan af þessu þjóðfélagsskipulagi, sem leitt hefur til gríðarlegs ójöfnuðar og umhverfisslysa um allan heim."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×