Innlent

Sektaður fyrir að slá konu í andlitið

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann til að greiða 70 þúsund krónur í sekt fyrir að slá til konu í andlitið í félagsheimili á Eskifirði í febrúar.

Jafnframt var hann dæmdur til að greiða konunni um 180 þúsund krónur í miskabætur fyrir árásina en hún hlaut bólgu og mar á hægra auga og missti um tíma sjón á auganu.

Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist sjálfur hafa orðið fyrir árás. Hafi hönd hans lent á konunni meðan hann hafi verið að verja hendur sínar hafi það verið óviljaverk. Dómurinn komst hins vegar að því, út frá framburði vitna og fórnarlambsins, að maðurinn hefði kýlt konuna og var hann því sakfelldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×