Innlent

Stjórnarliðar kalla eftir stýrivaxtalækkkun

Ráðherrar og fjölmargir stjórnarliðar vilja að Seðlabankinn lækki stýrivexti hér á landi umtalsvert. Sem stendur eru stýrivextir 15,5 prósent.

Ráðherrarnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson eru öll fylgjandi stýrivaxtalækkun. Það á einnig við um Ágúst Ólaf Ágústsson, formann viðskiptanefndar, og Pétur Blöndal, formann efnahags- og skattanefndar.

Þá hafa stjórnarliðarnir Árni Páll Árnason og Sigurður Kári Kristjánsson einnig talað fyrir því að Seðlabankinn lækki stýrivexti. Sigurður Kári segir í grein í Morgublaðinu í dag að hann vilji að stýrivextir verði lækkaðir niður í 6 prósent.

,,Háir stýrivextir þjóna við núverandi aðstæður ekki þeim tilgangi að verja gengi krónunnar. Það ætti öllum að vera orðið ljóst. Þeir koma illa niður á almenningi og atvinnufyrirtækjum og halda þeim í rektrarlegri herkví. Veruleg lækkun stýrivaxta nú kæmi sér afar vel fyrir fólk og fyrirtæki í landinu, sem því miður hafa ekki fengið margar jákvæðar fréttir á síðustu dögum," segir Sigurður Kári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×