Halldór vill að Ísland leiti til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 10. október 2008 11:37 Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Nauðsynlegt er að Ísland leiti eftir efnahagsaðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að mati Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra. ,,Ég er þeirra skoðunar að það sé nauðsynlegt leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland þarf á aðstoð að halda. Það er búið að loka fyrir meira og minna öll lánsviðskipti. Auðvitað er það þannig að hann mun setja einhver skilyrði en ég á ekki von á því að þau skilyrði verði með þeim hætti að þau verði óviðráðanleg. Það er bara þannig að þegar maður er í neyð þá þurfa menn á aðstoð að halda og það verður að viðurkenna," segir Halldór. Halldór kveðst einnig vera þeirra skoðunar að flýta verði fjárfestingum sem hafa verið í undirbúningi vegna orkuframleiðslu og iðnaðar. ,,Það verða margir atvinnulausir og það þarf að koma einhverjum nýjum hjólum í gang." Halldór telur einnig mikilvægt að fá erlendan banka til að hefja starfsemi hér á landi. Óheppilegt hafi verið að einungis innlendir bankar hafi starfað hér undanfarin ár. Halldór er framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar með aðsetur í Danmörku. Hann segir að umræðan um fjármálakreppuna á Íslandi þar og í Svíþjóð vera afar alvarlega. ,,Auðvitað eru allir að berjast við fjármálakreppuna. Það er ljóst að hún hefur komið sérstaklega illa við Ísland og um það er mikið fjallað. Það er sagt á ýmsum stöðum að Ísland sé að verða gjaldþrota. Það er auðvitað langt því frá því að slík staða sé á Íslandi vegna þess að við eigum miklar auðlindir og eigum mörg tækifæri," segir Halldór og líkir ástandinu við skip í sjávarháska sem þarf á aðstoð að halda. ,,Það er miður að ráðist sé á þetta skip meðal annars frá Bretlandi. Svona gera ráðherrar ekki og það er mjög alvarlegt." Halldór telur mikilvægt að við þessar aðstæður sé stefnan sett inn í framtíðina. ,,Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að það verði mjög erfitt að berjast með íslensku krónuna í þessu alþjóðlega umróti og talaði fyrir því að menn skoðuðu aðild að Evrópusambandinu." Hallór segir að aðildarviðræður bjargi ekki miklu í dag. ,,En menn verða að viðurkenna að komið er upp slíkt vantraust á íslensku krónuna bæði inn á við og út á við að leita verður nýrra leiða. Ég er ekki lengur í neinum vafa um það að aðild að Evrópusambandinu og aðild að Evrópska myntbandalaginu er hlutur sem að menn verða að líta miklu alvarlegar á en nokkru sinni fyrr," segir Halldór. Aðspurður hvort rétt hafi verið að einkavæða bankanna segir Halldór að hann sé þeirra skoðunar. Rangt hafi verið að ríkið færi með meirihluta í rekstri bankastofnanna landsins. ,,Ég er ekki í neinum vafa um það. Meinið liggur ekki þar. Auðvitað liggur aðalmeinið í þessari fjármálakreppu sem nú gengur yfir heiminn." Halldór bendir á að íslenska hagkerfið sé mjög lítið. ,,Það er til dæmis ekki nema eitt prósent af hagkerfi Norðurlandanna þegar við leggjum öll Norðurlöndin saman. Meinið liggur frekar í því hvað Íslendingar eru fáir og íslenska hagkerfið er lítið." Að ætla sér að vinna með slíkt hagkerfi á alþjóðlegum mörkuðum fyrir opnu hafi eins og umhverfið er hefur alltaf verið vitað að yrði erfitt. ,,Þess vegna hef ég verið þeirrar skoðunar að menn þyrftu að taka nýja stefnu á ný mið inn í framtíðina," segir Halldór og vísar í orð sín um aðild að Evrópusambandinu. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Nauðsynlegt er að Ísland leiti eftir efnahagsaðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að mati Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra. ,,Ég er þeirra skoðunar að það sé nauðsynlegt leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland þarf á aðstoð að halda. Það er búið að loka fyrir meira og minna öll lánsviðskipti. Auðvitað er það þannig að hann mun setja einhver skilyrði en ég á ekki von á því að þau skilyrði verði með þeim hætti að þau verði óviðráðanleg. Það er bara þannig að þegar maður er í neyð þá þurfa menn á aðstoð að halda og það verður að viðurkenna," segir Halldór. Halldór kveðst einnig vera þeirra skoðunar að flýta verði fjárfestingum sem hafa verið í undirbúningi vegna orkuframleiðslu og iðnaðar. ,,Það verða margir atvinnulausir og það þarf að koma einhverjum nýjum hjólum í gang." Halldór telur einnig mikilvægt að fá erlendan banka til að hefja starfsemi hér á landi. Óheppilegt hafi verið að einungis innlendir bankar hafi starfað hér undanfarin ár. Halldór er framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar með aðsetur í Danmörku. Hann segir að umræðan um fjármálakreppuna á Íslandi þar og í Svíþjóð vera afar alvarlega. ,,Auðvitað eru allir að berjast við fjármálakreppuna. Það er ljóst að hún hefur komið sérstaklega illa við Ísland og um það er mikið fjallað. Það er sagt á ýmsum stöðum að Ísland sé að verða gjaldþrota. Það er auðvitað langt því frá því að slík staða sé á Íslandi vegna þess að við eigum miklar auðlindir og eigum mörg tækifæri," segir Halldór og líkir ástandinu við skip í sjávarháska sem þarf á aðstoð að halda. ,,Það er miður að ráðist sé á þetta skip meðal annars frá Bretlandi. Svona gera ráðherrar ekki og það er mjög alvarlegt." Halldór telur mikilvægt að við þessar aðstæður sé stefnan sett inn í framtíðina. ,,Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að það verði mjög erfitt að berjast með íslensku krónuna í þessu alþjóðlega umróti og talaði fyrir því að menn skoðuðu aðild að Evrópusambandinu." Hallór segir að aðildarviðræður bjargi ekki miklu í dag. ,,En menn verða að viðurkenna að komið er upp slíkt vantraust á íslensku krónuna bæði inn á við og út á við að leita verður nýrra leiða. Ég er ekki lengur í neinum vafa um það að aðild að Evrópusambandinu og aðild að Evrópska myntbandalaginu er hlutur sem að menn verða að líta miklu alvarlegar á en nokkru sinni fyrr," segir Halldór. Aðspurður hvort rétt hafi verið að einkavæða bankanna segir Halldór að hann sé þeirra skoðunar. Rangt hafi verið að ríkið færi með meirihluta í rekstri bankastofnanna landsins. ,,Ég er ekki í neinum vafa um það. Meinið liggur ekki þar. Auðvitað liggur aðalmeinið í þessari fjármálakreppu sem nú gengur yfir heiminn." Halldór bendir á að íslenska hagkerfið sé mjög lítið. ,,Það er til dæmis ekki nema eitt prósent af hagkerfi Norðurlandanna þegar við leggjum öll Norðurlöndin saman. Meinið liggur frekar í því hvað Íslendingar eru fáir og íslenska hagkerfið er lítið." Að ætla sér að vinna með slíkt hagkerfi á alþjóðlegum mörkuðum fyrir opnu hafi eins og umhverfið er hefur alltaf verið vitað að yrði erfitt. ,,Þess vegna hef ég verið þeirrar skoðunar að menn þyrftu að taka nýja stefnu á ný mið inn í framtíðina," segir Halldór og vísar í orð sín um aðild að Evrópusambandinu.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira