Erlent

Fá heimild til þess að ráðast gegn eiturlyfjaframleiðslu í Afganistan

MYND/AP

Atlantshafsbandalagið hefur samþykkt málamiðlunarsamkomulag um að ráðist verði gegn eiturlyfjaframleiðslu í Afganistan.

Bandalagið er með hersveitir í landinu og hefur John Craddock, yfirmaður NATO-sveitanna, óskað eftir heimild til þess að uppræta eiturlyfjaframleiðsluna með árásum á tilraunastofur og eiturlyfjabaróna í landinu.

Valmúauppskera í Afganistan gefur af sér um 90 prósent af ópíumi heimsins en ópíum er aðalhráefnið í heróíni. Sala á valmúa talin ein helsta peningauppspretta talibana sem hafa mjög sótt í sig veðrið á undanförnum misserum. Með því að ráðast gegn valmúaræktuninni telur NATO að auðveldara verði að koma á stöðugleika í landinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×