Innlent

Kortafærslur ekki frystar heldur vandræði með bankakerfið

MYND/Hörður

Jóhannes Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, sem er í samstarfi við danska kortafyrirtækið PBS, segir ekki rétt að færslur um kortafyrirtækið hafi verið frystar. Hins vegar hafi bankakerfið ekki verið í stakk búið til að taka á móti greiðslum að utan.

Vísir sagði frá því fyrr í morgun að tveir stærstu bankar Danmerkur, Danske Bank og Nordea Bank, hefðu tekið fyrir allar peningamillifærslur milli Íslands og Danmerku, hvort sem þær vörðuðu einstaklinga, fyrirtæki eða sjóði.

Jóhannes Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir að greiðslur í gegnum danska PBS-kortafyrirtækið hér á landi hafi ekki komist til söluaðila síðustu tvo daga. Ástæðan sé sú að íslenskir bankar hafi ekki getað tekið við þeim vegna stöðu sinnar.

Forsvarsmenn Danske Bank hafi hreinlega ekki vitað hvort þeir ættu að greiða inn á nýju ríkisbankana eða hina gömlu sem nú séu undir skilanefnd. Danske Bank hafi hins vegar gripið til þess nú að greiða allar uppgjörsfærslur í gegnum Seðlabankann sem síðan ráðstafi þeim á rétta staði. Það sé því ekki verið að stöðva milliríkjaviðskipti eða boða fjandsamlegar aðgerðir heldur hafi ekki fundist réttar leiðir fyrir greiðslur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×