Fleiri fréttir

NATO sendur herskip til Sómalíu

NATO hefur nú ákveðið að senda herskip til Sómalíu til að taka þátt í baráttunni þar gegn sjóræningjum.

Fyrri ferð ferjunnar Sankti Ola til Eyja fellur niður í dag

Fyrri ferð ferjunnar Sankti Ola, sem leysir Herjólf af hólmi þessa dagana á meðan hann er í slilpp, fellur niður vegna viðgerða á skipinu eftir að það fékk á sig bortsjó skömmu eftir brottför frá Þorlákshöfn í gærkvöldi.

Bresku blöðin í fyrramálið

Forsíður allra stærstu dagblaðanna í Bretlandi á morgun snúast um bankakreppuna á Íslandi. Í Bretlandi er það siður að fréttastöðvarnar fara yfir forsíður blaðanna og ræða um málefnin sem þar eru sett í forgrunn.

Lýst eftir Englendingi á Íslandi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enskum manni James Richard Rose 44 ára. Maðurinn kom til landsins með flugi frá London kl. 15:00 þann 7. október síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann fór frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þrír mannhæða háir gluggar brotnuðu á staðgengli Herjólfs

St. Ola sem siglir á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja í fjarveru Herjólfs fékk á sig brotsjó um átta leytið í kvöld. Gísli Óskarsson fréttaritari Stöðvar 2 í Vestmannaeyjum segir skipið væntanlegt til eyja um eitt leytið í nótt.

Enginn einn sökudólgur

Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna segir að ef menn telji að ráðamenn þjóðairnnar hafi glatað trausti eigi að skipta um allt „settið“. Steingrímur var gestur í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld.

Eignir íslenskra fyrirtækja að hrynja

Allar eignir íslenskra fyrirtækja og heimila eru að hrynja að sögn Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra atvinnulífsins. Lækka þurfi vexti strax og aðeins útförin ein sé eftir af peningamálastefnu Seðlabankans.

Hundruð manna missa vinnu í Landsbankanum

Hundruð manna munu missa vinnuna hjá Landsbankanum, aðallega fólk á verðbréfasviði. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir að viðskiptaráðherra hafi sagt á fundi með starfsmönnum Landsbanks í gær að enginn myndi missa vinnuna. Elín Sigfúsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans, hefur verið ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans hf.

Seðlabankastjóri í veikindaleyfi

Ingimundur Friðriksson, seðlabankastjóri, hefur að læknisráði farið í stutt leyfi. Hann snýr að öllum líkindum fljótt til starfa á ný.

Hryðjuverkalögin nauðsynleg gegn íslenskum bönkum

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands var harðorður í garð íslenskra yfirvalda á Sky News fyrir stundu. Hann lagði áherslu á það að íslensk stjórnvöld bæru ábyrgð á því sem íslenskir bankar með höfuðstöðvar á Íslandi væru að gera í Bretlandi. Hann varði þá ákvörðun yfirvalda að frysta eignir íslenskra banka í Bretlandi á grundvelli svokallaðra hryðjuverkalaga.

Ungir jafnaðarmenn sammála Ágústi Ólafi um Davíð

Á landsþingi Ungra jafnaðarmanna um nýliðna helgi kom fram skýr krafa um að Davíð Oddson og aðrir Seðlabankastjórar ættu að víkja. Í ræðu sinni sagði formaður félagsins, Anna Pála Sverrisdóttir, að Davíð Oddson væri gereyðingarvopn fyrir íslenskt efnahagslíf.

Segir sig úr bankaráði Seðlabankans

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sem situr í bankaráði Seðlabankans ætlar að segja sig úr stjórn bankans. Hún mun tilkynna forseta alþingis um afsögn sína í kvöld. Sigríður segir Seðlabankann bera mikla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hafa verið undanfarið og telur að mikilvægt sé að sátt ríki meðal þjóðarinnar um stjórn Seðlabankans.

Brown: „Afstaða Íslendinga algjörlega óásættanleg“

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, segir að framkoma íslenskra stjórnvalda í garð breta vegna fjármálakrísunnar sé „algjörlega óásættanleg“. Þetta kom fram í máli forsætisráðherrans þegar hann ræddi við breska fjármálamenn í dag. Hann sagði einnig að ríkisstjórnin breska væri enn að íhuga lögsókn ef vandamál varðandi íslensku bankana verða ekki leyst.

Forsætisráðherra kallar Helga Seljan fífl og dóna

Geir Haarde kallaði Helga Seljan fréttamann Kastljóssins fífl og dóna á blaðamannafundi í Iðnó í dag. Helgi reyndi á fundinum að bera fram spurningu en Geir greip fram í fyrir honum og lauk fundinum.

Reynt að lágmarka tjón almennings

„Allar þessar málalyktir hvað varðar Kaupþing eru gríðarleg vonbrigði," sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannafundi sem hann og Geir Haarde héldu í Iðnó í dag. Hann sagði að fyrir fáeinum dögum hefði allt útlit verið fyrir það að Kaupþing myndi komast yfir hamfarirnar sem dynji á heiminum.

Bretar tryggja eðlileg og venjuleg viðskipti milli landanna

Geir H. Haarde forsætisráðherra ræddi við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, fyrr í dag og segir að Bretar muni gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að eðlileg og venjuleg viðskipti geti farið fram á milli landanna.

Þjónustunet vegna aðstæðna á fjármálamarkaði opnað

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett á fót samræmt þjónustunet vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði til að auðvelda fólki aðgang að upplýsingum, nýtt vefsvæði, grænt símanúmer, fyrirspurnalínu og netspjall.

Þrír í gæsluvarðhald vegna fíkniefnasmygls

Þrír karlmenn á aldrinum 17 til 28 ára hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. október næstkomandi að kröfu fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lundey landaði 730 tonnum í Vopnafirði

Lundey NS kom til Vopnafjarðar nú upp úr hádeginu með alls um 730 tonn af síld. Aflinn fékkst aðallega á Jan Mayensvæðinu en að sögn Stefáns Geirs Jónssonar, sem er skipstjóri í þessari veiðiferð, var einnig tekið eitt hol í Síldarsmugunni.

Árni Matt: Fráleitt að samtalið við Darling hafi sett allt á hvolf

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra telur af og frá að Alistair Darling fjármálaráðherra Breta hafi lagt þann skilning í samtal þeirra kollega á þriðjudaginn að Íslendingar myndu ekki bæta breskum sparifjáreigendum hjá Icesave, tap sitt. Mbl.is segist hafa heimildir fyrir því innan úr fjármálaráðuneytinu breska að samtal ráðherranna hafi orðið til þess að allt fór á hvolf í Bretlandi í gær. Árni segist draga mjög í efa að samtalið hafi haft þessi áhrif.

Fresta stokk undir Geirsgötu og Mýrargötu

Borgarráð hefur að tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra samþykkt að fresta fyrirhuguðum framkvæmdum við byggingu stokks undir Geirsgötu og Mýrargötu. Tillagan var samþykkt samhljóða á fundi borgarráðs í morgun.

Stjórnarandstaðan vill fund með ríkisstjórn um ástandið

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna kröfðust þess á Alþingi í morgun að verða upplýstir um stöðu efnahagsmála eftir þróun síðustu daga. Forsætisráðherra sagði sjálfsagt að flytja þinginu skýrslu um málið þegar allar upplýsingar sem eðlilegt væri að opinbera lægju fyrir.

Menn á nokkurs konar neyðarvakt

Forseti ASÍ segir menn vera á nokkurs konar neyðarvakt, ekki sé verið að huga að hugsanlegri endurskoðun kjarasamninga í ástandi sem breytist nánast frá klukkutíma til klukkutíma.

Japönsk hótel vilja ekki útlendinga

Innanríkisráðherra Japans heldur því fram að rúmlega 70 prósent þeirra hótela og gististaða í landinu sem höfðu enga erlenda gesti í fyrra vilji heldur enga erlenda gesti í framtíðinni.

Aðeins á eftir að auglýsa jarðarför peningamálastefnunnar

Peningamálastefna Seðlabankans er löngu dauð og það á aðeins eftir að auglýsa jarðarförina, segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viðskiptaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra kalla allir eftir tafarlausri lækkun stýrivaxta.

Vilja reka seðlabankastjóra

Ungir framsóknarmenn krefjast þess að bankastjórn Seðlabanka Íslands verði sett af hið snarasta og stýrivextir lækkaðir í kjölfarið. Þeir beina orðum sínum sérstaklega að Samfylkingunni.

Móðurfélag álþynnuverksmiðju selt að hluta

Móðurfélag álþynnuverksmiðjunnar á Akureyri hefur verið selt frá Ítalíu til Þýskalands. Verksmiðjan í Eyjafirði er ekki sögð í hættu, þrátt fyrir breytt eignarhald. En hnökrar hafa komið upp milli félagsins og verðandi starfsmanna.

Biðlistar í sólarlandarferðir

Fólk verður að halda áfram að lifa lífinu. Menn ætla ekkert að grafa sig niður í skotgrafir," segir Helgi Jóhannsson, stjórnarformaður Ferðaskrifstofu Íslands ehf. Svimandi hátt gengi undanfarinna daga virðist ekki hafa hrætt sólardýrkendur frá ferðum sínum. Næsti viku halda um átta hundruð manns út í sólina á vegum ferðaskrifstofa félagsins.

Lífeyrisréttindi munu skerðast

Lífeyrisréttindi landsmanna munu skerðast. Þetta segir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gunnar Páll Pálsson. Sjóðirnir taka á sig verulegan skell vegna ríkisvæðingar bankanna.

Sjá næstu 50 fréttir