Innlent

Strokufangar af Litla-Hrauni dæmdir

MYND/Heiða

Tveir karlar hafa verið dæmdir í sex og átta mánaða fangelsi fyrir að hafa strokið af Litla-Hrauni og að hafa í framhaldinu stolið ýmsum munum og einnig bíl. Þeir voru gripnir á höfuðborgarsvæðinu eftir flóttatilraun sína. Hún átti sér stað 3. október í fyrra.

Samkvæmt ákæru struku mennirnir úr fangelsinu og brustust í framhaldinu inn í hesthús á Eyrarbakka þar sem þeir stálu kuldaskóm, bleikum vettlingum og svörtu skrautsverði. Þaðan héldu þeir í önnur húsakynni í Tjarnarbyggð í Árborg þar sem þeir stálu vinnustígvélum, vinnuvettlingum og dökkbláum kraftvinnugalla. Þar skrifuðu þeir á vegg: „Takk fyrir okkur, strokufangar á Litla Hrauni".

Þá stálu þeir tveimur vegabréfum á bæ í Árborg og fóru þeir svo á annan bæ og stálu þaðan innkaupakorti úr bíl. Skammt þar frá stálu þeir svo bíl og óku í bæinn en þar voru þeir gripnir. Báðir mennirnir játuðu brot sín en þeir eiga að baki langa afbrotasögu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×