Innlent

Staðið við launaskuldbindingar gagnvart þeim sem sagt verður upp

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu viðskiptaráðherra um að íslenska ríkið muni hlaupa undir bagga með Landsbanka Íslands hf. til að tryggja að hann geti staðið við launaskuldbindingar sínar gagnvart starfsmönnum sem ekki flytjast yfir í Nýja Landsbankann.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu. Rekstur gamla Landsbankans er í höndum skilanefndar og því er það í verkefni hennar að útfæra nánar þessa ákvörðun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×