Innlent

Íslendingar prjóna sig út úr kreppunni

Margir landsmenn virðast bregðast við kreppunni með því að prjóna. Sala á garni og lopa í hannyrðaverslunum hefur tekið kipp síðustu daga og í gær var slegið met í versluninni Tinnu þegar selt var garn sem dugar í 244 peysur.

Auður Kristinsdóttir, ritstjóri Prjónablaðsins Ýrar, rekur söluaukninguna til þeirrar hugarróar sem prjónaskapur veiti í umróti eins og nú gengur yfir.

Lára Magnea Jónsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélagsins, segir það þekkt að sala aukist á hannyrðavörum þegar kreppir að en einnig telur hún að áhugi á prjónaskap sé almennt að aukast.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×