Innlent

Gjaldeyrishöft sett á Íslendinga

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabankinn hefur gripið til ráðstafana til að draga úr erlendum úttektarheimildum á kreditkortum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Seðlabankinn telur þó ekki ástæðu til að takmarka ferðamannagjaldeyri umfram það sem bankarnir sjálfir eru að gera vegna skorts á seðlum hjá þeim sjálfum. Seðlabankinn segir eðlilegt að bankar geri þá kröfu að framvísað sé farseðli eða ígildi hans og að viðkomandi sé í viðskiptum við banka/útibú.

Seðlabankinn segir að setja þurfi upp forgangsafgreiðslu á gjaldeyri vegna vöru- og þjónustuinnflutnings. Ekki sé æskilegt að eyða tíma í að eltast við einstaka vöruflokka, heldur einbeita kröftum að því að fylgjast með hærri fjárhæðum. Þar sem starfsmenn bankaútibúa þekki best til sinna viðskiptavina væri eðlilegt að þeir hefðu með höndum mat á því hvort beiðnir um gjaldeyriskaup vegna innflutnings eru vegna nauðsynlegs innflutnings á vöru og þjónustu. Yfirmenn ábyrgðust sölu gjaldeyrisins og gætu leitað til Seðlabankans til að fá úrskurð ef vafi léki á nauðsyn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×