Innlent

Bjóða upp á graut og spjall vegna efnhagslegs ofbeldis

Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta.
Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta.

Stígamót ætla að bjóða gestum og gangandi í heimsókn öll hádegi virka daga vegna þess sem efnahagslega ofbeldis sem landsmenn hafa gengið í gegnum seinustu daga, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur talskonu Stígamóta.

 

 

,,Við finnum að fólk upplifir gjörninga seinustu daga sem efnahagslegt ofbeldi. Viðbrögðin eru ekki ósambærileg við það sem við þekkjum svo vel hér. Ofsahræðsla, vanmáttarkennd og reiði," segir Guðrún.

 

 

Boðið verður upp á grjónagraut og spjall frá og með næsta mánudegi á milli klukkan 12 og 14 virka daga í húsnæði Stígamóta við Hlemm. Á þeim tíma fara að öllu jöfu fram viðtöl sem verða færð til.

Húsnæði Stígamóta við Hlemm.

,,Þetta er sameiginlegt áfall okkar allra og við þurfum að þjappa okkur saman," segir Guðrún og bætir við að Stígamót hafi engar töfralausnir varðandi fjármálakreppuna frekar en aðrir. ,,Engu að síður munum við reyna að beina sjónum okkar að mögulegum leiðum miðað við aðstæður hverju sinni."

 

 

Guðrún segir að boðið verður upp á graut og spjall í hádeginu svo lengi sem Stígamót eiga fyrir grjónum og þörfin sé til staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×