Fleiri fréttir

Sýknaður af ákæru um flöskukast

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás en honum var gefið að sök að hafa hent glerflösku í annan mann þannig að hann hlaut skurð í andliti og gleraugu hans brotnuðu.

Vilja bregðast við atvinnuleysi með auknu námsframboði

Rektorar sjö íslenskra háskóla sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja að bregðast þurfi við erfiðleikum í efnahagslífinu og yfirvofandi atvinnuleysi með fjölþættum aðgerðum á sviði menntamála.

33 sagt upp hjá EJS

Tölvufyrirtækið EJS hefur sagt 33 starfsmönnum upp en tæplega 170 manns vinna hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að uppsagnirnar séu liður í aðhaldsaðgerðum sem séu nauðsynlegar vegna breyttra rekstrarskilyrða og lækkandi gengis íslensku krónunnar.

21 salmonellusmit hér á landi á fyrri helmingi ársins

Þrjátíu og sjö manns hafa smitast af salmonellu hér á landi frá ársbyrjun 2007 til septemberloka 2008 eftir því sem segir í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Þar er vitnað til upplýsinga frá sýkladeild Landspítalans. Flest greindra tilfella, eða 29 af 37, voru hjá einstaklingum með búsetu á höfuðborgarsvæðinu.

Sarkozy í mál vegna Vúdú-dúkku

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur hótað að lögsækja franskt útgáfufyrirtæki nema þeir taki Vúdú-dúkku í hans mynd úr sölu. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir lögfræðingi hans. Dúkkunni fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem eigendum hennar er kennt hvar að stinga í hana nálum.

Helmingi fleiri greinast með lifrarbólgu B

Þrjátíu og átta manns greindust með lifrarbólgu B á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram í nýjum Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Eru þetta helmingi fleiri en á sama tímabili í fyrra.

Enn fundað í utanríkisráðuneytinu

Fundur íslenskra og breskra samninganefnda vegna deilna um Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi stendur enn í utanríkisráðuneytinu.

Mikil örtröð á dekkjaverkstæðum

Mikil örtröð hefur verið á hjólbarðaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Umferðin hefur gengið vel fyrir sig og fá og lítil óhöpp.

Íslendingar verða að sjá um eyjaskeggjana á Ermarsundi

Gordon Brown, forsætisráðherra Englands, segir það á ábyrgð Íslendinga að standa skil á Icesave reikningum íbúa Ermarsundseyjanna Guernsey, Mön og Jersey. Bretar ábyrgjast ekki innlán reikningseigenda á þessum eyjum því þær eru að nokkru leyti sjálfstæðar og óháðar Bresku krúnunni. Fjölmargir íbúar eyjanna voru með reikninga hjá Icesave og Kaupthing Edge og eru þeir ósáttir við að njóta ekki sömu trygginga og Brown hefur lofað öðrum Bretum.

Al Fayed sakaður um ósæmilega hegðun gagnvart 15 ára stúlku

Mohamed al Fayed, eigandi Harrods-verslunarinnar í Lundúnum, hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna ásakana um ósæmilega hegðun gagnvart 15 ára stúlku. Al Fayed kom sjálfur til skýrslutöku í morgun að viðstöddum lögfræðingi.

Fiskverð rýkur upp

Fiskverð rauk upp á fiskmörkuðum hérlendis í gær samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda.

40 tonna grafa valt út í sjó

Betur fór en á horfðist þegar 40 tonna grafa valt út í sjó skammt frá flugvellinum á Akureyri í morgun.

Ný gegnumlýsingartæki á flugvöllum umdeild

Nýju gegnumlýsingartækin sem ráðgert er að taka í notkun við vopnaleit á flugvöllum innan Evrópusambandsins hafa vakið nokkurn úlfaþyt og er það nú til skoðunar hvort þau brjóti hugsanlega í bága við reglur um friðhelgi einkalífsins.

Prenta flestar bækur sínar á Íslandi

Útgáfufyrirtækið Forlagið hyggst prenta mest allar bækur sínar hér á landi fyrir jólin í ár. Prentsmiðjan Oddi og Forlagið hafa gert með sér samning um prentun nánast allra titla hins síðarnefnda fyrir þessi jól. Oddi mun prenta um 70 titla fyrir Forlagið. Í tilkynningu segir að líklega sé um að ræða stærsta samning um prentun bóka á Íslandi frá upphafi.

Hvíta-Rússland óska eftir láni hjá IMF

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lán. Talsmaður seðlabankans þar í landi staðfesti þetta í morgun, og sagði þetta gert til að til að viðhalda stöðugleika og hagvexti í Sovétlýðveldinu fyrrverandi. Hann sagði upphæð lánsins velta á gjaldeyrissjóðnum sjálfum, en Interfax fréttastofan hefur það eftir starfsmanni seðlabankans að lánið sé upp á tvo milljarða dollara.

Fundað í utanríkisráðuneytinu um Icesave

Fundur stendur nú yfir í utanríkisráðuneytinu þessa stundina þar sem íslenskar og breskar sendinefndir ræða lausn á deilu landanna vegna Icesave-reikninga Landsbankans.

Dæmdir fyrir barsmíðar á þorrablóti

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo menn í þriggja og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir fyrir utan íþróttahúsið í Þorlákshöfn í febrúar í fyrra.

Obama að ná afgerandi forystu

Forskot Baracks Obama á John McCain er nú orðið meira en nokkru sinni áður ef marka má nýja skoðanakönnun CNN.

Bréf með dufti til bandarískra banka

Rúmlega þrjátíu skammarbréf sem hafa auk þess innihaldið óþekkt hvítt duft, hafa verið send bandarískum bönkum upp á síðkastið.

Sjötíu prósenta hækkun lána

Lán smábátaflotans hafa hækkað um liðlega sjötíu prósent á einu ári vegna hækkunar gengisvísitölunnar, að mati Landssambands smábátaeigenda.

Játuðu innbrot í söluskála

Þrír menn, sem lögreglan í Reykjavík handtók í fyrrinótt að beiðni lögreglunnar á Selfossi, játuðu við yfirheyrslur undir kvöld í gær að hafa brotist inn í söluskála við Árnes og stolið þaðan talsverðum verðmætum fyrir nokkrum dögum.

Brotist inn í apótek í Árbæ

Brotist var inn í apótek í Árbæjarhverfi undir morgun og þaðan stolið lyfjum. Lögregla er nú að rannsaka upptökur úr eftirlitsmyndavélum þar sem sést til tveggja manna, en ekki var búið að ná þeim nú fyrir fréttir.

Skipbrotsmennirnir heilir heim

Dragnótabáturinn Sólborg kom til Reykjavíkur á miðnætti með báða skipbrotsmennina af hraðfiskibátnum Mávanesi, sem brann og sökk á Faxaflóa í gærkvöldi. Þeir voru heilir á húfi.

Afl vill óháðan rannsóknarhóp

Afl, starfsgreinafélag, ætlar að leggja það fyrir ársfund Alþýðusambandsins á morgun, að fundurinn krefjist þess að óháður aðili, utan fjármálaeftirlits, seðlabanka eða stjórnvalda,

Yfirdrátturinn algengur

Rösklega helmingur ungra félaga í aðildarfélögum Alþýðusambandsins er með yfirdrátt í viðskiptabönkum sínum, samkvæmt könnun, sem Alþýðusambandið lét gera nýverið.

Finnur búinn að skipta um skoðun?

Finnur Sveinbjörnsson nýráðinn forstjóri Nýja Kaupþings, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, ekki getað lofað því að hægt verði að borga þeim sem sagt verður upp þriggja mánaða uppsagnarfrest. Finnur gegndi áður starfi formanns skilanefndar Kaupþings. Í bréfi sem starfsmannastjóri bankans sendi starfsfólki fyrir hönd skilanefndar þann 11. október síðastliðinn segir að nefndin geri skýra kröfu um að staðið verði við ákvæði í ráðningarsamningi starfsmanna. Þar með talið á launum á uppsagnarfresti, ef til uppsagna kemur.

Tveimur bjargað um borð í Sólborgina

Mönnunum tveimur sem lentu í því að eldur kom upp í bát þeirra, Mávanesinu, var bjargað um borð í Sólborgina og eru þeir á leið til hafnar í Reykjavík. Að sögn Ólafar Snæhólm sakaði mennina ekki og var þyrlu Lanhelgisgæslunnar snúið við.

Sjá næstu 50 fréttir