Erlent

Sarkozy í mál vegna Vúdú-dúkku

Sarkozy er ekki hress með dúkkuna.
Sarkozy er ekki hress með dúkkuna.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur hótað að lögsækja franskt útgáfufyrirtæki nema þeir taki Vúdú-dúkku í hans mynd úr sölu. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir lögfræðingi hans. Dúkkunni fylgir leiðbeiningabæklingur þar sem eigendum hennar er kennt hvar að stinga í hana nálum.

Dúkkan er skreytt með mörgum frægustu setningum sem Sarkozy hefur látið út úr sér. Til dæmis „drullaðu þér burt aumkunarverði fávitinn þinn", en þau fleygu orð lét Sarkozy falla á landbúnaðarsýningu í fyrra við mann sem ekki vildi taka í hendina á honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×