Erlent

Hvíta-Rússland óska eftir láni hjá IMF

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lán. Talsmaður seðlabankans þar í landi staðfesti þetta í morgun, og sagði þetta gert til að til að viðhalda stöðugleika og hagvexti í Sovétlýðveldinu fyrrverandi. Hann sagði upphæð lánsins velta á gjaldeyrissjóðnum sjálfum, en Interfax fréttastofan hefur það eftir starfsmanni seðlabankans að lánið sé upp á tvo milljarða dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×