Fleiri fréttir Vel sloppið frá flugslysi Sextíu manns sluppu með skrámur og marbletti þegar farþegaþotu af gerðinni Fokker F28 hlekktist á í flugtaki frá Quito höfuðborg Ekvadors í gær. 23.9.2008 13:30 Íslenska konan var stungin til bana Íslenska konan sem fannst látin í Dóminíska lýðveldinu var stungin með hníf tvisvar eða þrisvar sinnum. Þetta kom fram í fréttum GH sjónvapsstöðvarinnar í landinu í gær. 23.9.2008 13:29 Vísar ásökunum um sviðsetningu á bug Ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kompás vísar ásökunum Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, meints handrukkara, alfarið á bug um að umdeilt myndskeið í þætti gærkvöldsins hafi verið sviðsett æsifréttamennska. 23.9.2008 13:01 Ráða ráðum sínum varðandi mjölturn Lögregla og flutningasérfræðingar ráða nú ráðum sínum um hvað gera skuli við níutíu tonna þungan fiskimjölsgeymi sem losnaði og valt af flutningavagni þegar átti að flytja hann frá Grindavík til Helguvíkur í gærkvöldi. 23.9.2008 12:54 Þorsteinn skýtur fast á Davíð Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega framgöngu Davíðs Oddssonar, eftirmanns síns í formannsstóli og núverandi Seðlabankastjóra, í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þorsteinn gefur í skyn að Davíð hafi farið út fyrir verksvið sitt þegar hann lýsti skömm og fyrirlitningu á þeim sem mælt hafa með upptöku evru í viðtali á Stöð 2. 23.9.2008 12:47 Byssumaður var yfirheyrður vegna YouTube myndbanda í gær Finnska ríkisstjórnin hefur staðfest að maðurinn sem sést á myndböndum á YouTube skjóta af skammbyssu sé sá sem lét til skarar skríða í iðnskóla í bænum Kauhajoki í Finnlandi í morgun. Hann myrti níu manns sem allir eru sagði nemendur við skólann. 23.9.2008 12:40 Lögregla leitar eiganda sportbáts Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eiganda sportbáts sem fannst á sumarbústaðalandi skammt frá Reykjavík. 23.9.2008 11:38 Tveir unglingar dæmdir fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun 17 ára gamla stúlku í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögreglukonu í lögreglubifreið við lögreglustöðina í Reykjanesbæ þann 11. Nóvember 2007. Stúlkan beit í lögreglukonuna með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á handleggnum. 23.9.2008 11:23 Tveir slösuðust í bílslysi á Sæbraut Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys á gatnamótum Sæbrautar og Höfðatúns um ellefuleytið í morgun. Að sögn sjúkraflutningamanna er talið að bifreið hafi farið yfir á rauðu ljósi með þeim afleiðingum að hún rakst á aðra. Ekki er talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. 23.9.2008 11:18 Níu látnir í skotárás í Finnlandi - Byssumaðurinn á lífi Matti Lehto, yfirlæknir á Háskólasjúkrahúsinu í Tampere, sagði í samtali við Vísi fyrir nokkrum mínútum að maðurinn sem skaut á samnemendur sína í skólanum í Kauhajoki sé kominn á sjúkrahúsið og sé á lífi. Hann er þó í bráðri lífshættu eftir að hann gerði tilraun til að stytta sér aldur í kjölfar ódæðisins. 23.9.2008 11:15 Íslensk kona finnst látin - Var beitt ofbeldi Ræðismaður Íslands í Dóminíska lýðveldinu segist hafa fengið þær upplýsingar að íslensk kona sem fannst látin í landinu á sunnudagskvöld hafi verið beitt ofbeldi. 23.9.2008 11:14 Sýknaður af ákæru um líkamsárás vegna neyðarvarnar Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun karlmann af ákæru um að hafa ráðist á annan mann við skemmtistað í Reykjanesbæ í fyrra. 23.9.2008 10:58 Pabbi Knúts fannst látinn Pabbi hvítabjarnarins Knúts er látinn í Þýskalandi. Thomas Dörflein sem var 44 ára gamall fannst látinn í íbúð sinni. 23.9.2008 10:30 Fjölmargir sagðir látnir og hátt í 20 særðir -myndband Óttast er að einhverjir séu látnir og hópur særður eftir að ungur maður gekk berserksgang og skaut af byssu í iðnskóla í Kauhajoki í vesturhluta Finnlands í morgun. Maðurinn mun svo hafa svipt sig lífi, að sögn bæjarstjórans í Kauhajoki. 23.9.2008 09:54 Orð formanns LR endurspegla ekki afstöðu stjórnar Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur segir ummæli formanns félagsins, Óskars Sigurpálssonar, í fréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudag ekki endurspegla afstöðu stjórnarinnar. 23.9.2008 09:29 Skutu niður rússneska könnunarvél Georgíumenn segjast hafa skotið niður ómannaða rússneska könnunarflugvél yfir Georgísku landi í gærmorgun. 23.9.2008 09:26 Kaupmáttur rýrnar áfram Kaupmáttur í landinu hefur rýrnað um rúm fimm prósent á síðustu tólf mánuðum ef mið er tekið af þróun launavísitölu og verðbólgu. 23.9.2008 09:17 Skotárás í iðnskóla í Finnlandi Óttast er að einhverjir séu látnir og hópur særður eftir að ungur maður gekk berserksgang og skaut af byssu í iðnskóla í Kauhajoki í vesturhluta Finnlands í morgun. 23.9.2008 09:00 Færri deyja úr hjartasjúkdómum i Danmörku Dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma hefur fækkað um 20 prósent í Danmörku síðan árið 2001. 23.9.2008 08:21 Norskir einhleypingar óhamingjusamari Einhleypt fólk í Noregi er að jafnaði mun óhamingjusamara en einhleypir í Danmörku og Svíþjóð. 23.9.2008 08:19 Brown vill netaðgang handa skólabörnum Öll bresk skólabörn eiga að hafa netaðgang á heimilum sínum. Þetta sagði forsætisráðherrann Gordon Brown í þingræðu í gær og til að ná þessu markmiði hyggst hann eyrnarmerkja breskum heimilum sem svarar tæpum 50 milljörðum króna. 23.9.2008 08:17 Bandaríkjamenn ferðast minna Bandarískir ferðaþjónustuaðilar sjá ekki fram á betri tíð með blóm í haga alveg á næstunni en bandarískur almenningur sker nú ferðalög sín niður sem aldrei fyrr. 23.9.2008 08:14 BA hættir flugi til Pakistan Breska flugfélagið British Airways hefur hætt öllu flugi til og frá Pakistan um óákveðinn tíma í kjölfar sprengjuárásarinnar á Marriott-hótelið í Islamabad, höfuðborg landsins, á laugardaginn. 23.9.2008 08:13 Stal dýrahræjum og setti í skápa Tvítugur maður er í haldi lögreglu í Dublin í Kaliforníu fyrir að stela dýrahræjum af dýraspítala og koma þeim fyrir í tómum geymsluskápum gagnfræðaskóla nokkurs í bænum. 23.9.2008 08:10 Bandaríkjamenn texta meira en þeir tala Farsímanotendur í Bandaríkjunum hafa nú náð þeirri stöðu að nota SMS-skilaboð meira en þeir tala í símann. 23.9.2008 08:08 Handtekinn vegna gruns um njósnir Fyrrverandi yfirmaður öryggismála í eistneska varnarmálaráðuneytinu hefur verið handtekinn vegna gruns um njósnir. 23.9.2008 07:23 Fiskimjölsgeymir valt af vagni Tuttugu og sjö metra hár og níu tíu tonna þungur fiskimjölsgeymir, sem átti að flytja á dráttarvagni frá Grindavík til Helguvíkur í gærkvöldi, valt af vagninum skömmu eftir að lagt var af stað með hann. 23.9.2008 07:20 Erlend togaraáhöfn fór mikinn á Akureyri Sjómenn af breska togaranum Marbellu, sem kom til Akureyrar í gærmorgun vegna bilunar, þustu frá borði, fóru beint í ríkið og slógu svo upp einskonar bryggjuballi. 23.9.2008 07:18 Crown Princess ekki til Reykjavíkur Skemmtiferðaskipið Crown Princess, sem er eitt hið stærsta og glæsilegasta sinnar tegundar á heimshöfunum um þessar mundir, kemur ekki til Reykjavíkur á morgun eins og fyrirhugað var. 23.9.2008 07:16 Eyðilögðu fólksbíl Skemmdarvargar eyðilögðu í nótt fólksbíl, sem eigandinn hafði orðið að skilja eftir bensínlausan á mótum Reykjanesbrautar og Vatnsleysustrandarvegar í gærkvöldi. 23.9.2008 07:13 Benjamín Þór: Ég er fórnarlambið Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari, segist vera fórnarlamb Kompás og lögð hafi verið fyrir hann gildra. ,,Ég tel mig vera fórnarlambið. Ragnar er bara píslarvottur og tálbeita þeirra til að gera spennandi þátt fyrir þjóðina," segir Benjamín. Spurður hvort að lögð hafi verið fyrir hann gildra segir Benjamín: ,,Já, það er bara þannig." 22.9.2008 22:01 Árni sækist ekki eftir forstjórastöðunni Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sækist ekki eftir því að verða næsti forstjóri Landsvirkjunar en undanfarið hefur hann verið orðaður við stöðuna. 22.9.2008 20:30 Davíð bætir ekki ástandið Magnús Stefánsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, segir að Seðlbankann skorti trúverðugleika og trausts og að innlegg Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, í viðtali á Stöð 2 í seinustu viku ekki vera til þess að fallið að bæta ástandið. 22.9.2008 22:30 Sjálfsvíg fátíð á geðdeildum Hundruð manna eru lagðir inn á geðdeildir Landspítalans á hverju ári vegna þess að hætta er talin á að þeir svipti sig lífi. Afar fátítt er að mönnum takist að fremja sjálfsvíg inni á geðdeildum og þeir eru öruggari inni en úti í þjóðfélaginu, segir yfirlæknir bráðamóttöku geðdeildanna. 22.9.2008 19:15 Sjúklingum ekki mismunað Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir telur að ekki sé verið að mismuna sjúklingum varðandi aðgang að nýju lyfi fyrir MS-sjúklinga. Sérfræðingur á taugadeild Landspítalans kennir aðstöðuleysi um að ekki hefur tekist að gefa öllum lyfið sem talið er að hefðu gagn af því. 22.9.2008 18:48 ESB: Evruhugmynd Björns útilokuð Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar, segir að Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hafi útilokað að Ísland geti tekið upp evru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta kom fram á fundi þeirra í dag. 22.9.2008 17:44 Ók bíl sínum inn í hóp hermanna í Jerúsalem Tíu eru slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í hóp hermanna í Jerúsalem í Ísrael í kvöld. 22.9.2008 21:43 Fjölmargir teknir fyrir hraðakstur í Seljahverfi Brot 24 ökumanna voru mynduð í Skógarseli í Breiðholti í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Skógarsel í norðurátt, að Þverárseli. 22.9.2008 21:00 Rússneski flotinn á leið umhverfis Ísland Rússneskur floti siglir nú í átt að hafinu milli Íslands og Noregs áleiðis til Karíbahafsins. Þar ætla Rússar að taka þátt í flotaæfingu með venesúelska sjóhernum, æfingum sem taldar eru ætlaðar til að ögra Bandaríkjunum. 22.9.2008 20:45 Helguvíkurálver í uppnámi Álversframkvæmdir í Helguvík eru í uppnámi þar sem Hafnarfjarðarbær leggst gegn nýrri Suðurnesjalínu nema spennistöð við Hamranes verði flutt langt út fyrir bæinn. 22.9.2008 19:30 Sorgleg afstaða LÍÚ Það er sorglegt að íslenskir útvegsmenn treysti sér ekki til að gangast undir trúverðuga vottun um sjálfbærni fiskveiða á Íslandsmiðum. Þetta segir talsmaður MSC-vottunarsamtakanna, en LÍÚ segir þau stunda mafíustarfsemi gagnvart fiskveiðum Íslendinga. 22.9.2008 19:14 Verslunarkona ósátt með dóm fyrir misheppnaða ránstilraun Verslunarkona sem varðist vopnuðum ræningja á Akureyri segist hafa orðið skíthrædd í átökunum. Aldrei hafi þó hvarflað að henni að afhenda peninga búðarinnar. 22.9.2008 19:02 Líkamsárás í fyrsta Kompásþætti vetrarins Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á Ragnar Ólaf Magnússon fyrrum veitingamann. Fjallað verður um líkamsárásina í fréttaskýringaþættinum Kompási eftir fréttir Stöðvar 2. 22.9.2008 18:45 Kgalema Motlanthe næsti forseti S-Afríku Afríska þjóðarráðið sem er helsti stjórnmálaflokkur Suður-Afríku hefur ákveðið að Kgalema Motlanthe, varaformaður flokksins, taki við sem forseti landsins fram yfir þingkosningarnar í byrjun næsta árs. 22.9.2008 17:19 Táningar fangelsaðir fyrir hatursglæpi Þrettán táningar voru dæmdir í fangelsi í Moskvu í dag fyrir kynþáttahaturs árásir í ágúst og september á síðasta ári. Tveir þeirra sem ráðist var á létu lífið. 22.9.2008 16:51 Sjá næstu 50 fréttir
Vel sloppið frá flugslysi Sextíu manns sluppu með skrámur og marbletti þegar farþegaþotu af gerðinni Fokker F28 hlekktist á í flugtaki frá Quito höfuðborg Ekvadors í gær. 23.9.2008 13:30
Íslenska konan var stungin til bana Íslenska konan sem fannst látin í Dóminíska lýðveldinu var stungin með hníf tvisvar eða þrisvar sinnum. Þetta kom fram í fréttum GH sjónvapsstöðvarinnar í landinu í gær. 23.9.2008 13:29
Vísar ásökunum um sviðsetningu á bug Ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kompás vísar ásökunum Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, meints handrukkara, alfarið á bug um að umdeilt myndskeið í þætti gærkvöldsins hafi verið sviðsett æsifréttamennska. 23.9.2008 13:01
Ráða ráðum sínum varðandi mjölturn Lögregla og flutningasérfræðingar ráða nú ráðum sínum um hvað gera skuli við níutíu tonna þungan fiskimjölsgeymi sem losnaði og valt af flutningavagni þegar átti að flytja hann frá Grindavík til Helguvíkur í gærkvöldi. 23.9.2008 12:54
Þorsteinn skýtur fast á Davíð Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega framgöngu Davíðs Oddssonar, eftirmanns síns í formannsstóli og núverandi Seðlabankastjóra, í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þorsteinn gefur í skyn að Davíð hafi farið út fyrir verksvið sitt þegar hann lýsti skömm og fyrirlitningu á þeim sem mælt hafa með upptöku evru í viðtali á Stöð 2. 23.9.2008 12:47
Byssumaður var yfirheyrður vegna YouTube myndbanda í gær Finnska ríkisstjórnin hefur staðfest að maðurinn sem sést á myndböndum á YouTube skjóta af skammbyssu sé sá sem lét til skarar skríða í iðnskóla í bænum Kauhajoki í Finnlandi í morgun. Hann myrti níu manns sem allir eru sagði nemendur við skólann. 23.9.2008 12:40
Lögregla leitar eiganda sportbáts Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eiganda sportbáts sem fannst á sumarbústaðalandi skammt frá Reykjavík. 23.9.2008 11:38
Tveir unglingar dæmdir fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun 17 ára gamla stúlku í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögreglukonu í lögreglubifreið við lögreglustöðina í Reykjanesbæ þann 11. Nóvember 2007. Stúlkan beit í lögreglukonuna með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á handleggnum. 23.9.2008 11:23
Tveir slösuðust í bílslysi á Sæbraut Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys á gatnamótum Sæbrautar og Höfðatúns um ellefuleytið í morgun. Að sögn sjúkraflutningamanna er talið að bifreið hafi farið yfir á rauðu ljósi með þeim afleiðingum að hún rakst á aðra. Ekki er talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. 23.9.2008 11:18
Níu látnir í skotárás í Finnlandi - Byssumaðurinn á lífi Matti Lehto, yfirlæknir á Háskólasjúkrahúsinu í Tampere, sagði í samtali við Vísi fyrir nokkrum mínútum að maðurinn sem skaut á samnemendur sína í skólanum í Kauhajoki sé kominn á sjúkrahúsið og sé á lífi. Hann er þó í bráðri lífshættu eftir að hann gerði tilraun til að stytta sér aldur í kjölfar ódæðisins. 23.9.2008 11:15
Íslensk kona finnst látin - Var beitt ofbeldi Ræðismaður Íslands í Dóminíska lýðveldinu segist hafa fengið þær upplýsingar að íslensk kona sem fannst látin í landinu á sunnudagskvöld hafi verið beitt ofbeldi. 23.9.2008 11:14
Sýknaður af ákæru um líkamsárás vegna neyðarvarnar Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun karlmann af ákæru um að hafa ráðist á annan mann við skemmtistað í Reykjanesbæ í fyrra. 23.9.2008 10:58
Pabbi Knúts fannst látinn Pabbi hvítabjarnarins Knúts er látinn í Þýskalandi. Thomas Dörflein sem var 44 ára gamall fannst látinn í íbúð sinni. 23.9.2008 10:30
Fjölmargir sagðir látnir og hátt í 20 særðir -myndband Óttast er að einhverjir séu látnir og hópur særður eftir að ungur maður gekk berserksgang og skaut af byssu í iðnskóla í Kauhajoki í vesturhluta Finnlands í morgun. Maðurinn mun svo hafa svipt sig lífi, að sögn bæjarstjórans í Kauhajoki. 23.9.2008 09:54
Orð formanns LR endurspegla ekki afstöðu stjórnar Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur segir ummæli formanns félagsins, Óskars Sigurpálssonar, í fréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudag ekki endurspegla afstöðu stjórnarinnar. 23.9.2008 09:29
Skutu niður rússneska könnunarvél Georgíumenn segjast hafa skotið niður ómannaða rússneska könnunarflugvél yfir Georgísku landi í gærmorgun. 23.9.2008 09:26
Kaupmáttur rýrnar áfram Kaupmáttur í landinu hefur rýrnað um rúm fimm prósent á síðustu tólf mánuðum ef mið er tekið af þróun launavísitölu og verðbólgu. 23.9.2008 09:17
Skotárás í iðnskóla í Finnlandi Óttast er að einhverjir séu látnir og hópur særður eftir að ungur maður gekk berserksgang og skaut af byssu í iðnskóla í Kauhajoki í vesturhluta Finnlands í morgun. 23.9.2008 09:00
Færri deyja úr hjartasjúkdómum i Danmörku Dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma hefur fækkað um 20 prósent í Danmörku síðan árið 2001. 23.9.2008 08:21
Norskir einhleypingar óhamingjusamari Einhleypt fólk í Noregi er að jafnaði mun óhamingjusamara en einhleypir í Danmörku og Svíþjóð. 23.9.2008 08:19
Brown vill netaðgang handa skólabörnum Öll bresk skólabörn eiga að hafa netaðgang á heimilum sínum. Þetta sagði forsætisráðherrann Gordon Brown í þingræðu í gær og til að ná þessu markmiði hyggst hann eyrnarmerkja breskum heimilum sem svarar tæpum 50 milljörðum króna. 23.9.2008 08:17
Bandaríkjamenn ferðast minna Bandarískir ferðaþjónustuaðilar sjá ekki fram á betri tíð með blóm í haga alveg á næstunni en bandarískur almenningur sker nú ferðalög sín niður sem aldrei fyrr. 23.9.2008 08:14
BA hættir flugi til Pakistan Breska flugfélagið British Airways hefur hætt öllu flugi til og frá Pakistan um óákveðinn tíma í kjölfar sprengjuárásarinnar á Marriott-hótelið í Islamabad, höfuðborg landsins, á laugardaginn. 23.9.2008 08:13
Stal dýrahræjum og setti í skápa Tvítugur maður er í haldi lögreglu í Dublin í Kaliforníu fyrir að stela dýrahræjum af dýraspítala og koma þeim fyrir í tómum geymsluskápum gagnfræðaskóla nokkurs í bænum. 23.9.2008 08:10
Bandaríkjamenn texta meira en þeir tala Farsímanotendur í Bandaríkjunum hafa nú náð þeirri stöðu að nota SMS-skilaboð meira en þeir tala í símann. 23.9.2008 08:08
Handtekinn vegna gruns um njósnir Fyrrverandi yfirmaður öryggismála í eistneska varnarmálaráðuneytinu hefur verið handtekinn vegna gruns um njósnir. 23.9.2008 07:23
Fiskimjölsgeymir valt af vagni Tuttugu og sjö metra hár og níu tíu tonna þungur fiskimjölsgeymir, sem átti að flytja á dráttarvagni frá Grindavík til Helguvíkur í gærkvöldi, valt af vagninum skömmu eftir að lagt var af stað með hann. 23.9.2008 07:20
Erlend togaraáhöfn fór mikinn á Akureyri Sjómenn af breska togaranum Marbellu, sem kom til Akureyrar í gærmorgun vegna bilunar, þustu frá borði, fóru beint í ríkið og slógu svo upp einskonar bryggjuballi. 23.9.2008 07:18
Crown Princess ekki til Reykjavíkur Skemmtiferðaskipið Crown Princess, sem er eitt hið stærsta og glæsilegasta sinnar tegundar á heimshöfunum um þessar mundir, kemur ekki til Reykjavíkur á morgun eins og fyrirhugað var. 23.9.2008 07:16
Eyðilögðu fólksbíl Skemmdarvargar eyðilögðu í nótt fólksbíl, sem eigandinn hafði orðið að skilja eftir bensínlausan á mótum Reykjanesbrautar og Vatnsleysustrandarvegar í gærkvöldi. 23.9.2008 07:13
Benjamín Þór: Ég er fórnarlambið Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari, segist vera fórnarlamb Kompás og lögð hafi verið fyrir hann gildra. ,,Ég tel mig vera fórnarlambið. Ragnar er bara píslarvottur og tálbeita þeirra til að gera spennandi þátt fyrir þjóðina," segir Benjamín. Spurður hvort að lögð hafi verið fyrir hann gildra segir Benjamín: ,,Já, það er bara þannig." 22.9.2008 22:01
Árni sækist ekki eftir forstjórastöðunni Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sækist ekki eftir því að verða næsti forstjóri Landsvirkjunar en undanfarið hefur hann verið orðaður við stöðuna. 22.9.2008 20:30
Davíð bætir ekki ástandið Magnús Stefánsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, segir að Seðlbankann skorti trúverðugleika og trausts og að innlegg Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, í viðtali á Stöð 2 í seinustu viku ekki vera til þess að fallið að bæta ástandið. 22.9.2008 22:30
Sjálfsvíg fátíð á geðdeildum Hundruð manna eru lagðir inn á geðdeildir Landspítalans á hverju ári vegna þess að hætta er talin á að þeir svipti sig lífi. Afar fátítt er að mönnum takist að fremja sjálfsvíg inni á geðdeildum og þeir eru öruggari inni en úti í þjóðfélaginu, segir yfirlæknir bráðamóttöku geðdeildanna. 22.9.2008 19:15
Sjúklingum ekki mismunað Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir telur að ekki sé verið að mismuna sjúklingum varðandi aðgang að nýju lyfi fyrir MS-sjúklinga. Sérfræðingur á taugadeild Landspítalans kennir aðstöðuleysi um að ekki hefur tekist að gefa öllum lyfið sem talið er að hefðu gagn af því. 22.9.2008 18:48
ESB: Evruhugmynd Björns útilokuð Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar, segir að Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hafi útilokað að Ísland geti tekið upp evru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta kom fram á fundi þeirra í dag. 22.9.2008 17:44
Ók bíl sínum inn í hóp hermanna í Jerúsalem Tíu eru slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í hóp hermanna í Jerúsalem í Ísrael í kvöld. 22.9.2008 21:43
Fjölmargir teknir fyrir hraðakstur í Seljahverfi Brot 24 ökumanna voru mynduð í Skógarseli í Breiðholti í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Skógarsel í norðurátt, að Þverárseli. 22.9.2008 21:00
Rússneski flotinn á leið umhverfis Ísland Rússneskur floti siglir nú í átt að hafinu milli Íslands og Noregs áleiðis til Karíbahafsins. Þar ætla Rússar að taka þátt í flotaæfingu með venesúelska sjóhernum, æfingum sem taldar eru ætlaðar til að ögra Bandaríkjunum. 22.9.2008 20:45
Helguvíkurálver í uppnámi Álversframkvæmdir í Helguvík eru í uppnámi þar sem Hafnarfjarðarbær leggst gegn nýrri Suðurnesjalínu nema spennistöð við Hamranes verði flutt langt út fyrir bæinn. 22.9.2008 19:30
Sorgleg afstaða LÍÚ Það er sorglegt að íslenskir útvegsmenn treysti sér ekki til að gangast undir trúverðuga vottun um sjálfbærni fiskveiða á Íslandsmiðum. Þetta segir talsmaður MSC-vottunarsamtakanna, en LÍÚ segir þau stunda mafíustarfsemi gagnvart fiskveiðum Íslendinga. 22.9.2008 19:14
Verslunarkona ósátt með dóm fyrir misheppnaða ránstilraun Verslunarkona sem varðist vopnuðum ræningja á Akureyri segist hafa orðið skíthrædd í átökunum. Aldrei hafi þó hvarflað að henni að afhenda peninga búðarinnar. 22.9.2008 19:02
Líkamsárás í fyrsta Kompásþætti vetrarins Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á Ragnar Ólaf Magnússon fyrrum veitingamann. Fjallað verður um líkamsárásina í fréttaskýringaþættinum Kompási eftir fréttir Stöðvar 2. 22.9.2008 18:45
Kgalema Motlanthe næsti forseti S-Afríku Afríska þjóðarráðið sem er helsti stjórnmálaflokkur Suður-Afríku hefur ákveðið að Kgalema Motlanthe, varaformaður flokksins, taki við sem forseti landsins fram yfir þingkosningarnar í byrjun næsta árs. 22.9.2008 17:19
Táningar fangelsaðir fyrir hatursglæpi Þrettán táningar voru dæmdir í fangelsi í Moskvu í dag fyrir kynþáttahaturs árásir í ágúst og september á síðasta ári. Tveir þeirra sem ráðist var á létu lífið. 22.9.2008 16:51