Erlent

Skotárás í iðnskóla í Finnlandi

Sjúkrabílar á vettvangi í árásinni í Tuusula í fyrra.
Sjúkrabílar á vettvangi í árásinni í Tuusula í fyrra. MYND/AP

Óttast er að einhverjir séu látnir og hópur særður eftir að ungur maður gekk berserksgang og skaut af byssu í iðnskóla í Kauhajoki í vesturhluta Finnlands í morgun.

Maðurinn mun enn vera í byggingunni. Lögregla bíður átekta og reynir að rýma skólann eftir því sem norrænir miðlar greina frá. Eftir því sem næst verður komist er um 20 ára nemanda að ræða sem mun hafa hafið skothríð um klukkan tíu. Lögregla er nú með mikinn viðbúnað og hið sama má segja um nærliggjandi sjúkrahús.

Tæpt ár er síðan ungur maður myrti átta manns með byssu í öðrum skóla í Finnlandi, nánar tiltekið í Tuusula. Sá hafði sett inn myndband á YouTube þar sem varað var við verknaðinum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×