Erlent

Pabbi Knúts fannst látinn

Óli Tynes skrifar
Thomas Dörflein með Knúti.
Thomas Dörflein með Knúti.

Pabbi hvítabjarnarins Knúts er látinn í Þýskalandi. Thomas Dörflein sem var 44 ára gamall fannst látinn í íbúð sinni.

Þegar móðirin hafnaði Knúti strax eftir fæðingu tók Dörfelin að sér að ala hann upp. Með pela og ómældri þolinmæði tókst honum að halda lífi í húninum og varð ásamt honum frægur um heim allan.

Dörflein kunni frægðinni ekki vel og hafði meðal annars orð á því að hann gæti ekki farið með kærustunni sinni á krá, vegna ágangs aðdáenda.

Lögreglan segir enga ástæðu til að ætla að dauða Dörfleins hafi borið að með óeðlilegum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×