Erlent

Vel sloppið frá flugslysi

Óli Tynes skrifar
Fokker vélin utan brautar.
Fokker vélin utan brautar. MYND/AP

Sextíu manns sluppu með skrámur og marbletti þegar farþegaþotu af gerðinni Fokker F28 hlekktist á í flugtaki frá Quito höfuðborg Ekvadors í gær.

Vélin náði ekki flugtakshraða og plægði í gegnum steinvegg áður en hún staðnæmdist við mikla umferðargötu sem liggur framhjá flugvellinum.

Vélin var frá flugfélaginu Icaro sem stundar innanlandsflug í Ekvador. Lengi hefur staðið til að flytja flugvöllinn úr miðborginni.

Það var lán í óláni að ekki kviknaði í vélinni, því þá hefði farið verr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×