Erlent

Skutu niður rússneska könnunarvél

Óli Tynes skrifar
Á þessari mynd má sjá rússneska orrustuþotu skjóta eldflaug að ómannaðri georgiskri könnunarvél fyrir stríð. Það var könnunarvélin sem tók myndina af endalokum sínum.
Á þessari mynd má sjá rússneska orrustuþotu skjóta eldflaug að ómannaðri georgiskri könnunarvél fyrir stríð. Það var könnunarvélin sem tók myndina af endalokum sínum.

Georgíumenn segjast hafa skotið niður ómannaða rússneska könnunarflugvél yfir Georgísku landi í gærmorgun.

Innanríkisráðherra Georgíu segir að vélin hafi hrapað í grennd við bæinn Gori um þrjátíu kílómetra frá landamærum Suður-Ossetíu.

Gori var meðal þeirra bæja sem Rússar hertóku í stríðinu á dögunum. Í aðdraganda stríðsins skutu Rússar niður að minnsta kosti tvær könnunarvélar frá Georgíu.

Rússar hafa ekki tjáð sig um þessa fullyrðingu Georgíumanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×