Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum á landfyllingu til þess að ná sátt Bæjarráð Kópvogs hyggst fresta framkvæmdum á landfyllingu á Kársnesi til að ná sáttum við Reykjavíkurborg í málinu. Bæjarfulltrúi Kópavogs segir framkvæmdirnar þó ekki ógna lífríki Skerjafjarðar. 26.9.2008 12:42 Segir tollgæslu vaxa fiskur um hrygg við komandi breytingar „Hugmyndir um eitt tollumdæmi og skipulagsbreytingar í kjölfar slíkra breytinga hafa verið orðaðar við stjórn Tollvarðafélags Íslands,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson 26.9.2008 12:39 Vatnsréttindi ríkisins í Þjórsá ekki niðurfallin Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið og Landsvirkjun af kröfum landeiganda Skálmholtshrauns við Þjórsá um að viðurkennt yrði með dómi að eignarréttur ríkisins á vatnsréttindum í Þjórsá í landi Skálmsholtshrauns væri niðurfallinn. 26.9.2008 12:22 Vilja loka fyrir tekjulind Talibana Aðildarríki NATO eru að íhuga beiðni Bandaríkjamanna um að taka meiri þátt í að uppræta ópíumframleiðslu í Afganistan til þess að svipta Talibana sínum helsta tekjustofni. 26.9.2008 11:50 Eins og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og -sölu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að að smygla um 700 grömmum af kókaíni til landsins. 26.9.2008 11:42 Tókst að bjarga hraðfiskibátnum við Ægisgarð Nýlegur sjö tonna hraðfiskibátur var rétt sokkinn í Suðurbugtinni við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun. 26.9.2008 11:24 Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Umhverfisráðherra hefur ákveðið að rjúpnaveiðar verði heimilaðar fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga í nóvembermánuði í ár líkt og í fyrra. 26.9.2008 11:21 Fjármálastjórinn endurgreiddi féð Fyrrverandi fjármálastjóri Garðabæjar sem var uppvís í byrjun ágúst að hafa dregið sér 9,2 milljónir króna á nokkra mánaða tímibili hefur endurgreitt bæjarfélaginu féð. Maðurinn millifærði upphæðir úr bókhaldi bæjarins inn á eigin reikning. 26.9.2008 11:14 Veiðimet slegin víða í sumar Veiðimet hafa verið slegin í mörgum ám í sumar. Veiðin hefur verið best í ám á landinu sunnan og vestanverðu. Norðan og austanlands hefur veiðin heldur lakari, þó hún sé víða einnig ágæt á þeim svæðum. Í Borgarfirði og á Mýrum hefur hver áin eftir aðra verið að slá öll fyrri veiðimet, sum æði gömul, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Landssambands veiðifélaga. 26.9.2008 11:09 Réðust inn í flugvél til að ná í hryðjuverkamenn Víkingasveit þýsku lögreglunnar réðst í morgun til inngöngu í farþegaflugvél frá hollenska flugfélaginu KLM á flugvellinum í Köln og fjarlægði þaðan tvo menn. 26.9.2008 11:00 Trilla að sökkva í Reykjavíkurhöfn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn þar sem trilla er að sökkva. 26.9.2008 10:44 Lögregla með vakt við skóla sem hótað var í Finnlandi Lögregla stendur nú vakt við skóla í bænum Esbo, nágrannabæ Helsinki, eftir að hótun barst um ofbeldi gagnvart nemendum skólans. 26.9.2008 10:41 Kona á hægum batavegi eftir meinta árás eiginmanns Lögregla hefur ekki enn getað tekið skýrslu af konu sem lögð var inn á sjúkrahús í byrjun september en grunur leikur á að eiginmaður hennar hafi gengið í skrokk á henni á heimili þeirra. 26.9.2008 10:25 Dæmdur fyrir veskisþjófnað Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið veski af afgreiðsluborði í verslun á Akureyri. 26.9.2008 10:17 Norður-Kórea tilbúin til fyrirvaralausrar árásar Norður-Kórea er alvarleg ógnun við öryggi í Asíu. Stærsti hluti landhersins er við landamæri Suður-Kóreu og norðanmenn eru reiðubúnir að gera fyrirvaralausa árás. 26.9.2008 10:15 Varað við hálku og krapa Vegagerðin varar við krapa á á Öxnadalsheiði og þá er fólk er beðið að vera vakandi fyrir því að vegna lágs hitastigs gæti myndast hálka víðar, einkum á fjallvegum. 26.9.2008 10:05 Frakki týndist í Landmannalaugum - fannst í Grímsey Franski ferðamaðurinn, Fabien Boudry, sem leitað var að í alla nótt, fannst heill á húfi í Grímsey í morgun. Boudry lagði af stað frá Landmannalaugum 19. september eftir Laugavegi að Þórsmörk. 26.9.2008 09:40 Vatnsátöppunarverksmiðja opnuð í dag Vatnsátöppunarverksmiðja Icelandic Water Holdings, félags Jóns Ólafsssonar athafnamanns og Kristjáns sonar hans, verður opnuð með formlegum hætti í dag að viðstöddum þremur ráðherrum, iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. 26.9.2008 09:31 Rýmum fyrir aldraða fækkaði á milli ára Rýmum á dvalar- eða hjúkrunarheimilum fyrir aldraða fækkaði um 50 á milli áranna 2006 og 2007. Þar af fækkaði dvalarrýmum um 75 en hjúkrunarrýmum fjölgaði um 25. 26.9.2008 09:15 Ráðstöfunartekjur jukust um 13 prósent milli áranna 2006 og 2007 Ráðstöfunartekjur heimilanna eru taldar hafa aukist um rúm þrettán prósent í fyrra miðað við árið á undan eftir því sem segir á vef Hagstofunnar. 26.9.2008 09:05 Dönsk spilavíti berjast í bökkum Dönsk spilavíti berjast í bökkum eftir að reykingabann tók gildi á þarlendum veitingahúsum í fyrra og hafa æ fleiri lagt upp laupana. 26.9.2008 08:34 Unglingadrykkja tvöfaldast á milli grunn- og framhaldsskóla Áfengsineysla sextán ára unglinga meira en tvöfaldast frá því að þeir ljúka grunnskólanámi að vori og fram að fyrstu önn þeirra í framhaldsskóla, aðeins nokkrum mánuðum seinna. 26.9.2008 08:31 Kveikt í átta bílum í Kaupmannahöfn Kveikt var í fimm einkabílum og þremur vörubílum í úthverfi Kaupmannahafnar í nótt. Vitni sáu ungmenni þeysa um Ishøj-hverfið á mótorhjólum og kveikja í bílunum. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins en enginn hefur verið handtekinn enn sem komið er. 26.9.2008 08:28 Lúrðu í loftinu Tveir flugmenn flugfélagsins Go hafa verið leystir frá störfum tímabundið eftir að hafa sofið yfir sig og flogið fram hjá ákvörðunarstað á Hilo-flugvellinum á Hawaii. 26.9.2008 08:22 Á von á báðum frambjóðendum til Mississippi Ríkisstjóri Mississippi segir að hann eigi von á báðum forsetaframbjóðendunum, Barack Obama og John McCain, til kappræðnanna í Mississippi-háskóla í kvöld. 26.9.2008 08:19 Leit stendur yfir að frönskum ferðamanni Leit hefur staðið yfir í alla nótt að frönskum ferðamanni, Fabien Boudry, sem lagði af stað frá Landmannalaugum 19. september eftir Laugavegi að Þórsmörk. 26.9.2008 08:13 Sakfelldur fyrir að ætla að hálshöggva forsætisráðherrann Kanadískur dómstóll fann í gær tvítugan mann sekan um taka þátt í áætlun um árás á kanadíska þingið þar sem svo átti að höggva höfuðið af forsætisráðherranum Stephen Harper. 26.9.2008 07:19 Stýrihópur skoðar lausnir á húsnæðismarkaði Stýrihópur, sem velferðarráð Reykjavíkur ákvað í gær að skipa, á að skoða möguleika á skammtímalausnum á húsnæðismarkaði. 26.9.2008 07:14 Innbrot í Kópavogi Brotist var inn í íbúðarhús við Smáralind í Kópavogi í nótt og þaðan stolið fartölvu og eftilvill fleiru. Þjófurinn komst inn með því að spenna upp glugga, og komst hann óséður á brott og er nú leitað. 26.9.2008 07:08 Bush neitaði að gefa grænt ljós á árás á Íran George Bush gerði Ísraelum grein fyrir því síðastliðið vor að Bandaríkin myndu ekki gefa grænt ljós á loftárásir Ísraela á Íran. Þetta hefur breska blaðið The Guardian eftir háttsettum evrópskum diplómata. Í greininni er sagt að Ísraelar hafi íhugað "alvarlega" að gera árásir á svæði í Íran þar sem talið er að þeir séu að vinna að kjarnorkutilraunum. 25.9.2008 22:45 Óljóst um samkomulag um björgunarsjóð í Bandaríkjunum Enn er óljóst hvort samkomulag næst um í Bandaríkjunum um frumvarp um 700 milljarða dollara björgunarsjóð fyrir fjármálafyrirtæki landsins. 25.9.2008 22:38 Hart deilt á hitafundi í Frjálslynda flokknum „Ég verð að segja alveg eins og er að mér er nóg boðið,“ sagði Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokkinn. Hann gagnrýndi harðlega innra starf Frjálslynda flokksins á miklum hitafundi sem fram fór á Grand Hótel nú í kvöld. 25.9.2008 21:45 Enn einn fellybylurinn að myndast Enn einn hitabeltisstormurinn er nú að myndast á Atlantshafinu að því er sérfræðingar í Bandaríkjunum segja. Þessi er sá ellefti í röðinni það sem af er þessu tímabili og hefur hann fengið nafnið Kyle. Stormurinn er nú um eittþúsund kílómetra suð-suðvestur af Bermúda eyjaklasanum. 25.9.2008 21:03 Íslendingur setti hundasleða-heimsmet í Noregi Þorsteinn Sófusson, Íslendingur búsettur í Noregi, setti í dag heimsmet ásamt félögum sínum þegar þeir spenntu 57 sleðahunda fyrir dráttarvél og létu þá draga hana fjögurra kílómetra langa leið. Þorsteinn er mikill áhugamaður um sleðahundahlaup en nú er undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil í fullum gangi. 25.9.2008 20:46 Ekki hægt að bera saman Ríkislögreglustjóra og Jóhann R. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að líkja saman þeim breytingum sem orðið hafi á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og þeim sem orðið hafa á embætti Ríkislögreglustjóra í tíð Haraldar Johannesen. Þetta kom fram í Kastljósinu fyrr í kvöld þar sem Björn sat fyrir svörum. Hann sagði einnig að allt tal um að hann hafi lagt Jóhann R. Benediktssoní einelti væru alvarlegar ásakanir sem ekki ættu við rök að styðjast. 25.9.2008 20:16 Yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum: Björn gerði atlögu að Jóhanni Eyjólfur Kristjánsson, yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum sakar dómsmálaráðherra um að hafa gert atlögu að lögreglustjóranum og hrakið hann úr embætti. Dómsmálaráðherra segir þetta alrangt og eigi ekki við nokkur rök að styðjast. 25.9.2008 19:25 Rannsókn á morði Hrafnhildar að ljúka Lögregla í Dóminíska lýðveldinu er við það að ljúka rannsókn á morðinu á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur og sendir málið til saksóknara í dag eða á morgun. Ekki liggur fyrir hvort einn eða fleiri verða ákærðir fyrir morðið. 25.9.2008 18:45 Hækkun Orkuveitunnar vekur hörð viðbrögð Gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar ætlar að draga drjúgan dilk á eftir sér. Bæjarráð Kópavogs og Reykjavíkurborg eru komin í hár saman og verkalýðsforkólfar boða harkaleg átök á vinnumarkaði. 25.9.2008 18:29 Bílslys í Borgarfirði Maður slasaðist alvarlega við bæinn Refstað í Hálsasveit í Borgarfirðinum þegar bíll hans fór út af veginum um klukkan hálfþrjú í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn einn í bílnum og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Óljóst er um líðan hans að svo stöddu. 25.9.2008 17:57 Staðfest gæsluvarðhald yfir hústökufólki Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karli og konu sem grunuð eru um hústöku og innbrot á nokkrum stöðum á Norðurlandi. 25.9.2008 17:31 Nauðgari fékk skilorðsbundinn dóm vegna seinagangs lögreglu Hæstirettur þyngdi í dag refsingu um þrjá mánuði yfir fertugum karlmanni sem dæmdur var fyrir að hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar, áhrifa fíkniefna og svefndrunga. 25.9.2008 16:35 Kópavogur mótmælir okri Orkuveitunnar Kópavogsbær mótmælir harðlega ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um 10% hækkun á heitavatnsgjaldi. Tillaga þess efnir svar samþykkt einróma á fundi bæjarráðs fyrr í dag. 25.9.2008 16:29 Blásið til herferðar um neytendamál Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa ýtt úr vör herferð um neytendavitund sem miðar af því að efla meðvitund ungs fólks um neytendamál og kynna fyrir því hvað það felur í sér að vera meðvitaður neytandi. 25.9.2008 16:16 Brown og Bush á neyðarfund Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands mun fara til neyðarfundar við George Bush í Washington á morgun til þess að ræða efnahagskreppuna sem nú tröllríður heiminum. 25.9.2008 16:01 Getur kallað til matsmenn vegna jarða á Fljótsdalshéraði Héraðsdómur Asturlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun geti kallað til matsmenn til að meta verðmæti jarðanna Brúar I og Brúar II á Fljótsdalshéraði. Jarðirnar voru nýttar við virkjun Jökulsár á Dal þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð. 25.9.2008 15:54 Sjá næstu 50 fréttir
Fresta framkvæmdum á landfyllingu til þess að ná sátt Bæjarráð Kópvogs hyggst fresta framkvæmdum á landfyllingu á Kársnesi til að ná sáttum við Reykjavíkurborg í málinu. Bæjarfulltrúi Kópavogs segir framkvæmdirnar þó ekki ógna lífríki Skerjafjarðar. 26.9.2008 12:42
Segir tollgæslu vaxa fiskur um hrygg við komandi breytingar „Hugmyndir um eitt tollumdæmi og skipulagsbreytingar í kjölfar slíkra breytinga hafa verið orðaðar við stjórn Tollvarðafélags Íslands,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson 26.9.2008 12:39
Vatnsréttindi ríkisins í Þjórsá ekki niðurfallin Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið og Landsvirkjun af kröfum landeiganda Skálmholtshrauns við Þjórsá um að viðurkennt yrði með dómi að eignarréttur ríkisins á vatnsréttindum í Þjórsá í landi Skálmsholtshrauns væri niðurfallinn. 26.9.2008 12:22
Vilja loka fyrir tekjulind Talibana Aðildarríki NATO eru að íhuga beiðni Bandaríkjamanna um að taka meiri þátt í að uppræta ópíumframleiðslu í Afganistan til þess að svipta Talibana sínum helsta tekjustofni. 26.9.2008 11:50
Eins og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og -sölu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að að smygla um 700 grömmum af kókaíni til landsins. 26.9.2008 11:42
Tókst að bjarga hraðfiskibátnum við Ægisgarð Nýlegur sjö tonna hraðfiskibátur var rétt sokkinn í Suðurbugtinni við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun. 26.9.2008 11:24
Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Umhverfisráðherra hefur ákveðið að rjúpnaveiðar verði heimilaðar fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga í nóvembermánuði í ár líkt og í fyrra. 26.9.2008 11:21
Fjármálastjórinn endurgreiddi féð Fyrrverandi fjármálastjóri Garðabæjar sem var uppvís í byrjun ágúst að hafa dregið sér 9,2 milljónir króna á nokkra mánaða tímibili hefur endurgreitt bæjarfélaginu féð. Maðurinn millifærði upphæðir úr bókhaldi bæjarins inn á eigin reikning. 26.9.2008 11:14
Veiðimet slegin víða í sumar Veiðimet hafa verið slegin í mörgum ám í sumar. Veiðin hefur verið best í ám á landinu sunnan og vestanverðu. Norðan og austanlands hefur veiðin heldur lakari, þó hún sé víða einnig ágæt á þeim svæðum. Í Borgarfirði og á Mýrum hefur hver áin eftir aðra verið að slá öll fyrri veiðimet, sum æði gömul, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Landssambands veiðifélaga. 26.9.2008 11:09
Réðust inn í flugvél til að ná í hryðjuverkamenn Víkingasveit þýsku lögreglunnar réðst í morgun til inngöngu í farþegaflugvél frá hollenska flugfélaginu KLM á flugvellinum í Köln og fjarlægði þaðan tvo menn. 26.9.2008 11:00
Trilla að sökkva í Reykjavíkurhöfn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn þar sem trilla er að sökkva. 26.9.2008 10:44
Lögregla með vakt við skóla sem hótað var í Finnlandi Lögregla stendur nú vakt við skóla í bænum Esbo, nágrannabæ Helsinki, eftir að hótun barst um ofbeldi gagnvart nemendum skólans. 26.9.2008 10:41
Kona á hægum batavegi eftir meinta árás eiginmanns Lögregla hefur ekki enn getað tekið skýrslu af konu sem lögð var inn á sjúkrahús í byrjun september en grunur leikur á að eiginmaður hennar hafi gengið í skrokk á henni á heimili þeirra. 26.9.2008 10:25
Dæmdur fyrir veskisþjófnað Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið veski af afgreiðsluborði í verslun á Akureyri. 26.9.2008 10:17
Norður-Kórea tilbúin til fyrirvaralausrar árásar Norður-Kórea er alvarleg ógnun við öryggi í Asíu. Stærsti hluti landhersins er við landamæri Suður-Kóreu og norðanmenn eru reiðubúnir að gera fyrirvaralausa árás. 26.9.2008 10:15
Varað við hálku og krapa Vegagerðin varar við krapa á á Öxnadalsheiði og þá er fólk er beðið að vera vakandi fyrir því að vegna lágs hitastigs gæti myndast hálka víðar, einkum á fjallvegum. 26.9.2008 10:05
Frakki týndist í Landmannalaugum - fannst í Grímsey Franski ferðamaðurinn, Fabien Boudry, sem leitað var að í alla nótt, fannst heill á húfi í Grímsey í morgun. Boudry lagði af stað frá Landmannalaugum 19. september eftir Laugavegi að Þórsmörk. 26.9.2008 09:40
Vatnsátöppunarverksmiðja opnuð í dag Vatnsátöppunarverksmiðja Icelandic Water Holdings, félags Jóns Ólafsssonar athafnamanns og Kristjáns sonar hans, verður opnuð með formlegum hætti í dag að viðstöddum þremur ráðherrum, iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. 26.9.2008 09:31
Rýmum fyrir aldraða fækkaði á milli ára Rýmum á dvalar- eða hjúkrunarheimilum fyrir aldraða fækkaði um 50 á milli áranna 2006 og 2007. Þar af fækkaði dvalarrýmum um 75 en hjúkrunarrýmum fjölgaði um 25. 26.9.2008 09:15
Ráðstöfunartekjur jukust um 13 prósent milli áranna 2006 og 2007 Ráðstöfunartekjur heimilanna eru taldar hafa aukist um rúm þrettán prósent í fyrra miðað við árið á undan eftir því sem segir á vef Hagstofunnar. 26.9.2008 09:05
Dönsk spilavíti berjast í bökkum Dönsk spilavíti berjast í bökkum eftir að reykingabann tók gildi á þarlendum veitingahúsum í fyrra og hafa æ fleiri lagt upp laupana. 26.9.2008 08:34
Unglingadrykkja tvöfaldast á milli grunn- og framhaldsskóla Áfengsineysla sextán ára unglinga meira en tvöfaldast frá því að þeir ljúka grunnskólanámi að vori og fram að fyrstu önn þeirra í framhaldsskóla, aðeins nokkrum mánuðum seinna. 26.9.2008 08:31
Kveikt í átta bílum í Kaupmannahöfn Kveikt var í fimm einkabílum og þremur vörubílum í úthverfi Kaupmannahafnar í nótt. Vitni sáu ungmenni þeysa um Ishøj-hverfið á mótorhjólum og kveikja í bílunum. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins en enginn hefur verið handtekinn enn sem komið er. 26.9.2008 08:28
Lúrðu í loftinu Tveir flugmenn flugfélagsins Go hafa verið leystir frá störfum tímabundið eftir að hafa sofið yfir sig og flogið fram hjá ákvörðunarstað á Hilo-flugvellinum á Hawaii. 26.9.2008 08:22
Á von á báðum frambjóðendum til Mississippi Ríkisstjóri Mississippi segir að hann eigi von á báðum forsetaframbjóðendunum, Barack Obama og John McCain, til kappræðnanna í Mississippi-háskóla í kvöld. 26.9.2008 08:19
Leit stendur yfir að frönskum ferðamanni Leit hefur staðið yfir í alla nótt að frönskum ferðamanni, Fabien Boudry, sem lagði af stað frá Landmannalaugum 19. september eftir Laugavegi að Þórsmörk. 26.9.2008 08:13
Sakfelldur fyrir að ætla að hálshöggva forsætisráðherrann Kanadískur dómstóll fann í gær tvítugan mann sekan um taka þátt í áætlun um árás á kanadíska þingið þar sem svo átti að höggva höfuðið af forsætisráðherranum Stephen Harper. 26.9.2008 07:19
Stýrihópur skoðar lausnir á húsnæðismarkaði Stýrihópur, sem velferðarráð Reykjavíkur ákvað í gær að skipa, á að skoða möguleika á skammtímalausnum á húsnæðismarkaði. 26.9.2008 07:14
Innbrot í Kópavogi Brotist var inn í íbúðarhús við Smáralind í Kópavogi í nótt og þaðan stolið fartölvu og eftilvill fleiru. Þjófurinn komst inn með því að spenna upp glugga, og komst hann óséður á brott og er nú leitað. 26.9.2008 07:08
Bush neitaði að gefa grænt ljós á árás á Íran George Bush gerði Ísraelum grein fyrir því síðastliðið vor að Bandaríkin myndu ekki gefa grænt ljós á loftárásir Ísraela á Íran. Þetta hefur breska blaðið The Guardian eftir háttsettum evrópskum diplómata. Í greininni er sagt að Ísraelar hafi íhugað "alvarlega" að gera árásir á svæði í Íran þar sem talið er að þeir séu að vinna að kjarnorkutilraunum. 25.9.2008 22:45
Óljóst um samkomulag um björgunarsjóð í Bandaríkjunum Enn er óljóst hvort samkomulag næst um í Bandaríkjunum um frumvarp um 700 milljarða dollara björgunarsjóð fyrir fjármálafyrirtæki landsins. 25.9.2008 22:38
Hart deilt á hitafundi í Frjálslynda flokknum „Ég verð að segja alveg eins og er að mér er nóg boðið,“ sagði Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokkinn. Hann gagnrýndi harðlega innra starf Frjálslynda flokksins á miklum hitafundi sem fram fór á Grand Hótel nú í kvöld. 25.9.2008 21:45
Enn einn fellybylurinn að myndast Enn einn hitabeltisstormurinn er nú að myndast á Atlantshafinu að því er sérfræðingar í Bandaríkjunum segja. Þessi er sá ellefti í röðinni það sem af er þessu tímabili og hefur hann fengið nafnið Kyle. Stormurinn er nú um eittþúsund kílómetra suð-suðvestur af Bermúda eyjaklasanum. 25.9.2008 21:03
Íslendingur setti hundasleða-heimsmet í Noregi Þorsteinn Sófusson, Íslendingur búsettur í Noregi, setti í dag heimsmet ásamt félögum sínum þegar þeir spenntu 57 sleðahunda fyrir dráttarvél og létu þá draga hana fjögurra kílómetra langa leið. Þorsteinn er mikill áhugamaður um sleðahundahlaup en nú er undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil í fullum gangi. 25.9.2008 20:46
Ekki hægt að bera saman Ríkislögreglustjóra og Jóhann R. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að líkja saman þeim breytingum sem orðið hafi á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og þeim sem orðið hafa á embætti Ríkislögreglustjóra í tíð Haraldar Johannesen. Þetta kom fram í Kastljósinu fyrr í kvöld þar sem Björn sat fyrir svörum. Hann sagði einnig að allt tal um að hann hafi lagt Jóhann R. Benediktssoní einelti væru alvarlegar ásakanir sem ekki ættu við rök að styðjast. 25.9.2008 20:16
Yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum: Björn gerði atlögu að Jóhanni Eyjólfur Kristjánsson, yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum sakar dómsmálaráðherra um að hafa gert atlögu að lögreglustjóranum og hrakið hann úr embætti. Dómsmálaráðherra segir þetta alrangt og eigi ekki við nokkur rök að styðjast. 25.9.2008 19:25
Rannsókn á morði Hrafnhildar að ljúka Lögregla í Dóminíska lýðveldinu er við það að ljúka rannsókn á morðinu á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur og sendir málið til saksóknara í dag eða á morgun. Ekki liggur fyrir hvort einn eða fleiri verða ákærðir fyrir morðið. 25.9.2008 18:45
Hækkun Orkuveitunnar vekur hörð viðbrögð Gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar ætlar að draga drjúgan dilk á eftir sér. Bæjarráð Kópavogs og Reykjavíkurborg eru komin í hár saman og verkalýðsforkólfar boða harkaleg átök á vinnumarkaði. 25.9.2008 18:29
Bílslys í Borgarfirði Maður slasaðist alvarlega við bæinn Refstað í Hálsasveit í Borgarfirðinum þegar bíll hans fór út af veginum um klukkan hálfþrjú í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn einn í bílnum og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Óljóst er um líðan hans að svo stöddu. 25.9.2008 17:57
Staðfest gæsluvarðhald yfir hústökufólki Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karli og konu sem grunuð eru um hústöku og innbrot á nokkrum stöðum á Norðurlandi. 25.9.2008 17:31
Nauðgari fékk skilorðsbundinn dóm vegna seinagangs lögreglu Hæstirettur þyngdi í dag refsingu um þrjá mánuði yfir fertugum karlmanni sem dæmdur var fyrir að hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar, áhrifa fíkniefna og svefndrunga. 25.9.2008 16:35
Kópavogur mótmælir okri Orkuveitunnar Kópavogsbær mótmælir harðlega ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um 10% hækkun á heitavatnsgjaldi. Tillaga þess efnir svar samþykkt einróma á fundi bæjarráðs fyrr í dag. 25.9.2008 16:29
Blásið til herferðar um neytendamál Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa ýtt úr vör herferð um neytendavitund sem miðar af því að efla meðvitund ungs fólks um neytendamál og kynna fyrir því hvað það felur í sér að vera meðvitaður neytandi. 25.9.2008 16:16
Brown og Bush á neyðarfund Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands mun fara til neyðarfundar við George Bush í Washington á morgun til þess að ræða efnahagskreppuna sem nú tröllríður heiminum. 25.9.2008 16:01
Getur kallað til matsmenn vegna jarða á Fljótsdalshéraði Héraðsdómur Asturlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun geti kallað til matsmenn til að meta verðmæti jarðanna Brúar I og Brúar II á Fljótsdalshéraði. Jarðirnar voru nýttar við virkjun Jökulsár á Dal þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð. 25.9.2008 15:54