Innlent

Ráðstöfunartekjur jukust um 13 prósent milli áranna 2006 og 2007

Ráðstöfunartekjur heimilanna eru taldar hafa aukist um rúm þrettán prósent í fyrra miðað við árið á undan eftir því sem segir á vef Hagstofunnar.

Þar kemur enn fremur fram að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist um tíu og hálft prósent á milli áranna og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um rúm fimm prósent. Þegar horft er til heildartekna heimilanna þá jukust þær um 15 prósent á milli áranna 2006 og 2007 og heildareigna- og tilfærsluútgjöld um 19 prósent.

Þá segir Hagstofan að frá árinu 1994 hafi ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um tæp tíu prósent á ári og að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og fjölgun landsmanna jókst kaupmáttur á mann um tæp 80 prósent frá árinu 1994 til 2007, eða að meðaltali um 4,6 prósent á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×