Erlent

Brown og Bush á neyðarfund

Óli Tynes skrifar
Hvíta húsið.
Hvíta húsið.

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands mun fara til neyðarfundar við George Bush í Washington á morgun til þess að ræða efnahagskreppuna sem nú tröllríður heiminum.

Brown er þessa stundina í New York þar sem hann hefur setið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um fátækt í heiminum.

Ætlunin var að hann sneri heim til Bretlands á morgun, en þeirri áætlun var breytt vegna stöðunnar á fjármálamörkuðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×