Innlent

Frakki týndist í Landmannalaugum - fannst í Grímsey

Franski ferðamaðurinn, Fabien Boudry, sem leitað var að í alla nótt, fannst heill á húfi í Grímsey í morgun. Boudry lagði af stað frá Landmannalaugum 19. september eftir Laugavegi að Þórsmörk.

Leit hófst að manninum þegar ferðaáætlun sem hann skyldi eftir hjá skálavörðum að Fjallabaki stóðst ekki. Um 20 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. Farið var í mannlausa skála og slóðar eknir og gengnir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×