Innlent

Eins og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og -sölu

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að að smygla um 700 grömmum af kókaíni til landsins og selja hluta efnanna.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa flutt efnin til landsins seint í desember í fyrra frá Danmörku og fyrir að hafa frá þeim tíma og fram undir lok janúar í ár drýgt efnið og selt hluta af því til fjölda fólks.

Lagði lögregla hald á um 580 grömm af kókaíni og um 800 þúsund krónur við húsleit heima hjá manninum og þar fann hún einnig rafstuðbyssu sem tekin var af honum. Maðurinn játaði brot sín og sagðist hafa flutt efnið inn frá Spáni fyrir annan mann sem hann vildi ekki nafngreina.

Maðurinn hafði ellefu sinnum áður hlotið refsingu en hefur nú farið í meðferð og vinnur hjá Samhjálp eftir því sem segir í dómnum. Með fíkniefnainnflutningnum og -sölunni rauf maðurinn hins vegar skilorð og þóttu ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×