Erlent

Réðust inn í flugvél til að ná í hryðjuverkamenn

Óli Tynes skrifar

Víkingasveit þýsku lögreglunnar réðst í morgun til inngöngu í farþegaflugvél frá hollenska flugfélaginu KLM á flugvellinum í Köln og fjarlægði þaðan tvo menn.

Þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að granda vélinni í sjálfsmorðsárás. Annar maðurinn var Sómali en hinn þýskur ríkisborgari ættaður frá Sómalíu.

Mennirnir höfðu meðal annars skilið eftir sig kveðjubréf þar sem þeir lýstu þeirri ósk sinni að deyja sem píslarvottar í hinu heilaga stríði múslima.

Þýskla lögreglan hefur jafnframt lýst eftir tveim öðrum nafngreindum mönnum sem eru taldir vera að undirbúa hryðjuverkaárás í Þýskalandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×