Innlent

Dæmdur fyrir veskisþjófnað

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið veski af afgreiðsluborði í verslun á Akureyri. Í veskinu voru peningar, persónuskilríki og greiðslukort.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi en hann hafði ítrekað komið við sögu lögreglu áður vegna þjófnaða. Var tekið tillit til þess og dómur frá því í mars í fyrra tekinn upp og ákærða gerð refsing í einu lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×