Erlent

Óljóst um samkomulag um björgunarsjóð í Bandaríkjunum

Frá fundi leiðtoganna í kvöld.
Frá fundi leiðtoganna í kvöld. MYND/AP

Enn er óljóst hvort samkomulag næst um í Bandaríkjunum um frumvarp um 700 milljarða dollara björgunarsjóð fyrir fjármálafyrirtæki landsins.

Forsetaframbjóðendurnir Barack Obama og John McCain funduðu í kvöld með Bush Bandaríkjaforseta, Cheney vararforseta og leiðtogum Bandaríkjaþings um málið en báðir frambjóðendur yfirgáfu Hvíta húsið án þess að ræða við blaðamenn.

CNN-fréttastöðin hefur eftir Richard Shelby, öldungardeildarþingmanni repúblikana í Alamba, sem sat fundinn, að samkomulag um frumvarpið hafi ekki náðst og þá gagnrýndi Chris Dodd, öldungardeildarþingmaður demókrata í Connecticut, John McCain, fyrir framlag hans á fundinum.

Bush hafði sagt fyrir fundinn að samkomulag myndi nást fljótt og fyrr í dag bárust fréttir af því að samkomulag væri að nást. Meðal þess sem deilt hefur verið um er að fjármálaráðherrann Henry Paulson fái alræðisvald yfir björgunarsjóðnum og þá hafa menn viljað sjá hámarkslaun fyrir forstöðumenn þeirra fyrirtækja sem ætlunin er að bjarga með sjóðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×