Fleiri fréttir Rafbúnaði á áningastöðum húsbíla verulega ábótavant Frágangi rafbúnaðar á áningastöðum húsbíla og hjólhýsa er mjög ábótavant í fjölda tilvika, samkvæmt könnumn öryggissviðs Neytendastofu. 24.7.2008 09:20 Olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu 90 milljarðar tunna Talið er að óunnar olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu nemi um 90 milljörðum tunna. 24.7.2008 07:56 Segja makrílveiðarnar löglegar en siðlausar Makrílveiðar Íslendinga eru siðlausar þótt þær séu löglegar. Þetta er auk þess andstyggileg aðferð til að neyða önnur lönd til að veita Íslendingum hlutdeild í makrílkvótanum á Atlantshafi, segir leiðarahöfundur norska blaðsins Fiskeribladet-Fiskaren. 24.7.2008 07:52 Dolly veldur usla í Texas og Mexíkó Fellibylurinn Dolly hefur nú tekið land í Texas og Mexíkó en samhliða því hefur dregið töluvert úr styrk hans og er Dolly nú aftur flokkaður sem hitabeltisstormur. 24.7.2008 07:49 Frakkar afnema 35 stunda vinnuviku Þrjátíu og fimm stunda vinnuvika heyrir nú sögunni til í Frakklandi. 24.7.2008 07:37 Vatnsmelónur virka jafnvel og Viagra Ný rannsókn leiðir í ljós að það virkar álíka vel fyrir ástarlífið að borða vatnsmelónur eins og að taka inn Viagra. 24.7.2008 07:28 Flugdrekaslys í Nýja dal á Sprengisandsleið Björgunarsveitarmaður úr hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar slasaðist þegar flugdreki, sem hann sveif í, féll til jarðar við Nýja dal á Sprengisandsleið seint í gærkvöldi. 24.7.2008 07:25 Eignaspjöll voru unnin á Háteigskirkju í nótt Eignaspjöll voru unnin á Háteigskirkju og leikskóla í Árbæ í nótt. Í báðum tilvikum voru rúður brotnar og í báðum tilvikum komust skemmdarvargarnir undan. 24.7.2008 07:22 Kínverjum sagt hvað ekki má ræða við Olympíufara Kínversk stjórnvöld hafa hengt upp veggspjöld um alla Beijing borg með fyrirmælum til borgarbúa um þau málefni sem þeir mega alls ekki ræða við gesti og keppendur á komandi Olympíuleikum. 24.7.2008 07:18 Yfir 200 skjálftar mældust við Grímsey í nótt Yfir tvö hundruð jarðskjálftar hafa mælst í hafinu austur af Grímsey í nótt, en þar hófst ný skjálftahrina laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi með skjálfta upp á fjóra komma sjö á Richter. 24.7.2008 07:16 Kjartan ekki hættur við Bitruvirkjun „Ekki hefur verið hætt við Bitruvirkjun heldur undirbúningi hætt meðan málið er skoðað betur,“ segir Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 24.7.2008 00:01 Segja Fox fréttastofuna rasista Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan skrifstofur Fox sjónvarpsstofunnar til þess að mótmæla fréttatflutningi stöðvarinnar sem hópurinn telur yfirfullan af rasisma, m.a. í garð Barack Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. 23.7.2008 23:20 Jörð heldur áfram að titra við Grímsey Enn einn skjálftinn varð austnorðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan 21 í kvöld, nú af stærðinni 4,8 á Richter. Fyrr í kvöld varð annar skjálfti á svæðinu sem mældist 4,7 á Richter. 23.7.2008 22:30 Fellibylurinn Dolly kominn upp á land við Texas og Mexíkó Fellibylurinn Dolly er nú kominn upp á land við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna sem liggja að Mexíkóflóa. Vindhraðinn nær mest upp í rúmlega 160 kílómetra hraða á klukkustund. 23.7.2008 22:07 Jarðskjálfti upp á um fimm á Richter við Grímsey Jarðskjálfti af stærð um fimm á Richter varð lukkan 18.36, um fjórtán kílómetra austnorðaustan af Grímsey eða á svipuðum slóðum og virknin hefur verið hvað mest í dag. 23.7.2008 20:29 Réðst með hníf á forstöðumann áfangaheimilis Fréttastofa Sjónvarps greindi frá því í kvöldfréttum sínum nú fyrir stuttu að íbúi á áfangaheimili Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík hafi ráðist með hníf á forstöðumann heimilisins og stungið hann þrisvar sinnum. 23.7.2008 20:01 Bílþjófar sífellt betur útbúnir Bílaþjófar eru sífellt betur útbúnir. Dæmi eru um að þjófar hafi tekið allt nýtilegt úr stolinni bifreið og skilið einungis flakið eftir. Á Íslandi er að meðaltali brotist inn í einn bíl á dag samkvæmt afbrotatölfræðir ríkislögreglustjóra. 23.7.2008 19:29 Iceland Express fá tvær Boeing 737-700 vélar Iceland Express mun í september taka í notkun tvær Boeing 737-700 flugvélar. Vélarnar eru mun sparneytnari og umhverfisvænni en þær flugvélar sem félagið hefur fram að þessu notað í millilandaflugi og eyða allt að 40% minna eldsneyti á hvern flugtíma en þær vélar sem félagið er nú með í notkun. 23.7.2008 19:09 Fjármálaráðherra fagnar gagnrýni flokksbræðra sinna Fjármálaráðherra fagnar gagnrýni þeirra Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar á efnahags- og peningastefnu stjórnvalda. Illugi segir gagnrýninni ekki beint sérstaklega að forystu Sjálfstæðisflokksins. 23.7.2008 18:57 Hjúkrunarfræðingar staðfesta samning Félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga staðfestu kjarasamning milli félagsins og ríkisins frá 9. júlí, síðastliðnum, með 91% greiddra atkvæða. 23.7.2008 18:31 Samið í fyrsta sinn fyrir starfsfólk í ákvæðisvinnu við beitningu Starfsgreinasambandið og Landssamband smábátaeigenda, fyrir hönd starfsfólks í ákvæðisvinnu við beitningu, hefur verið samþykktur af báðum aðilum. Þetta er í fyrsta sinn sem samið er fyrir þennan hóp launafólks. 23.7.2008 18:09 Gallabuxur varna ekki nauðgun Fyrir níu árum síðan komst hæstiréttur Ítalíu við litla hrifiningu að þeirri niðurstöðu að það væri ómögulegt að nauðga konu í gallabuxum. Enda þótti ljóst að enginn gæti klætt konu úr þeim fatnaði án hennar samþykkis. 23.7.2008 17:05 Eldsneytisverð hefur lækkað um 2 krónur Skeljungur, Olís og Orkan hafa lækkað verð á eldsneyti um tvær krónur í dag . N1 hefur ekki lækkað verð í dag og segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, að þar á bæ vilji menn bíða og sjá til hvað gerist. 23.7.2008 16:21 Allt í lagi þó andarungar drepist Hundruðir Sílamáva eru komnir aftur á tjörnina en fyrr í sumar voru aðeins um 20 mávar á því svæði. Æti þeirra á sjó úti hefur að öllum líkindum brugðist að sögn Gunnars Þórs Hallgrímsson líffræðings. Sílamávurinn gæti haft áhrif á afkomu unganna við tjörnina. 23.7.2008 16:17 Hefur skilning og pólitískt þor Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni, segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. 23.7.2008 16:09 Harður jarðskjálfti skekur Japan Jarðskjálfti upp á 6,8 á Richterkvarða skók norðurhluta Japans fyrr í dag. Skjálftinn varð á 107 kílómetra dýpi 64 kílómetra austur af borginni Morioka á stærstu eyjunni Honsu. Kjarnakljúfum í stóru kjarnorkuveri á svæðinu var lokað um tíma eftir skjálftann, en þeir eru komnir í fullan gang aftur. Ekki er vitað um slys á fólki, og segja yfirvöld í Japan enga hættu á því að skjálftinn geti valdið fljóðbylgju. 23.7.2008 16:06 Nýr mannauðsstjóri Mosfellsbæjar Sigríður Indriðadóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðsstjóra Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bænum. 23.7.2008 15:19 Hasspabbinn hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem handtekinn var ásamt konu sinni fyrr í vikunni í Reykjanesbæ með 180 grömm af hassplöntum hefur áður komið við sögu lögreglunnar, að sögn Jóhanns Benediktssonar lögreglustjóra. 23.7.2008 15:18 Sigurður G. fær ekki að verja Jón Ólafs Kröfu Jóns Ólafssonar athafnamanns um að Sigurður G. Guðjónsson yrði skipaður verjandi hans var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Við þingfestingu ákærunnar í málinu fyrir skömmu fór saksóknari fram á að Sigurður yrði ekki skipaður verjandi, þar sem hann kynni að verða kallaður til sem vitni í málinu. 23.7.2008 14:49 Þriðjungur ók of hratt Ríflega þriðjungur ökumanna ók yfir leyfilegum hámarkshraða á höfuðborgarsvæðinu frá mars fram í júlí á vegarköflum þar sem mikið hefur verið um slys. 23.7.2008 14:48 Færeyingur ólmur yfir veflottói Færeyskur netverji úthúðar fjárhættuspilinu Free Lotto sem hann telur vera svik og pretti. Fyrirbæri þetta gengur út á að tölvupóstur er sendur á netfang viðkomandi og tilkynnt um að hann eigi milljónavinning, og jafnvel fleiri en einn, í vændum, gefi hann aðeins upp kortanúmer svo greiða megi reikninginn. 23.7.2008 14:28 Tjaldvagnar seljast vel í kreppunni Tjaldvagnar og fellihýsi seljast vel þrátt fyrir þá efnahagslægð sem verið hefur hér á landi. Bæði Arnar Barðdal hjá Víkurverkum og Björgvin Barðdal hjá Seglagerðinni Ægi segja söluna betri en von var á. Salan er þó ekki jafnmikil og síðasta sumar en þá varð sprenging í sölu tjaldvagna og fellihýsa. 23.7.2008 13:39 Jarðskjálftahrina austan við Grímsey Jarðskjálftahrina hófst um 16 kílómetra austan við Grímsey klukkan rúmlega hálf eitt í hádeginu. Skjálftar af stærðinni 3,1 og 4,1 stig á Richter mældust og minni eftirskjálftar. Skjálftanna varð meðal annars vart í Svarfaðadal. 23.7.2008 13:33 Tilraunir NASA byggðar á líkum Bandaríska geimferðastofnunin NASA notar mannslík við prófanir á nýja Orion-geimfarinu sem ætlað er að flytja menn til tunglsins að nýju árið 2020. Þrjú lík voru notuð við tilraunir við Ohio State-háskólann 23.7.2008 13:29 Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23.7.2008 12:58 Hóteleigandi brjálaður út í borgina Hóteleigandi við Skólavörðustíg stakk upp á því að Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, kæmi og bæði viðskiptavini sína afsökunar á því að vatn var tekið af hótelinu í gær og afhenti þeim um leið miða í Sundhöllina. 23.7.2008 12:48 Erfitt að slíta ungabarn frá óregluforeldrum Aðstæður og aldur barns ráða miklu þegar tekin er ákvörðun til þess hvort taka eigi barn af foreldrum í tilfelli sem því þegar par með fjögurra mánaða gamalt barn var tekið með 180 grömm af hassplötum í fyrradag. 23.7.2008 11:55 Deilt um handtöku „slátrarans frá Bosníu“ Slátrarinn frá Bosníu svonefndi, Radovan Karadzic, mun áfrýja serbneskum dómsúrskurði um framsal til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Þetta segir verjandi Karadzic, Sveta Vujacic 23.7.2008 11:47 Meintir innbrotsþjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir menn voru úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í gær. Mennirnir voru handteknir á mánudag ásamt tveimur öðrum mönnum vegna þriggja innbrota í Hafnarfirði og Garðabæ. 23.7.2008 11:43 Pjakkur tekinn af lífi eftir að hafa bitið konu Dobermanhundurinn Pjakkur slapp frá eiganda sínum í Hveragerði þann 4.júlí. Einum og hálfum tíma síðar var búið að lóga hundinum. Pjakkur hafði í millitíðinni ráðist á konu í bænum og bitið. Konan hlaut skurð eftir árásina. Eigandinn er ósáttur en lögregla segir þetta eðlilegar verklagsreglur. Kvartað hafði verið undan Pjakki áður, og hann því talinn hættulegur. 23.7.2008 11:33 Gæsluvarðhald yfir Hollendingnum og Þorsteini framlengt um þrjár vikur Gæsluvarðhald yfir umboðsmanninum og tónleikahaldaranum Þorsteini Kragh var framlengt nú fyrir stundu um þrjár vikur. Þorsteinn var handtekinn fyrir skömmu í tengslum við smygl á um 190 kílóum af hassi sem Hollendingur var gripinn með um borð í Norrænu. 23.7.2008 11:08 Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23.7.2008 10:37 Íslenskur fiskur lítið mengaður Fiskur veiddur á Íslandsmiðum inniheldur afar lítið magn af lífrænum mengunarefnum samanborið við viðmið sem önnur Evrópulöndin hafa viðurkennt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matís sem sýnir niðurstöður mælinga á magni eitraðra mengunarefna í íslenskum sjávarafurðum á árinu 2006. 23.7.2008 10:10 Krefjast lengra gæsluvarðhalds yfir Þorsteini og Hollendingnum Gæsluvarðhald yfir Þorsteini Kragh og aldraða Hollendingnum sem grunaðir eru um aðild að smygli á um 190 kílóum af hassi með Norrænu til landsins rennur út í dag. 23.7.2008 10:00 Stór jarðskjálfti í Öxarfirði Klukkan 8:17 í morgun varð jarðskjálfti af stærð um 3,5 á richter í Öxarfirði, um 17 km vestsuðvestan við Kópasker. 23.7.2008 09:02 Sjá næstu 50 fréttir
Rafbúnaði á áningastöðum húsbíla verulega ábótavant Frágangi rafbúnaðar á áningastöðum húsbíla og hjólhýsa er mjög ábótavant í fjölda tilvika, samkvæmt könnumn öryggissviðs Neytendastofu. 24.7.2008 09:20
Olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu 90 milljarðar tunna Talið er að óunnar olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu nemi um 90 milljörðum tunna. 24.7.2008 07:56
Segja makrílveiðarnar löglegar en siðlausar Makrílveiðar Íslendinga eru siðlausar þótt þær séu löglegar. Þetta er auk þess andstyggileg aðferð til að neyða önnur lönd til að veita Íslendingum hlutdeild í makrílkvótanum á Atlantshafi, segir leiðarahöfundur norska blaðsins Fiskeribladet-Fiskaren. 24.7.2008 07:52
Dolly veldur usla í Texas og Mexíkó Fellibylurinn Dolly hefur nú tekið land í Texas og Mexíkó en samhliða því hefur dregið töluvert úr styrk hans og er Dolly nú aftur flokkaður sem hitabeltisstormur. 24.7.2008 07:49
Frakkar afnema 35 stunda vinnuviku Þrjátíu og fimm stunda vinnuvika heyrir nú sögunni til í Frakklandi. 24.7.2008 07:37
Vatnsmelónur virka jafnvel og Viagra Ný rannsókn leiðir í ljós að það virkar álíka vel fyrir ástarlífið að borða vatnsmelónur eins og að taka inn Viagra. 24.7.2008 07:28
Flugdrekaslys í Nýja dal á Sprengisandsleið Björgunarsveitarmaður úr hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar slasaðist þegar flugdreki, sem hann sveif í, féll til jarðar við Nýja dal á Sprengisandsleið seint í gærkvöldi. 24.7.2008 07:25
Eignaspjöll voru unnin á Háteigskirkju í nótt Eignaspjöll voru unnin á Háteigskirkju og leikskóla í Árbæ í nótt. Í báðum tilvikum voru rúður brotnar og í báðum tilvikum komust skemmdarvargarnir undan. 24.7.2008 07:22
Kínverjum sagt hvað ekki má ræða við Olympíufara Kínversk stjórnvöld hafa hengt upp veggspjöld um alla Beijing borg með fyrirmælum til borgarbúa um þau málefni sem þeir mega alls ekki ræða við gesti og keppendur á komandi Olympíuleikum. 24.7.2008 07:18
Yfir 200 skjálftar mældust við Grímsey í nótt Yfir tvö hundruð jarðskjálftar hafa mælst í hafinu austur af Grímsey í nótt, en þar hófst ný skjálftahrina laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi með skjálfta upp á fjóra komma sjö á Richter. 24.7.2008 07:16
Kjartan ekki hættur við Bitruvirkjun „Ekki hefur verið hætt við Bitruvirkjun heldur undirbúningi hætt meðan málið er skoðað betur,“ segir Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 24.7.2008 00:01
Segja Fox fréttastofuna rasista Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan skrifstofur Fox sjónvarpsstofunnar til þess að mótmæla fréttatflutningi stöðvarinnar sem hópurinn telur yfirfullan af rasisma, m.a. í garð Barack Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. 23.7.2008 23:20
Jörð heldur áfram að titra við Grímsey Enn einn skjálftinn varð austnorðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan 21 í kvöld, nú af stærðinni 4,8 á Richter. Fyrr í kvöld varð annar skjálfti á svæðinu sem mældist 4,7 á Richter. 23.7.2008 22:30
Fellibylurinn Dolly kominn upp á land við Texas og Mexíkó Fellibylurinn Dolly er nú kominn upp á land við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna sem liggja að Mexíkóflóa. Vindhraðinn nær mest upp í rúmlega 160 kílómetra hraða á klukkustund. 23.7.2008 22:07
Jarðskjálfti upp á um fimm á Richter við Grímsey Jarðskjálfti af stærð um fimm á Richter varð lukkan 18.36, um fjórtán kílómetra austnorðaustan af Grímsey eða á svipuðum slóðum og virknin hefur verið hvað mest í dag. 23.7.2008 20:29
Réðst með hníf á forstöðumann áfangaheimilis Fréttastofa Sjónvarps greindi frá því í kvöldfréttum sínum nú fyrir stuttu að íbúi á áfangaheimili Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík hafi ráðist með hníf á forstöðumann heimilisins og stungið hann þrisvar sinnum. 23.7.2008 20:01
Bílþjófar sífellt betur útbúnir Bílaþjófar eru sífellt betur útbúnir. Dæmi eru um að þjófar hafi tekið allt nýtilegt úr stolinni bifreið og skilið einungis flakið eftir. Á Íslandi er að meðaltali brotist inn í einn bíl á dag samkvæmt afbrotatölfræðir ríkislögreglustjóra. 23.7.2008 19:29
Iceland Express fá tvær Boeing 737-700 vélar Iceland Express mun í september taka í notkun tvær Boeing 737-700 flugvélar. Vélarnar eru mun sparneytnari og umhverfisvænni en þær flugvélar sem félagið hefur fram að þessu notað í millilandaflugi og eyða allt að 40% minna eldsneyti á hvern flugtíma en þær vélar sem félagið er nú með í notkun. 23.7.2008 19:09
Fjármálaráðherra fagnar gagnrýni flokksbræðra sinna Fjármálaráðherra fagnar gagnrýni þeirra Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar á efnahags- og peningastefnu stjórnvalda. Illugi segir gagnrýninni ekki beint sérstaklega að forystu Sjálfstæðisflokksins. 23.7.2008 18:57
Hjúkrunarfræðingar staðfesta samning Félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga staðfestu kjarasamning milli félagsins og ríkisins frá 9. júlí, síðastliðnum, með 91% greiddra atkvæða. 23.7.2008 18:31
Samið í fyrsta sinn fyrir starfsfólk í ákvæðisvinnu við beitningu Starfsgreinasambandið og Landssamband smábátaeigenda, fyrir hönd starfsfólks í ákvæðisvinnu við beitningu, hefur verið samþykktur af báðum aðilum. Þetta er í fyrsta sinn sem samið er fyrir þennan hóp launafólks. 23.7.2008 18:09
Gallabuxur varna ekki nauðgun Fyrir níu árum síðan komst hæstiréttur Ítalíu við litla hrifiningu að þeirri niðurstöðu að það væri ómögulegt að nauðga konu í gallabuxum. Enda þótti ljóst að enginn gæti klætt konu úr þeim fatnaði án hennar samþykkis. 23.7.2008 17:05
Eldsneytisverð hefur lækkað um 2 krónur Skeljungur, Olís og Orkan hafa lækkað verð á eldsneyti um tvær krónur í dag . N1 hefur ekki lækkað verð í dag og segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, að þar á bæ vilji menn bíða og sjá til hvað gerist. 23.7.2008 16:21
Allt í lagi þó andarungar drepist Hundruðir Sílamáva eru komnir aftur á tjörnina en fyrr í sumar voru aðeins um 20 mávar á því svæði. Æti þeirra á sjó úti hefur að öllum líkindum brugðist að sögn Gunnars Þórs Hallgrímsson líffræðings. Sílamávurinn gæti haft áhrif á afkomu unganna við tjörnina. 23.7.2008 16:17
Hefur skilning og pólitískt þor Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni, segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. 23.7.2008 16:09
Harður jarðskjálfti skekur Japan Jarðskjálfti upp á 6,8 á Richterkvarða skók norðurhluta Japans fyrr í dag. Skjálftinn varð á 107 kílómetra dýpi 64 kílómetra austur af borginni Morioka á stærstu eyjunni Honsu. Kjarnakljúfum í stóru kjarnorkuveri á svæðinu var lokað um tíma eftir skjálftann, en þeir eru komnir í fullan gang aftur. Ekki er vitað um slys á fólki, og segja yfirvöld í Japan enga hættu á því að skjálftinn geti valdið fljóðbylgju. 23.7.2008 16:06
Nýr mannauðsstjóri Mosfellsbæjar Sigríður Indriðadóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðsstjóra Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bænum. 23.7.2008 15:19
Hasspabbinn hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem handtekinn var ásamt konu sinni fyrr í vikunni í Reykjanesbæ með 180 grömm af hassplöntum hefur áður komið við sögu lögreglunnar, að sögn Jóhanns Benediktssonar lögreglustjóra. 23.7.2008 15:18
Sigurður G. fær ekki að verja Jón Ólafs Kröfu Jóns Ólafssonar athafnamanns um að Sigurður G. Guðjónsson yrði skipaður verjandi hans var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Við þingfestingu ákærunnar í málinu fyrir skömmu fór saksóknari fram á að Sigurður yrði ekki skipaður verjandi, þar sem hann kynni að verða kallaður til sem vitni í málinu. 23.7.2008 14:49
Þriðjungur ók of hratt Ríflega þriðjungur ökumanna ók yfir leyfilegum hámarkshraða á höfuðborgarsvæðinu frá mars fram í júlí á vegarköflum þar sem mikið hefur verið um slys. 23.7.2008 14:48
Færeyingur ólmur yfir veflottói Færeyskur netverji úthúðar fjárhættuspilinu Free Lotto sem hann telur vera svik og pretti. Fyrirbæri þetta gengur út á að tölvupóstur er sendur á netfang viðkomandi og tilkynnt um að hann eigi milljónavinning, og jafnvel fleiri en einn, í vændum, gefi hann aðeins upp kortanúmer svo greiða megi reikninginn. 23.7.2008 14:28
Tjaldvagnar seljast vel í kreppunni Tjaldvagnar og fellihýsi seljast vel þrátt fyrir þá efnahagslægð sem verið hefur hér á landi. Bæði Arnar Barðdal hjá Víkurverkum og Björgvin Barðdal hjá Seglagerðinni Ægi segja söluna betri en von var á. Salan er þó ekki jafnmikil og síðasta sumar en þá varð sprenging í sölu tjaldvagna og fellihýsa. 23.7.2008 13:39
Jarðskjálftahrina austan við Grímsey Jarðskjálftahrina hófst um 16 kílómetra austan við Grímsey klukkan rúmlega hálf eitt í hádeginu. Skjálftar af stærðinni 3,1 og 4,1 stig á Richter mældust og minni eftirskjálftar. Skjálftanna varð meðal annars vart í Svarfaðadal. 23.7.2008 13:33
Tilraunir NASA byggðar á líkum Bandaríska geimferðastofnunin NASA notar mannslík við prófanir á nýja Orion-geimfarinu sem ætlað er að flytja menn til tunglsins að nýju árið 2020. Þrjú lík voru notuð við tilraunir við Ohio State-háskólann 23.7.2008 13:29
Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23.7.2008 12:58
Hóteleigandi brjálaður út í borgina Hóteleigandi við Skólavörðustíg stakk upp á því að Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, kæmi og bæði viðskiptavini sína afsökunar á því að vatn var tekið af hótelinu í gær og afhenti þeim um leið miða í Sundhöllina. 23.7.2008 12:48
Erfitt að slíta ungabarn frá óregluforeldrum Aðstæður og aldur barns ráða miklu þegar tekin er ákvörðun til þess hvort taka eigi barn af foreldrum í tilfelli sem því þegar par með fjögurra mánaða gamalt barn var tekið með 180 grömm af hassplötum í fyrradag. 23.7.2008 11:55
Deilt um handtöku „slátrarans frá Bosníu“ Slátrarinn frá Bosníu svonefndi, Radovan Karadzic, mun áfrýja serbneskum dómsúrskurði um framsal til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Þetta segir verjandi Karadzic, Sveta Vujacic 23.7.2008 11:47
Meintir innbrotsþjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Tveir menn voru úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í gær. Mennirnir voru handteknir á mánudag ásamt tveimur öðrum mönnum vegna þriggja innbrota í Hafnarfirði og Garðabæ. 23.7.2008 11:43
Pjakkur tekinn af lífi eftir að hafa bitið konu Dobermanhundurinn Pjakkur slapp frá eiganda sínum í Hveragerði þann 4.júlí. Einum og hálfum tíma síðar var búið að lóga hundinum. Pjakkur hafði í millitíðinni ráðist á konu í bænum og bitið. Konan hlaut skurð eftir árásina. Eigandinn er ósáttur en lögregla segir þetta eðlilegar verklagsreglur. Kvartað hafði verið undan Pjakki áður, og hann því talinn hættulegur. 23.7.2008 11:33
Gæsluvarðhald yfir Hollendingnum og Þorsteini framlengt um þrjár vikur Gæsluvarðhald yfir umboðsmanninum og tónleikahaldaranum Þorsteini Kragh var framlengt nú fyrir stundu um þrjár vikur. Þorsteinn var handtekinn fyrir skömmu í tengslum við smygl á um 190 kílóum af hassi sem Hollendingur var gripinn með um borð í Norrænu. 23.7.2008 11:08
Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23.7.2008 10:37
Íslenskur fiskur lítið mengaður Fiskur veiddur á Íslandsmiðum inniheldur afar lítið magn af lífrænum mengunarefnum samanborið við viðmið sem önnur Evrópulöndin hafa viðurkennt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matís sem sýnir niðurstöður mælinga á magni eitraðra mengunarefna í íslenskum sjávarafurðum á árinu 2006. 23.7.2008 10:10
Krefjast lengra gæsluvarðhalds yfir Þorsteini og Hollendingnum Gæsluvarðhald yfir Þorsteini Kragh og aldraða Hollendingnum sem grunaðir eru um aðild að smygli á um 190 kílóum af hassi með Norrænu til landsins rennur út í dag. 23.7.2008 10:00
Stór jarðskjálfti í Öxarfirði Klukkan 8:17 í morgun varð jarðskjálfti af stærð um 3,5 á richter í Öxarfirði, um 17 km vestsuðvestan við Kópasker. 23.7.2008 09:02