Erlent

Fellibylurinn Dolly kominn upp á land við Texas og Mexíkó

SHA skrifar
Dolly blæs í Mexíkó.
Dolly blæs í Mexíkó. MYND/Reuters

Fellibylurinn Dolly er nú kominn upp á land við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna sem liggja að Mexíkóflóa. Vindhraðinn nær mest upp í rúmlega 160 kílómetra hraða á klukkustund.

Þök hafa rifnað af húsum og rafmagnsleiðslur rofnað sem gerir það að verkum að ríflega tólf þúsund manns eru án rafmagns.

Mikið vatnsveður fylgir einnig bylnum og líklegt er talið að hann muni orsaka flóð í Rio Grande fljótinu.

Íbúar svæðisins eru hvattir til að yfirgefa heimili sín og hefur fjölmörgum neyðarskýlum verið komið upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×