Innlent

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Séð yfir Grímsey.
Séð yfir Grímsey.

Jarðskjálftahrina hófst um 16 kílómetra austan við Grímsey klukkan rúmlega hálf eitt fyrr í dag. Skjálftar af stærðinni 3,1 og 4,1 stig á richter mældust og minni eftirskjálftar. Skjálftanna varð meðal annars vart í Svarfaðadal.

Klukkan átta í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 3,5 á richter í Öxarfirði, um 17 km vestsuðvestan við Kópasker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×