Fleiri fréttir Björgvin G hitti sænskan kollega sinn Málefni Norðurlandaráðs og framtíð norræns samstarfs voru efst á baugi þegar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fundaði með sænska samstarfsráðherranum Cristinu Husmark Pehrsson í gær. 25.7.2008 10:52 Rann í hálku og fékk fjórar milljónir frá ríkinu Kona sem var við vinnu á Heilbrigðisstofnun Selfoss árið 2003 fékk dæmdar tæpar fjórar milljónir frá íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan fór í mál við ríkið eftir að hún hlaut áverka á fæti við vinnu. 25.7.2008 10:29 Enn leitað í Esjunni Maðurinn sem leitað hefur verið að í Esjunni frá því um hádegisbil í gær er enn ekki fundinn. Að sögn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar eru nú um 30 manns við leit með hunda. 25.7.2008 10:27 Boeing 747-400 nauðlenti á Filippseyjum Farþegaþota frá Qantas flugfélagilnu nauðlenti á Filippseyjum í morgun eftir að stórt gat kom skyndilega á skrokk vélarinnar og loftþrýstingur féll í farþegarýminu. 25.7.2008 09:45 Saving Iceland vöktu Friðrik Sophusson Um níuleytið í morgun fóru 30 meðlimir úr Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar að Háaleitisbraut 68 og trufluðu þar vinnu. 25.7.2008 09:35 Veðjað á klak hænueggja á vefnum Veðmálafíklar hafa nú fundið nýstárlega leið til að svala þörfum sínum. Þeir veðja nú á hvaða egg muni klekjast fyrst út. 25.7.2008 08:13 Lífslíkur HIV-smitaðra hafa aukist um 13 ár Lífslíkur þeirra sem smitaðir eru af HIV-veirunni hafa aukist um 13 ár frá því á miðjum síðasta áratug. Þetta er einkum nýjum lyfjum gegn sjúkdóminum að þakka. 25.7.2008 08:06 Libýa stöðvar olíuútflutning til Sviss Stjórnvöld í Líbýu hafa stöðvað allan olíuútflutning til Sviss til að mótmæla handtöku svissnesku lögreglunnar á Hannibal Gaddafi yngsta syni Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu. 25.7.2008 08:01 Ölvaður ökumaður reyndist án bílprófs Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ölvaðan ökumann í Keflavík í gærkvöldi og reyndist hann aldrei hafa tekið bílpróf. 25.7.2008 07:56 Enn eitt áfallið fyrir Gordon Brown í aukakosningum Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands varð fyrir enn einu áfallinu í morgun þegar eitt af öruggustu þingsætum Verkamannaflokksins á Bretlandi féll í hendur Skoska þjóðernisflokksins í aukakosningum. 25.7.2008 07:51 Mikið grjóthrun undir Eyjafjöllum Mikið grjóthrun varð úr fjallshlíð undir Eyjafjöllum í gærkvöldi og olli það meðal annars skemmdum á Suðurlandsvegi, þar sem umferð tepptist þar til grjót hafði verið rutt af honum. 25.7.2008 07:41 Farc-skæruliðar sleppa átta gíslum Farc-skæruliðasamtökin í Kólombíu hafa leyst úr haldi 8 af 10 gíslum sem þeir rændu í síðustu viku. Reiknað er með að Farc muni krefjast lausnargjald fyrir þá tvo sem eftir eru. 25.7.2008 07:38 Sakar Karzai um að hindra aðgerðir fíkniefnalögreglu Fyrrum yfirmaður í bandarísku fikniefnalögreglunni segir að Hamid Karzai forseti Afganistan hindri aðgerðir lögreglunnar til að draga úr eiturlyfjavandamálum landsins. 25.7.2008 07:36 Yfir 20 á slysadeild eftir hópslagsmál í flóttamannamiðstöð Flytja þurfti 21 á slysadeild eftir hópslagsmál á flóttamannamiðstöð í bænum Valer sem er um það bil 100 kílómetra norðaustur af Osló í Noregi. 25.7.2008 07:24 Árangurslaus leit að nakta manninum í Esjunni í nótt Fimmtíu til sextíu björgunarsveitarmenn leituðu án árangurs í alla nótt á Esjunni að nakta manninum, sem sást í hlíðum fjallsins í gær. 25.7.2008 06:59 50 til 60 leita í nótt – Aðgerðir aftur af stað á fullum þunga er birtir Enn hefur ekkert sést til mannsins sem sást labba nakinn upp hlíðar Esjunnar fyrr í dag. Leit hefur staðið yfir frá hádegi og hafa nokkuð hundruð manns tekið þátt í leitinni auk þyrlna. 24.7.2008 23:34 Texti við nýtt Baggalútslag þykir senda undarleg skilaboð Nýtt lag Baggalúts, Þjóðhátíð ’93, hefur vakið sterk viðbrögð fyrir nokkuð opinskáan texta um fyllirí og kynlífsfarir. Segir meðal annars í textanum: „Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal – þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma eitt grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey.“ 24.7.2008 21:54 Karzai sagður hliðhollur eiturlyfjabarónum Forseti Afganistan, Hamid Karzai, er sakaður um að taka ekki nógu fast á eiturlyfjavandamálum landsins af Thomasi Schweich, fyrrverandi sérfræðingi bandaríska utanríkisráðuneytisins. 24.7.2008 21:07 Fólk hafi varan á vegna grjóthruns Grjóthrun hefur verið rétt undir Eyjaföllum, við bæinn Steina, og samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli hafa stórir grjóthnullungar náð vel á annað hundrað metra yfir veginn. 24.7.2008 22:57 Ríkið dæmt til að greiða bætur vegna hálkuslyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að dæma sjúkraliða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi tæpar fjórar milljónir króna vegna vinnuslyss 24.7.2008 22:41 Tvö alvarleg bílslys í dag Tvö nokkuð alvarleg bílslys urðu síðdegis í dag og voru allavega fjórir fluttir á sjúkrahús í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. 24.7.2008 21:21 Íslenskir athafnarmenn í vandræðum vegna spillingarmála Byggingaframkvæmdum á tveggja ferkílómetra landi á Spáni, sem athafnamennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessmann keyptu fyrir 10 milljarða árið 2005, hefur verið frestað þar sem ekki hefur fengist byggingaleyfi vegna spillingarmála sem komu upp þar í landi. 24.7.2008 20:20 Ferðaheimild til Bandaríkjanna þarf framvegis að sækja um á netinu Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna þurfa framvegis að sækja um ferðaheimild á netinu áður en haldið er af stað. 24.7.2008 20:05 Vinna hefst brátt við niðurrif vararafstöðvarinnar í Elliðaárdal Framkvæmdir við niðurrif gömlu vararafstöðvarinnar í Elliðaárdal hefjast í haust. Kostnaður við að rífa húsið hleypur á tugum milljóna króna. 24.7.2008 19:47 Ekkert lát á byggingaleyfisumsóknum í Kópavogi Ekkert lát virðist vera á umsóknum um byggingaleyfi í Kópavogi þrátt fyrir kreppu á fasteignamarkaði. Um sextán hundruð íbúðir eru fokheldar á höfuðborgarsvæðinu þar af um þriðjungur í Kópavogi. 24.7.2008 18:33 Matsáætlun fyrir Kröfluvirkjun II kynnt Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Landsvirkjunar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Kröfluvirkjun II sem verður allt að 150 megavatta jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútustaðahreppi. 24.7.2008 17:36 ,,Það er búið að slá Bitruvirkjun af" Ekkert verður af virkjun Bitru og vangaveltur um annað eru óþarfar, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra. ,,Það er búið slá Bitruvirkjun af og það stendur á meðan að núverandi meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks fer með stjórn borgarinnar." 24.7.2008 17:30 Björgunarsveitir á hálendinu hafa fengið um 150 hjálparbeiðnir Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa fengið hátt í 150 aðstoðarbeiðnir frá ferðafólki á hálendinu það sem af er sumri. 24.7.2008 16:39 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir innbrotsþjófi Tveir menn voru úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis á þriðjudag. Mennirnir voru handteknir á mánudag ásamt tveimur öðrum mönnum vegna þriggja innbrota í Hafnarfirði og Garðabæ. 24.7.2008 16:35 „Fáránlegt að taka lán fyrir bíl eða jakkafötum“ „Það er í raun og veru glæpsamlegt finnst mér að rukka 25 prósent vexti," segir Salmann Tamimi, formaður félags múslima á Íslandi. Múslimar búa við nokkuð sem mörgum öðrum þætti líklega eftirsóknarvert í miðri kreppunni. Samkvæmt trú sinni mega þeir hvorki þiggja né greiða vexti af lánsfé. 24.7.2008 16:16 „Karlmenn segja nei við nauðgunum" Á morgun hefst opinberlega átak Karlahóps Femínistfélags Íslands sem ber merkið „Karlmenn segja Nei við nauðgunum." Byrjar átakið með baráttutónleikum gegn kynbundnu ofbeldi sem eru annað kvöld á Organ. Átak Karlahópsins verður í gangi fram yfir verslunarmannahelgina. 24.7.2008 16:14 Sorgleg staða vegna Listaháskólans Stjórn Torfusamtakanna harmar þá sorglegu stöðu sem upp er komin með áformum Listaháskóla Íslands um niðurrif sögulegrar húsaraðar við Laugaveg. 24.7.2008 16:06 Samfylkingarfólk skoðar neðri Þjórsá Á fjórða tug Samfylkingarfólks sem styður verndun neðri Þjórsár heimsækir í kvöld íbúa á svæðinu og fer í skoðunarleiðangur um svæðið sem fer undir vatn ef virkjunin verður að veruleika. Virkjunaráform í neðri Þjórsá hafa mætt andstöðu heimamanna. 24.7.2008 15:37 Liðsauki kallaður út til að leita mannsins í Esjunni Maðurinn sem leitað hefur verið að á Esjunni í dag er enn ófundinn. Um 70-80 björgunarsveitar og lögreglumenn hafa leitað mannsins í dag. Kallaður hefur verið út liðsauki frá Suðurnesjum og Vesturlandi og er áætlað að um leitarmenn verði um 120 eftir einn til tvo tíma. 24.7.2008 15:31 Búið að finna föt nakta mannsins á Esjunni Björgunarsveitir og lögregla hafa ekki enn fundið manninn sem tilkynnt var um að væri nakinn á gangi í Esjunni um hádegi í dag. Hinsvegar er búið að finna föt mannsins en talið er að hann sé útlendingur. 24.7.2008 14:28 Dómara urðu á réttarfarsleg mistök „Það kemur mér mjög á óvart að dómari hafi ekki leyft lögmönnum að færa rök fyrir máli sínu áður en úrskurður var kveðinn upp," segir Sigurður Líndal, professor emeritus í lögfræði. 24.7.2008 14:00 Fangelsismálastjóri ósáttur við Kvíabryggjufrétt DV Páll Winkel fangelsismálastjóri gagnrýnir vef- og prentmiðil DV fyrir að birta í dag frétt um fanga í fangelsinu Kvíabryggju sem sagður er stunda þar líkamsrækt af atorkusemi. Rekur blaðið feril fangans og segir hann stórhættulegan auk þess að birta myndir. 24.7.2008 13:54 Kína neyddi Nepal til að brjóta gegn Tíbetum Kína þrýsti á Nepal að brjóta gegn friðsömum mótmælendum frá Tíbet samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Eiga þeir að hafa brotið á mannréttindum þeirra með handökum að handahófi, kynferðislegri misnotkun á konum og barsmíðum í fangelsi. 24.7.2008 13:18 Handleggsbraut sambýliskonu og son hennar Karlmaður var í gær dæmdur í Héraðasdómi Reykjaness í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína og tvö börn hennar. Dómurinn er skilorðbundinn til sex mánaða. Að auki var hann dæmdur til að greiða fórnarlömbunum skaðabætur. 24.7.2008 13:11 Íslendingi hótað með hnífi á Sunny Beach Vísir sagði frá því fyrr í vikunni að dönsk ungmenni myndu enn flykkjast í svall á sumardvalarstaðinn Sunny Beach í Búlgaríu. Ströndin sem gengur undir nafninu Nauðgunarströndin í norrænum fjölmiðlum er annáluð fyrir ofbeldi og nauðganir. Þrátt fyrir þetta orðspor virðist aðsóknin ekki fara minnkandi. Íslenskir útskriftarnemar dvöldu þar árið 2006 24.7.2008 13:00 Meira en 900 skjálftar við Grímsey Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Grímsey, 14-16 kílómetrum austan við eynna. Hafa nú verið yfir 900 skjálftar síðan virknin hófst um hádegisleytið í gær. Stærstu skjálftarnir voru í gærkvöldi og voru þeir 4,7 og 4,8 á richter. 24.7.2008 12:29 Leitað að nöktum manni á Esjunni Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu um nakinn mann sem var í fjallgöngu upp Esjuna. Búið er að ræsa út björgunarsveitir sem eru á leiðinni á staðinn. Lítið er vitað annað en að maðurinn sé nakinn. 24.7.2008 12:28 Obama í Berlín Búist er við að tugir þúsunda manna komi saman við Sigursúluna í miðborg Berlínar í dag til að hlýða á Barack Obama forsetaframbjóðanda demókrata. Obama er mjög vinsæll í Þýskalandi. Komið hefur fram í skoðanakönnunum að þriðjungur Þjóðverja telur hann verða næsta forseta Bandaríkjanna. 24.7.2008 12:24 Niðurstaða í máli Paul Ramses í ágúst Dóms-og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason sagði í viðtali við Kastljósið í gærkvöldi að hann teldi að niðurstöðu í máli Paul Ramses væri að vænta í ágúst. Tvær vikur eru síðan lögfræðingur Paul Ramses lagði inn kæru í dómsmálaráðuneytið. Hún krafðist þess að ákvörðun Útlendingastofnunar yrði dæmd ógild vegna þess hvernig staðið var að málinu. 24.7.2008 12:02 Orð Kjartans stangast á Kjartan Magnússon sagði í maí að áformum um virkjun Bitru yrði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu. Í dag segir hann að alls ekki hafi verið fallið frá hugmyndum um Bitruvirkjun og stjórn Orkuveitunnar hafi ákveðið að doka við. 24.7.2008 11:45 Sjá næstu 50 fréttir
Björgvin G hitti sænskan kollega sinn Málefni Norðurlandaráðs og framtíð norræns samstarfs voru efst á baugi þegar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fundaði með sænska samstarfsráðherranum Cristinu Husmark Pehrsson í gær. 25.7.2008 10:52
Rann í hálku og fékk fjórar milljónir frá ríkinu Kona sem var við vinnu á Heilbrigðisstofnun Selfoss árið 2003 fékk dæmdar tæpar fjórar milljónir frá íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan fór í mál við ríkið eftir að hún hlaut áverka á fæti við vinnu. 25.7.2008 10:29
Enn leitað í Esjunni Maðurinn sem leitað hefur verið að í Esjunni frá því um hádegisbil í gær er enn ekki fundinn. Að sögn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar eru nú um 30 manns við leit með hunda. 25.7.2008 10:27
Boeing 747-400 nauðlenti á Filippseyjum Farþegaþota frá Qantas flugfélagilnu nauðlenti á Filippseyjum í morgun eftir að stórt gat kom skyndilega á skrokk vélarinnar og loftþrýstingur féll í farþegarýminu. 25.7.2008 09:45
Saving Iceland vöktu Friðrik Sophusson Um níuleytið í morgun fóru 30 meðlimir úr Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar að Háaleitisbraut 68 og trufluðu þar vinnu. 25.7.2008 09:35
Veðjað á klak hænueggja á vefnum Veðmálafíklar hafa nú fundið nýstárlega leið til að svala þörfum sínum. Þeir veðja nú á hvaða egg muni klekjast fyrst út. 25.7.2008 08:13
Lífslíkur HIV-smitaðra hafa aukist um 13 ár Lífslíkur þeirra sem smitaðir eru af HIV-veirunni hafa aukist um 13 ár frá því á miðjum síðasta áratug. Þetta er einkum nýjum lyfjum gegn sjúkdóminum að þakka. 25.7.2008 08:06
Libýa stöðvar olíuútflutning til Sviss Stjórnvöld í Líbýu hafa stöðvað allan olíuútflutning til Sviss til að mótmæla handtöku svissnesku lögreglunnar á Hannibal Gaddafi yngsta syni Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu. 25.7.2008 08:01
Ölvaður ökumaður reyndist án bílprófs Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ölvaðan ökumann í Keflavík í gærkvöldi og reyndist hann aldrei hafa tekið bílpróf. 25.7.2008 07:56
Enn eitt áfallið fyrir Gordon Brown í aukakosningum Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands varð fyrir enn einu áfallinu í morgun þegar eitt af öruggustu þingsætum Verkamannaflokksins á Bretlandi féll í hendur Skoska þjóðernisflokksins í aukakosningum. 25.7.2008 07:51
Mikið grjóthrun undir Eyjafjöllum Mikið grjóthrun varð úr fjallshlíð undir Eyjafjöllum í gærkvöldi og olli það meðal annars skemmdum á Suðurlandsvegi, þar sem umferð tepptist þar til grjót hafði verið rutt af honum. 25.7.2008 07:41
Farc-skæruliðar sleppa átta gíslum Farc-skæruliðasamtökin í Kólombíu hafa leyst úr haldi 8 af 10 gíslum sem þeir rændu í síðustu viku. Reiknað er með að Farc muni krefjast lausnargjald fyrir þá tvo sem eftir eru. 25.7.2008 07:38
Sakar Karzai um að hindra aðgerðir fíkniefnalögreglu Fyrrum yfirmaður í bandarísku fikniefnalögreglunni segir að Hamid Karzai forseti Afganistan hindri aðgerðir lögreglunnar til að draga úr eiturlyfjavandamálum landsins. 25.7.2008 07:36
Yfir 20 á slysadeild eftir hópslagsmál í flóttamannamiðstöð Flytja þurfti 21 á slysadeild eftir hópslagsmál á flóttamannamiðstöð í bænum Valer sem er um það bil 100 kílómetra norðaustur af Osló í Noregi. 25.7.2008 07:24
Árangurslaus leit að nakta manninum í Esjunni í nótt Fimmtíu til sextíu björgunarsveitarmenn leituðu án árangurs í alla nótt á Esjunni að nakta manninum, sem sást í hlíðum fjallsins í gær. 25.7.2008 06:59
50 til 60 leita í nótt – Aðgerðir aftur af stað á fullum þunga er birtir Enn hefur ekkert sést til mannsins sem sást labba nakinn upp hlíðar Esjunnar fyrr í dag. Leit hefur staðið yfir frá hádegi og hafa nokkuð hundruð manns tekið þátt í leitinni auk þyrlna. 24.7.2008 23:34
Texti við nýtt Baggalútslag þykir senda undarleg skilaboð Nýtt lag Baggalúts, Þjóðhátíð ’93, hefur vakið sterk viðbrögð fyrir nokkuð opinskáan texta um fyllirí og kynlífsfarir. Segir meðal annars í textanum: „Kengdrukknar kellingar kaffæra Herjólfsdal – þrjá daga á ári. Slíkt ber að nýta sér. Því skaltu flýta þér og reyna að góma eitt grey meðan þær geta ekki synt á brott úr Heimaey.“ 24.7.2008 21:54
Karzai sagður hliðhollur eiturlyfjabarónum Forseti Afganistan, Hamid Karzai, er sakaður um að taka ekki nógu fast á eiturlyfjavandamálum landsins af Thomasi Schweich, fyrrverandi sérfræðingi bandaríska utanríkisráðuneytisins. 24.7.2008 21:07
Fólk hafi varan á vegna grjóthruns Grjóthrun hefur verið rétt undir Eyjaföllum, við bæinn Steina, og samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli hafa stórir grjóthnullungar náð vel á annað hundrað metra yfir veginn. 24.7.2008 22:57
Ríkið dæmt til að greiða bætur vegna hálkuslyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að dæma sjúkraliða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi tæpar fjórar milljónir króna vegna vinnuslyss 24.7.2008 22:41
Tvö alvarleg bílslys í dag Tvö nokkuð alvarleg bílslys urðu síðdegis í dag og voru allavega fjórir fluttir á sjúkrahús í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. 24.7.2008 21:21
Íslenskir athafnarmenn í vandræðum vegna spillingarmála Byggingaframkvæmdum á tveggja ferkílómetra landi á Spáni, sem athafnamennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessmann keyptu fyrir 10 milljarða árið 2005, hefur verið frestað þar sem ekki hefur fengist byggingaleyfi vegna spillingarmála sem komu upp þar í landi. 24.7.2008 20:20
Ferðaheimild til Bandaríkjanna þarf framvegis að sækja um á netinu Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna þurfa framvegis að sækja um ferðaheimild á netinu áður en haldið er af stað. 24.7.2008 20:05
Vinna hefst brátt við niðurrif vararafstöðvarinnar í Elliðaárdal Framkvæmdir við niðurrif gömlu vararafstöðvarinnar í Elliðaárdal hefjast í haust. Kostnaður við að rífa húsið hleypur á tugum milljóna króna. 24.7.2008 19:47
Ekkert lát á byggingaleyfisumsóknum í Kópavogi Ekkert lát virðist vera á umsóknum um byggingaleyfi í Kópavogi þrátt fyrir kreppu á fasteignamarkaði. Um sextán hundruð íbúðir eru fokheldar á höfuðborgarsvæðinu þar af um þriðjungur í Kópavogi. 24.7.2008 18:33
Matsáætlun fyrir Kröfluvirkjun II kynnt Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Landsvirkjunar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Kröfluvirkjun II sem verður allt að 150 megavatta jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútustaðahreppi. 24.7.2008 17:36
,,Það er búið að slá Bitruvirkjun af" Ekkert verður af virkjun Bitru og vangaveltur um annað eru óþarfar, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra. ,,Það er búið slá Bitruvirkjun af og það stendur á meðan að núverandi meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks fer með stjórn borgarinnar." 24.7.2008 17:30
Björgunarsveitir á hálendinu hafa fengið um 150 hjálparbeiðnir Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa fengið hátt í 150 aðstoðarbeiðnir frá ferðafólki á hálendinu það sem af er sumri. 24.7.2008 16:39
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir innbrotsþjófi Tveir menn voru úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis á þriðjudag. Mennirnir voru handteknir á mánudag ásamt tveimur öðrum mönnum vegna þriggja innbrota í Hafnarfirði og Garðabæ. 24.7.2008 16:35
„Fáránlegt að taka lán fyrir bíl eða jakkafötum“ „Það er í raun og veru glæpsamlegt finnst mér að rukka 25 prósent vexti," segir Salmann Tamimi, formaður félags múslima á Íslandi. Múslimar búa við nokkuð sem mörgum öðrum þætti líklega eftirsóknarvert í miðri kreppunni. Samkvæmt trú sinni mega þeir hvorki þiggja né greiða vexti af lánsfé. 24.7.2008 16:16
„Karlmenn segja nei við nauðgunum" Á morgun hefst opinberlega átak Karlahóps Femínistfélags Íslands sem ber merkið „Karlmenn segja Nei við nauðgunum." Byrjar átakið með baráttutónleikum gegn kynbundnu ofbeldi sem eru annað kvöld á Organ. Átak Karlahópsins verður í gangi fram yfir verslunarmannahelgina. 24.7.2008 16:14
Sorgleg staða vegna Listaháskólans Stjórn Torfusamtakanna harmar þá sorglegu stöðu sem upp er komin með áformum Listaháskóla Íslands um niðurrif sögulegrar húsaraðar við Laugaveg. 24.7.2008 16:06
Samfylkingarfólk skoðar neðri Þjórsá Á fjórða tug Samfylkingarfólks sem styður verndun neðri Þjórsár heimsækir í kvöld íbúa á svæðinu og fer í skoðunarleiðangur um svæðið sem fer undir vatn ef virkjunin verður að veruleika. Virkjunaráform í neðri Þjórsá hafa mætt andstöðu heimamanna. 24.7.2008 15:37
Liðsauki kallaður út til að leita mannsins í Esjunni Maðurinn sem leitað hefur verið að á Esjunni í dag er enn ófundinn. Um 70-80 björgunarsveitar og lögreglumenn hafa leitað mannsins í dag. Kallaður hefur verið út liðsauki frá Suðurnesjum og Vesturlandi og er áætlað að um leitarmenn verði um 120 eftir einn til tvo tíma. 24.7.2008 15:31
Búið að finna föt nakta mannsins á Esjunni Björgunarsveitir og lögregla hafa ekki enn fundið manninn sem tilkynnt var um að væri nakinn á gangi í Esjunni um hádegi í dag. Hinsvegar er búið að finna föt mannsins en talið er að hann sé útlendingur. 24.7.2008 14:28
Dómara urðu á réttarfarsleg mistök „Það kemur mér mjög á óvart að dómari hafi ekki leyft lögmönnum að færa rök fyrir máli sínu áður en úrskurður var kveðinn upp," segir Sigurður Líndal, professor emeritus í lögfræði. 24.7.2008 14:00
Fangelsismálastjóri ósáttur við Kvíabryggjufrétt DV Páll Winkel fangelsismálastjóri gagnrýnir vef- og prentmiðil DV fyrir að birta í dag frétt um fanga í fangelsinu Kvíabryggju sem sagður er stunda þar líkamsrækt af atorkusemi. Rekur blaðið feril fangans og segir hann stórhættulegan auk þess að birta myndir. 24.7.2008 13:54
Kína neyddi Nepal til að brjóta gegn Tíbetum Kína þrýsti á Nepal að brjóta gegn friðsömum mótmælendum frá Tíbet samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Eiga þeir að hafa brotið á mannréttindum þeirra með handökum að handahófi, kynferðislegri misnotkun á konum og barsmíðum í fangelsi. 24.7.2008 13:18
Handleggsbraut sambýliskonu og son hennar Karlmaður var í gær dæmdur í Héraðasdómi Reykjaness í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína og tvö börn hennar. Dómurinn er skilorðbundinn til sex mánaða. Að auki var hann dæmdur til að greiða fórnarlömbunum skaðabætur. 24.7.2008 13:11
Íslendingi hótað með hnífi á Sunny Beach Vísir sagði frá því fyrr í vikunni að dönsk ungmenni myndu enn flykkjast í svall á sumardvalarstaðinn Sunny Beach í Búlgaríu. Ströndin sem gengur undir nafninu Nauðgunarströndin í norrænum fjölmiðlum er annáluð fyrir ofbeldi og nauðganir. Þrátt fyrir þetta orðspor virðist aðsóknin ekki fara minnkandi. Íslenskir útskriftarnemar dvöldu þar árið 2006 24.7.2008 13:00
Meira en 900 skjálftar við Grímsey Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Grímsey, 14-16 kílómetrum austan við eynna. Hafa nú verið yfir 900 skjálftar síðan virknin hófst um hádegisleytið í gær. Stærstu skjálftarnir voru í gærkvöldi og voru þeir 4,7 og 4,8 á richter. 24.7.2008 12:29
Leitað að nöktum manni á Esjunni Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu um nakinn mann sem var í fjallgöngu upp Esjuna. Búið er að ræsa út björgunarsveitir sem eru á leiðinni á staðinn. Lítið er vitað annað en að maðurinn sé nakinn. 24.7.2008 12:28
Obama í Berlín Búist er við að tugir þúsunda manna komi saman við Sigursúluna í miðborg Berlínar í dag til að hlýða á Barack Obama forsetaframbjóðanda demókrata. Obama er mjög vinsæll í Þýskalandi. Komið hefur fram í skoðanakönnunum að þriðjungur Þjóðverja telur hann verða næsta forseta Bandaríkjanna. 24.7.2008 12:24
Niðurstaða í máli Paul Ramses í ágúst Dóms-og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason sagði í viðtali við Kastljósið í gærkvöldi að hann teldi að niðurstöðu í máli Paul Ramses væri að vænta í ágúst. Tvær vikur eru síðan lögfræðingur Paul Ramses lagði inn kæru í dómsmálaráðuneytið. Hún krafðist þess að ákvörðun Útlendingastofnunar yrði dæmd ógild vegna þess hvernig staðið var að málinu. 24.7.2008 12:02
Orð Kjartans stangast á Kjartan Magnússon sagði í maí að áformum um virkjun Bitru yrði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu. Í dag segir hann að alls ekki hafi verið fallið frá hugmyndum um Bitruvirkjun og stjórn Orkuveitunnar hafi ákveðið að doka við. 24.7.2008 11:45