Innlent

Fólk hafi varan á vegna grjóthruns

Eyjafjöll.
Eyjafjöll.

Grjóthrun hefur verið rétt undir Eyjaföllum, við bæinn Steina, og samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli hafa stórir grjóthnullungar náð vel á annað hundrað metra yfir veginn.

Loka þurfti veginum um tíma en hann hefur aftur verið opnaður.

Grjóthrun eru nokkuð algeng á þessum slóðum og hvetur lögreglan fólk til þess að hafa varan á.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×