Innlent

Ríkið dæmt til að greiða bætur vegna hálkuslyss

MYND/Ingólfur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að dæma sjúkraliða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi tæpar fjórar milljónir króna vegna vinnuslyss.

Slysið, sem átti sér stað árið 2003, var með þeim hætti að sjúkraliðinn var að ýta manneskju í hjólastól niður skrábraut sem lá út á svalir og rann sjúkraliðinn til í hálku og slasaðist á fæti. Krafði starfsmaðurinn ríkið um bætur þar sem aðbúnaði á vinnustað hefði verið ábótavant. Benti sjúkraliðinn, sem er kona, á að hún hefði orðið fyrir miklum óþægindum vegna slyssins og meðal annars þurft að minnka vinnuhlutfall sitt.

Héraðsdómur féllst á kröfu konunnar og vísaði meðal annars til álits Vinnueftirlits ríkisins á málinu. Stofnunin sagði að yfirborð á skábrautinni hefði ekki verið nógu stamt til þess að draga úr hálkumyndun. Þá hafnaði dómurinn kröfu ríkisins um að bætur konunnar yrðu minnkaðar vegna eigin sakar konunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×