Fleiri fréttir

Námsmenn erlendis fengu fleiri krónur en þau eyddu

Vegna falls krónunnar fengu þeir námsmenn sem leggja stund á nám erlendis fleiri krónur þegar námslán voru borguð út í júní heldur en þau eyddu yfir önnina. Þetta á við þegar námsmenn eru á fyrirframgreiddum námslánum frá bönkunum.

Heitavatnslaust í Árbæ

Fyrir stundu kom í ljós bilun á heitavatnsæð í Árbæ. Verið er að loka fyrir aðalæð til hverfisins og verður heitavatnslaust í Árbæ þar til bilun er fundin og viðgerð lýkur.

Hafnaði dönskum riddarakrossi

Hinn sextugi danski leikari Jesper Christensen sagði nei takk við Margréti Þórhildi Danadrottningu þegar hún ætlaði að veita honum riddarakrossinn danska fyrir störf að leiklist.

Afhenda borgarstjóra undirskriftalista

Íbúar í Norðlingaholti afhenda Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra undirskriftalista í dag með mótmælum yfir 300 íbúa í nágrenni við fyrirhugað áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í hverfinu í haust.

Segir dómsmálaráðherra misskilja Dyflinar-reglugerð

Eiríkur Bergmann Einarsson dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst segir Björn Bjarnason og Útlendingastofnun halda áfram að misskilja Dyflinar-reglugreðina um meðhöndlun flóttamanna. Eiríkur segir að ekki sé nauðsynlegt að senda flóttamann til þess Schengen ríkis sem hann kom fyrst á, annað ríki til að mynda þar sem flóttamaðurinn er staddur, megi meðhöndla mál hans þótt hann hafi millilent annarsstaðar áður.

Obama heimsækir Evrópu í næstu viku

Barak Obama ætlar að fara í fyrstu Evrópuferð sína í næstu viku, sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hann áætlar að heimsækja sjö ríki á jafnmörgum dögum.

Búist við meiri skógareldum í Bandaríkjunum

Almannavarnir á Vesturströnd Bandaríkjanna hafa nú miklar áhyggjur af því að viðvarandi þurrkar á þessum slóðum muni kveikja mun umfangsmeiri skógarelda en þá, sem Kaliforníubúar glíma við og hafa ekki séð fyrir endan á.

Síðasta sumar Maxim Gorky í Sundahöfn

Hið þekkta rússneska skemmtiferðaskip Maxim Gorky er nú í síðustu ferðum sínum sem slíkt en því verður lagt og breytt í fljótandi hótel eftir sumarið.

Stúlka handtekin eftir ofsaakstur

Lögreglan þurfti að keyra inn í hlið bíls ungrar stúlku til að stöðva hana eftir eltingarleik allt frá Kópavogi upp í Áslandshverfi í Hafnarfirði. Vegfarendur voru í hættu þegar stúlkan ók á yfir hundrað kílómetra hraða inn í þéttbýli.

Elliheimilið Grund braut persónuverndarlög

Söfnun upplýsinga um fjarvistir ungrar starfsstúlku hjá elliheimilinu Grund í gagnagrunn Heilsuverndarstöðvarinnar var óheimil. Heilsuverndarstöðin (Inpro) hefur eytt upplýsingum um stúlku, sem vann hjá elliheimilinu Grund, úr gagnagrunni sínum.

Jóna Kristín verður bæjarstjóri

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, verður bæjarstjóri í Grindavík í nýjum meirihluta Samfylkingar- og Framsóknarflokks. Þetta staðfestir Hallgrímur Bogason, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Allt í lagi að gera grín að þjóðsöngnum

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson sem flutti þjóðsönginn með breyttum texta ásamt félaga sínum á sambandsþingi Framsóknarmanna segist undrast viðkvæmni í fólki. Skemmtiatriðið var tekið af netinu eftir að Stöð 2 fjallaði um málið í kvöld.

,,Þetta mál þolir enga bið"

Atli Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telur farsælast að leitað yrði sátta við Útlendingastofnun í máli Paul Ramses. Kærumeðferð hjá dómsmálaráðuneytinu gæti tekið einhverja mánuði að hans sögn. ,,Grundvallaratriðið er að þetta mál þolir enga bið, þarna er verið að stía fjölskyldu í sundur," segir Atli.

Rýtingsstunga í bak Sjálfstæðismanna

Sigmar Eðvarðsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, segir meirihlutaslit Jónu Krístínar Þorvaldsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, rýtingsstungu í bak Sjálfstæðismanna. Hann fréttir af stjórnarslitunum í fjölmiðlum nú í kvöld

Meirihlutinn í Grindavík sprunginn

Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Grindavík er sprunginn. Þetta kemur fram á fréttavefnum dv.is. Þar er haft eftir Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur, forseta bæjarstjórnar og oddvita Samfylkingarinnar í Grindavík að hún hafi rætt við Sjálfstæðisflokkinn og lýst því yfir að hún vilji slíta samstarfinu.

Þungt hljóð í hjúkrunarfræðingum

"Maður var kannski bjartsýnni en tilefni var til," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga en ekki náðist sátt á fundi samninganefndar ríkisins og félagsins í dag þrátt fyrir að vöfflur væru á borðum.

Prestabíll í ljósum logum - myndband

Þrír pólskir prestar og biskup voru hætt komnir þegar bíll þeirra fór út af í Vatnsdal í dag og varð alelda á skömmum tíma. Þrír þeirra voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri en eru ekki alvarlega slasaðir.

Vonar að ráðamenn viðurkenni mistök í máli Ramses

Eldur Ísidór Kristinsson stofnaði Facebook-hópinn Útlendingastofnun: Sækið Paul Ramses og virðið mannréttindi fólks! síðastliðinn fimmtudag þegar nýbúið var að vísa Ramses úr landi. ,,Ástæðan fyrir því að ég stofnaði hópinn var sú að mér fannst skrýtið að honum einum gæti verið vísað úr landi þegar hann á konu og barn hér," segir Eldur.

Framsóknarmenn misnotuðu þjóðsönginn

Þjóðsöngur Íslendinga var sunginn í breyttri mynd á sambandsþingi Sambands ungra framsóknarmanna á dögunum. Samkvæmt lögum er slíkt bannað og getur varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi.

Enn fundað hjá ríkissáttasemjara

Hlé var gert fyrir stundu á fundi samninganefndar ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hjá ríkissáttasemjara en þar hafa deiluaðilar fundað frá því klukkan hálftíu í morgun.

Tetródótoxínmaðurinn hafði líftryggt konuna fyrir 5.000.000 dala

Edward F. Bachner, sem handtekinn var í úthverfi Chicago fyrir hálfum mánuði fyrir að hafa í fórum sínum eitrið tetródótoxín, reyndist hafa líftryggt eiginkonu sína fyrir fimm milljónir bandaríkjadala, upphæð sem fallið hefði honum í skaut við fráfall hennar. Bachner var ákærður fyrir handhöfn eitursins í síðustu viku.

Kræklinganefnd vil samráðshóp um kræklingarækt

Nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra sam falið var að kanna stöðu og möguleika kærklingaræktar á Íslandi leggur til að stofnaður verði samráðshópur um málið með fulltrúum ráðuneytisins, Matvælastofnunar, Matís, Hafrannsóknastofnunarinnar og Skelræktar.

Hvatningarorð viðskiptaráðherra breyta engu

Sigurður Kári Kristjánsson segir að hvatningarorð Björgvins G. Sigurðssonar muni ekki breyta stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Það verði einungis gert á landsfundi flokksins.

Bæjarskipulagið fer ekki í frí

Upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Örnu Harðardóttir, formanns Betri byggðar á Kársnesi, varðandi fundarboð og tímasetningar kynningarfundar sem haldinn verður í kvöld þar sem framtíðarskipulag Kársness verður kynnt.

Lögfræðingur segir alvarlega brotið á Ramses

Katrín Theódórsdóttir, lögfræðingur Pauls Ramses, ætlar að krefjast þess að ákvörðun Útlendingastofnunar í máli Paul Ramses verði ógild. Hún vill nýja meðferð á málinu á grundvelli þess að ekki hafi verið rétt staðið að ákvörðuninni. Þetta mun hún leggja fram í kæru til dómsmálaráðuneytisins í dag eða á morgun.

Allsherjarnefnd fundar um Ramses-mál

Fundur hófst hjá allsherjarnefnd Alþingis nú klukkan 14 en þar var ætlunin að ræða mál keníska flóttamannsins Pauls Ramses sem vísað var úr landi í síðustu viku.

Fjórir ferðamenn sluppu í bílbruna

Fjórir pólskir ferðamenn sluppu nánast ómeiddir þegar bíll þeirra fór út af veginum og eldur kom upp í honum skammt frá Sveinsstöðum í Vatnsdal um hádegisbil.

Heilbrigðisráðherra semur við Læknafélagið

Samninganefnd heilbrigðisráðherra (SHBR) og samninganefnd Læknafélags Íslands hafa gert samning um þjónustu heimilislækna á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Þetta er rammasamningur til fimm ára. Á grundvelli hans er stefnt að útboði á rekstri læknastofu þriggja til fimm heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu síðar á árinu.

Sjá næstu 50 fréttir