Innlent

Síðasta sumar Maxim Gorky í Sundahöfn

Hið þekkta rússneska skemmtiferðaskip Maxim Gorky er nú í síðustu ferðum sínum sem slíkt en því verður lagt og breytt í fljótandi hótel eftir sumarið.

Maxim Gorky, sem tekur um þúsund farþega, hefur haft reglulega viðkomu á Íslandi á sumrin í yfir 30 ár en það siglir eingöngu um norðurslóðir, það er við Grænland, Ísland og Jan-Mayen.

Það er rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich sem fest hefur kaup á skipinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×