Fleiri fréttir

Íslendingar urðu vitni að árás Ísraelshers á Nablus

Íslenskir sjálfboðaliðar voru staddir í borginni Nablus á Vesturbakka Palestínu í nótt þegar Ísraelsher réðst inn í miðborgina til þess að loka öllum stofnunum, verslunum, spítölum og fleiru tengdu Hamas-samtökunum.

Harðneskjulegt að tvístra fjölskyldu Ramses

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að það hafi verið harðneskjulegt af Útlendingastofnun að tvístra fjölskyldu keníska flóttamannsins Pauls Ramses. Hún vill að dómsmálaráðherra fjalli um málið.

Íslendingur fékk símtal um lottóvinning á Flórída

Gunnar Kristinsson fékk símtal klukkan 16:00 í gær. Eftir um klukkustundarsamtal við starfsmenn frá ASTAR félaginu í Flórída þurfti hann aðeins að gefa upp kreditkortanúmerið sitt og þá fengi hann 998 dollara inn á kortið og vinning í lottói sem hann hafði verið dregin út í.

Ganglimir brugðust

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í mörg horn að líta í vikunni sem leið enda töluverður fjöldi fólks í bænum í tengslum við Goslokahátíð. Að sögn lögreglu fór hátíðin að mestu leiti vel fram. Eitthvað var um pústra en engar kærur liggja fyrir.

Tólf teknir með fíkniefni

Tólf manns voru teknir fyrir fíkniefnabrot á Írskum dögum á Akranesi um helgina og þá voru átta ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.

Blaut tuska framan í íbúa Kársness

Formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness.

Dæmdur fyrir fíkniefna- og lyfjaakstur

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað karlmann um 250 þúsund krónur og svipt hann ökuleyfi í eitt og hálft ár fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur.

Facebook-hópurinn vinsæll

Alls hafa 1328 manns skráð sig í hóp til stuðnings Paul Ramses að nafni Útlendingastofnun: Sækið Paul Ramses og virðið mannréttindi fólks! á vinatengslavefnum Facebook.

Yfir hundrað teknir fyrir hraðakstur á einni viku

Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í liðinni viku 110 ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæmi hennar. Sá sem hraðast ók var á 140 kílómetra hraða og má hann búast við 90 þúsund króna sekt.

Sýna ljósmæðrum samstöðu við Stjórnarráðið

Talið er að um 50 manns séu saman komnir við Stjórnarrráðið við Lækjargötu. Þar er ætlunin að sýna Ljósmæðrafélagi Íslands samstöðu í samningaviðræðum við ríkið þegar ráðherrar mæta á ríkisstjórnarfund nú klukkan hálftíu.

Fjöldi Dana leitar að framhjáhaldi á netinu

Á stefnumótasíðum á netinu í Danmörku má nú finna 15.000 Dani sem eru í leit að framhjáhaldi. Viðkomandi eru allir giftir eða í sambúð en óska eftir kynlífi utan sambandsins.

Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO

Surtsey hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Á heimsíðu UNESCO segir m.a. að Surtsey, sem verið hefur verndað friðland frá upphafi, sé einstök rannsóknarstöð þar sem vísindamenn hafi getað fylgst náið með þróun lífs frá því að gosinu lauk.

Ferðamenn óskuðu aðstoðar í Eyrarfjalli

Fimm björgunarsveitarmenn og reyndur fjallamaður héldu um miðnæturbil upp í Eyrarfjall við Skutulsfjörð eftir að tveir erlendir ferðamenn höfðu óskað eftir aðstoð.

Margir vilja skíra skólphreinsun eftir Bush forseta

Hópur sá sem berst fyrir því að skólphreinsunarstöð í San Francisco verði skírð í höfuðið á George Bush bandaríkjaforseta hefur nú safnað yfir 10.000 undirskriftum í borginni til stuðnings þessu markmiði sínu.

Slys er gámaflutningatæki valt við höfnina

Ökumaður gámaflutningatækis slasaðist, en þó ekki lífshættulega, þegar ökutækið valt á athafnasvæði Eimskips við Sundabakka í Reykjavík um sex leitið í morgun.

Aftur fundað með hjúkrunarfræðingum

Samningamenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins koma saman til fundar klukkan hálf tíu, eftir sex klukkustunda langan fund í gær.

Björn fagnar ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fagnar þeirri ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra að fela sendifulltrúa í Róm að hlutast til um mál Keníamannsins Pauls Ramses.

Heiðursmorð: Faðir kyrkti dóttur sína

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur ákært Chaudhry Rashad fyrir heiðursmorð. Hann kyrkti dóttur sína fyrir framan tvo bræður hennar. Ástæðan: Dótturin vildi skilnað.

Eiginkona Paul Ramses fagnar lögsókn

"Ég er svo glöð!" sagði eiginkona Paul Ramses vegna frétta af lögsókn Katrínar Theódórsdóttur lögfræðings vegna brottvísunar Paul eiginmanns hennar frá Íslandi. Hún segir þau hjónin ennþá geta hlegið.

Lausn í sjónmáli í deilu hjúkrunarfræðinga

,,Ég er bjartsýn," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundi félagsins með samninganefnd ríkisins lauk fyrir skömmu. Elsa er bjartsýn á að málið leysist á morgun.

Slasaðist á Esjunni

Þyrla Landhelgisgæslunnar TFLIF sótti í kvöld konu sem hafði ökklabrotnað í miðjum hlíðum Esjunnar og flutti hana til Reykjavíkur.

Evrópusambandið á dagskrá

Þungi Evrópuumræðunnar innan Sjálfstæðisflokksins hefur aukist statt og stöðugt að undanförnu. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra, og Jónas H. Haraldz, fyrrverandi bankastjóri, lögðu sitt lóð á vogarskálina í Morgunblaðsgrein um síðustu helgi þegar hvöttu ríkisstjórnina til þess að hefja undirbúning að aðildarviðræðum sem fyrst.

Lögfræðingur Paul Ramses: Kærir ríkið

Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur Paul Ramses, hyggst skila inn kæru til dómsmálaráðuneytisins í fyrramálið vegna meðferðarinnar á Paul Ramses.

Lögreglustjóri fær ekki afhentan hund til aflífunar

Héraðsdómur Suðurlands hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á Selfoss um að maður afhendi hund sinn til aflífunar eftir að tilkynnt var um að hann hefði bitið barn. Var það gert þar sem kröfunni var beint að röngum aðila.

Ákæra á hendur háskólakennara er í 22 liðum

Lögregla hefur lokið rannsókn á meintum brotum háskólakennarans sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan 3. apríl vegna gruns um að hann hann hafi brotið kynferðislega gegn níu börnum.

Bilun í flugvél Obama

Tæknibilun í flugvél forsetaframbjóðandans Baracks Obama olli því að flugmaður hennar varð að lenda henni í St. Louis.

Tímamótadómur að sögn sýslumanns

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að tímamótadómur hafi fallið í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Dómurinn úrskurðaði að ökutæki manns sem dæmdur var fyrir ofsaakstur á Hellisheiði skyldi gert upptækt til ríkissjóðs.

Bifhjól ökumanns gert upptækt eftir ofsaakstur

Tveir bifhjólaökumenn voru dæmdir í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ökumennirnir voru mældir á 180 km hraða og í kjölfarið reyndu mennirnir að stinga lögregluna af. Þeir fóru í gegnum tvo vegartálma sem settir voru upp en ökuferðin endaði með aftan á keyrslu annars hjólsins og ók hinn ökumaðurinn yfir félaga sinn í kjölfarið. Ökutæki annars mannsins var gert upptækt og mun það vera í fyrsta skipti sem svo er gert.

Sigurður Gísli fundinn

Búið er að finna Sigurð Gísla Bjarnason, manninn sem leitað var að í dag á höfðuborgarsvæðinu. Að sögn Jóns Inga Sigvaldasonar hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörgu fannst Sigurður Gísli við Hlemm sem er nálægt fyrri vinnustað hans.

Undirskriftalistar afhentir í vikunni

Undirskriftalistar íbúa í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust í Hólavaði verða afhentir borgaryfirvöldum á miðvikudaginn.

Hollenskt par dæmt fyrir kókaínsmygl

Hollenskt par var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmt í tíu mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla um 300 grömmum af kókaíni til landsins.

Háskólakennarinn áfram í haldi

Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í dag að háskólakennarinn, sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn níu börnum, skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi.

Grænir fingur í grjótinu

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn gengst nú fyrir fjársöfnun til að standa straum af kaupum á gróðurhúsi handa föngunum á Litla-Hrauni en þar á bæ ku mikill áhugi á matjurtarækt hafa gripið um sig.

Sjá næstu 50 fréttir