Innlent

Enn fundað hjá ríkissáttasemjara

Hlé var gert fyrir stundu á fundi samninganefndar ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hjá ríkissáttasemjara en þar hafa deiluaðilar fundað frá því klukkan hálftíu í morgun.

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði viðræður standa enn yfir en var að öðru leyti varfærin í yfirlýsingum. Hún sagði að fundað yrði áfram í dag en gat ekki sagt til um það hversu lengi það yrði eða hvort gengið yrði frá samningum í dag.

Hjúkrunarfræðingar hafa neitað að skrifa undir sams konar samning og BSRB gerði við ríkið á dögunum og segja að í honum felist kjaraskerðing fyrir stéttina. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað yfirvinnubann frá klukkan 16 á fimmtudag hafi ekki samist fyrir þann tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×