Innlent

Allsherjarnefnd fundar um Ramses-mál

MYND/Arnþór

Fundur hófst hjá allsherjarnefnd Alþingis nú klukkan 14 en þar var ætlunin að ræða mál keníska flóttamannsins Pauls Ramses sem vísað var úr landi í síðustu viku.

Það var fulltrúi Vinstri - grænna í allsherjarnefnd sem óskaði eftir fundinum en á honum verður rætt við fulltrúa frá dómsmálaráðuneytinu, Útlendingastofnun, Rauða krossinum, Alþjóðahúsi og Amnesty International. Haukur Guðmundsson, forstjóri Útlendingastofnunar, var fyrsti maður sem nefndin ræddi við.

Það er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður allsherjarnefndar, sem stýrir fundinum í fjarveru formannsins Birgis Ármannssonar, en Ágúst hvatti í gær Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að endurskoða ákvörðun Útlendingastofnunar í máli Ramses.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×