Innlent

Hvatningarorð viðskiptaráðherra breyta engu

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hvatningarorð Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, muni ekki breyta stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Það verði einungis gert á landsfundi flokksins.

Sigurður segir vægast sagt einkennilegt að hlusta á Björgvin lýsa því yfir í fjölmiðlum að nauðsynlegt væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að breyta stefnu sinni í Evrópumálum þannig að hún yrði honum og Samfylkingunni þóknanleg. Þetta kemur fram í grein sem Sigurður skrifaði og birtist í Viðskiptablaðinu í dag undir fyrirsögninni Kveðja til viðskiptaráðherra.

Sigurður segir að engum sjálfstæðismanni detti til hugar að krefjast þess að ráðherrar Samfylkingarinnar setjist niður og geri upp mál sína á milli. ,,Slík afskiptasemi yrði afgreidd sem hroki og yfirgangur. Við látum fólki í öðrum flokkum einfaldlega sjálfu eftir að jafna ágreining sinn sín á milli án þess að blanda okkur í slaginn."

Vera má að afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kunni að breytast í ókominni framtíð," segir Sigurður og bætir við að henni verði hins vegar að breyta á landsfundi flokksins. ,,Það er hins vegar misskilningur að halda að hvatningarorð Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, muni þar einhverju breyta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×