Innlent

Afhenda borgarstjóra undirskriftalista

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Fyrirhugað áfangaheimili verður starfrækt í Hólavaði 1-11 í Norðlingaholti.
Fyrirhugað áfangaheimili verður starfrækt í Hólavaði 1-11 í Norðlingaholti.

Íbúar í Norðlingaholti afhenda Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra undirskriftalista í dag með mótmælum yfir 300 íbúa í nágrenni við fyrirhugað áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í hverfinu í haust.

,,Við gagnrýnum borgaryfirvöld harðlega fyrir að hafa ekki kynnt þetta heimili fyrir okkur og því sé komið fyrir í miðju fjölskylduhverfi," segir Hafsteinn Þór Eggertsson, íbúi í hverfinu og einn skipuleggjanda undirskriftasöfnunarinnar, og bætir við að áfangaheimilið sé óþarflega stórt. ,,Heimilið verður í sexhúsa ráðhúsalengju og ef þetta væri ekki svona stórt hugsa ég að við værum ekki að setja okkur upp á móti framkvæmdinni."

Hafsteinn segir að borgaryfirvöld verði að koma hreint fram í málinu. ,,Við látum ekki vaða yfir okkur og auðvitað vonumst við til þess að við náum að stöðva þetta."

Styr hefur einnig staðið um áfangaheimilið í borgarstjórn og samkomulag sem gert var við Heilsuverndarstöðina um rekstur þess.








Tengdar fréttir

Undirskriftalistar afhentir í vikunni

Undirskriftalistar íbúa í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust í Hólavaði verða afhentir borgaryfirvöldum á miðvikudaginn.

Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili

Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×