Fleiri fréttir

Meindýraeyðir sakfelldur fyrir vopnalagabrot en refsingu frestað

Hæstiréttur sakfelldi í dag fyrrverandi meindýraeyði fyrir vopnalagabrot en frestaði ákvörðun um refsingu hans skilorðsbundið í tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum fjölmargar byssur án þess að geyma þær í hirslum eins og lög gera ráð fyrir.

Hæstiréttur lækkar bætur í Subway-slysi

Hæstiréttur úrskurðaði fyrrverandi starfsmanni Stjörnunnar, sem rekur Subway-skyndibitastaðina, um helmingi minni bætur en héraðsdómur hafði dæmt henni vegna vinnuslyss.

Ofsaakstur undir áhrifum

Um kl. 13 í dag ætluðu lögreglumenn frá Akranesi að stöðva bifreið til að kanna með ástand ökumanns. Þeir voru þá staddir við Hvalfjarðargöng og sá sem stöðva átti ók áleiðis til Reykjavíkur.

Útilokar ekki forsetaframboð

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ og formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, útilokar ekki að hún muni gefa kost á sér sem forseti ASÍ á ársfundi sambandsins í haust.

Áætlað virði efnanna 416 milljónir króna

Áætlað götuvirði fíkniefnanna sem fundust í húsbíl um borð í ferjunni Norrænu í fyrradag er um 416 milljónir króna. Um var að ræða 190 kíló af hassi sem samkvæmt upplýsingum á heimasíðu SÁÁ kosta rúmar 400 milljónir króna en samtökin áætla reglulega virði fíkniefna með því að gera könnun meðal sjúklinga.

Mega ekki nota Merrild-auglýsingu með Kristni R.

Neytendastofa hefur bannað Ölgerð Egils Skallagrímssonar að að birta auglýsingu með fréttaritanum Kristni R. Ólafssyni á Spáni þar sem fullyrt er að Merrild sé besta kaffihúsið í bænum.

Fyrrum plánetan Plútó fær sína eigin flokkun

Stjörnufræðingar hafa búið til nýjan flokk fyrirbæra í geimnum eftir fyrrum plánetunni Plútó og kallast sá flokkur á enskunni ,,Plutoid" sem gæti útleggst á íslensku sem plútlingur. Á þetta heiti að ná yfir lítil, nánast hnöttótt fyrirbæri sem eru á sporbraut fjær en Neptúnus.

Engin hætta á ferðum við Lækjartorg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Hafnarstræti 20 við Lækjartorg um þrjúleytið eftir að tilkynnt var um reyk sem þaðan barst. Þar voru iðnaðarmenn að störfum og voru þeir að skera í sundur járnbita. Við það myndaðist reykur sem fór í skynjara og því fór eldvarnarkerfi af stað. Engin hætta reyndist hins vegar á ferðum.

Hass, kókaín og marijúana í húsbílnum

Lögreglan sýndi í dag fíkniefnin sem hald var lagt í húsbíl aldraðs Hollendings sem kom með Norrænu í fyrradag. Alls reyndist um að ræða 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni.

Fangar í Guantanamo fyrir bandaríska dómstóla

Grunaðir hryðjuverkamenn sem haldið er í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu geta nú farið fram á að bandarískir dómstólar úrskurði um réttmæti þess að þeim sé haldið föngnum.

Skuggaráðherra Íhaldsflokksins segir af sér

David Davis, skuggaráðherra breska Íhaldsflokksins í innanríkismálum, sagði af sér sem þingmaður í dag. Davis fór fyrir íhaldsmönnum í þinginu í andstöðu flokksins við nýsamþykkt lög þar sem leyfilegt verður að halda eintaklingum grunuðum um hryðjuverk í allt að 42 daga án þess þeir séu kærðir.

Skagamanni skellt í járn

Lögreglan á Akranesi handtók fyrir örfáum mínútum mann sem veitt hafði verið eftirför fyrr í dag.

Pósthússtræti lokað vegna blíðviðris

Pósthússtræti hefur verið lokað fyrir bílaumferð vegna veðurblíðu. Tilgangur lokuninnar er að gera Austurvöll þægilegri fyrir gangangi gesti og hjólreiðafólk en heimilt er að gefa þessum hópum meira rými meðfram Austurvelli á góðviðrisdögum.

Leita manns á Akranesi sem hefur borið vopn

Lögregla á Akranesi óskaði fyrir skömmu eftir aðstoð sérsveitar til að handtaka einstakling sem búsettur er þar í bænum og hefur, að sögn lögreglu, orðið uppvís að því að bera vopn.

Neituðu að trúa dóttur sinni

Foreldrar 9 ára stúlku á Blönduósi sem var fyrst til þess að sjá ísbjörninn sem veginn var á Þverárfjalli í liðinni viku trúðu henni ekki og töldu um fjörugt ímyndunarafl barns væri að ræða.

Fundað um uppbyggingu Afganistans í París

Leiðtogar áttatíu þjóðríkja og forvígismenn fjölmargra alþjóðasamtaka koma saman í París í dag til að ræða frekari fjárframlög til uppbygginar í Afganistan. Þarlendir vona að þeim verði heitið jafnvirði nærri tólf hundruð milljarða íslenskra króna í frekari aðstoð.

Litlar líkur á hækkunum á leigubílataxta á næstunni

Leigubílastöðvar gera ekki ráð fyrir hækkunum hjá sér vegna hærra eldsneytisverðs á næstunni. Taxtinn hækkar þó í samræmi við aðrar hækkanir í þjóðfélaginu. Hækkandi olíverð hefur haft mikil áhrif víða í heiminum og hefur komið við buddu þeirra landsmanna sem reka fólksbifreiðar.

Örlög Lissabon-sáttmálans í höndum Íra

Örlög Lissabon-sáttmálans eru í höndum Íra sem greiða atkvæði um hann í dag. Þjóðaratkvæðagreiðslur um þetta ígildi stjórnarsáttmála Evrópusambandsins fara ekki fram í öðrum sambandsríkjum.

Eigendur fólksbíla leita í litaða olíu

Sævar Ingi Jónsson deilarstjóri umferðareftirlits Vegagerðarinnar segir að meira sé selt af litaðri olíu en fyrir ári. „Sölutölur á útsölustöðum sýna aukningu. Sér í lagi þar sem dælt er allt að 80 lítrum. Það segir okkur að væntanlega er um fólksbíla að ræða sem um leið segir okkur ákveðna sögu."

Tapa 150 milljónum á ólöglegu niðurhali

Tap íslenskra kvikmynda- og sjónvarpsþáttarétthafa er áætlað um 150 milljónir króna á ári vegna ólöglegs niðurhals. Illa gengur fyrir rétthafa að leita réttars síns.

Ísbjörninn var grænmetisæta

Ísbjörninn sem gekk á land fyrir norðan í síðustu viku er að öllum líkindum eldri en menn höfðu áður talið. Gróðurleifar fundust í maga hans við krufningu en hvorki kjöt né fiskur. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu á Norð-vesturlandi segir að rétt hafi verið að aflífa dýrið.

Segja ríkisstjórnina ekki ætla að taka mark á áliti

Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir svar íslenskra stjórnvalda við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem snýr að fiskveiðikerfinu staðfesta að ríkisstjórnarflokkarnir ætli ekki að taka mark á álitinu og halda áfram að brjóta mannréttindi. Þetta kemur fram í ályktun frá þingflokknum.

Björn fagnar góðum árangri tollgæslunnar á Seyðisfirði

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir fíkniefnafundinn í Norrænu dæmi um gott og árangursríkt starf tollgæslu og lögreglu hér á landi. Samstarf við erlendar löggæslustofnanir er einnig mikilvægur þáttur í góðum árangri undanfarið. Maðurinn sem flutti efnin vakti athygli tollvarða þar sem hann hafði hlotið komist í kast við lögin í Evrópu.

Fréttamannafundur eftir hádegi vegna stóra hassmálsins

Fíkniefnalögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hafa yfirheyrt Hollendinginn sem tekin var með hátt í 200 kíló af hassi í húsbíl sínum í fyrradag en ekki er gefið upp hvort hann hefur vísað á innlenda vitorðsmenn.

Eðlilega staðið að samningi um áfangaheimili

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar telur málefnalegar forsendur liggja að baki ákvörðun velferðarráðs að semja við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um áfangaheimili fyrir einstaklinga eftir meðferð.

Sökuðu Kastljós um ófrægingarherferð gegn Jónínu Bjartmarz

Aðstandendur Kastjóss voru sakaðir um að hafa verið í ófrægingarherferð gegn Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, í meiðyrðamáli sem sonur Jónínu og tengdadóttir hafa höfðað vegna umfjöllunar Kastljóss um ríkisborgararétt tengdadótturinnar. Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Rafbyssur fá góðan hljómgrunn á heimasíðu lögreglumanna

Landssamband lögreglumanna stendur nú fyrir skoðannakönnun á heimasíðu sinni þar sem almenningi er gefinn kostur á að láta skoðun sína í ljós varðandi rafbyssur. Nokkur umræða hefur verið um málið að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Enn er hægt að kjósa, en eins og staðan er í dag er meirihluti þáttakenda sammála því að lögreglan rafbyssuvæðist.

Launakostnaður lækkar í byggingarstarfsemi

Heildarlaunakostnaður á fyrsta ársfjórðungi lækkaði um 1,6 prósent í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 1,4 prósent í iðnaði og eitt prósent í verslun samkvæmt samantekt Hagstofunnar.

Hús á skjálftasvæðinu vöktuð

Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi hafi lögreglan fylgst náið með húsum á svæðinu.

Höfuðpaur TR-máls í þriggja ára fangelsi - helmingur sakborninga í fangelsi

Rannveig Rafnsdóttir, höfuðpaurinn í fjársvikamáli tengdu Tryggingastofnun ríkisins, var í dag dæmd í þriggja ára fangelsi. Rannveig er fyrrverandi þjónustufulltrúi TR og var ákærð fyrir að hafa stolið um 76 milljónum króna úr sjóðum stofnunarinnar á tímabilinu 2. janúar 2002 til 9. júni 2006 og komið til vina og vandamanna.

Sjá næstu 50 fréttir