Innlent

Nýskráðum ökutækjum fækkar á milli ára

MYND/GVA

Nýskráðum ökutækjum fækkaði um ellefu prósent á fyrstu 158 dögum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þetta leiða nýjar tölur Umferðarstofu í ljós.

Í tilkynningu frá Umferðarstofu kemur fram að ríflega 11.100 ökutæki hafi verið nýskráð á þessum tíma í ár en þau voru nærri 12.500 í fyrra. Þetta er mikill viðsnúningur frá fyrstu 53 dögum ársins því samkvæmt talningu þá hafði nýskráning ökutækja aukist um nærri 47 prósent. Tekið skal fram að hér er um að ræða nýskráningu á öllum tegundum ökutækja.

Eigendaskipti ökutækja eru einnig færri það sem af er árinu en á sama tímabili í fyrra. Skráð eigendaskipti fyrstu 158 daga ársins voru nærri 40 þúsund en voru rúmlega 44 þúsund á sama tímabili í fyrra. Þetta þýðir að það hefur orðið 10,4 prósenta samdráttur í eigendaskiptum miðað við sama tímabil í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×