Innlent

Launakostnaður lækkar í byggingarstarfsemi

MYND/Valgarður

Heildarlaunakostnaður á fyrsta ársfjórðungi lækkaði um 1,6 prósent í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 1,4 prósent í iðnaði og eitt prósent í verslun samkvæmt samantekt Hagstofunnar.

Hins vegar hækkaði heildarlaunakostnaður um 0,7 prósent í samgöngum og flutningum. Á vef Hagstofunnar kemur fram að þegar horft sé til heildarlaunakostnaðar án óreglulegra greiðslna, eins og hvers kyns uppbóta, hafi laun hækkað um allt að sex prósent, mest í samngöngum og flutningum en minnst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Árshækkun heildarlaunakostnaðar frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra var til samanburðar mest í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,4 prósent en minnst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 1,3 prósent. Á sama tímabili hækkaði heildarlaunakostnaður um fimm prósent í iðnaði og rúm sjö prósent í samgöngum og flutningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×