Innlent

Áætlað virði efnanna 416 milljónir króna

Áætlað götuvirði fíkniefnanna sem fundust í húsbíl um borð í ferjunni Norrænu í fyrradag er um 416 milljónir króna. Um var að ræða 190 kíló af hassi sem samkvæmt upplýsingum á heimasíðu SÁÁ kosta rúmar 400 milljónir króna en samtökin áætla reglulega virði fíkniefna með því að gera könnun meðal sjúklinga.

Einnig fannst í bílnum eitt og hálft kíló af maríjúana en samkvæmt SÁÁ kostar grammið af því 2850 krónur, sem gera um 4,2 milljónir króna allt í allt.

Þá fannst einnig kíló af kókaíni og götuvirði þess er um 12 milljónir. Enn er ekki vitað hve hreint kókaínið er, en ef gert er ráð fyrir að það sé mjög hreint má auðveldlega drýgja efnið fjórfalt. Þá væri virði þess sem fannst í gær um 48 milljónir króna.

Tengdar fréttir

Handtekinn Hollendingur þekktur smyglari

Heimildir Vísis herma að Hollendingurinn , sem handtekinn var í tengslum við smygl á tæplega 200 kílóum af hassi í Norrænu í gær, sé þekktur smyglari úr undirheimum Evrópu. Hann hefur þó ekki komið áður við sögu lögreglunnar hér á landi.

Götuvirði hassins á bilinu 315 - 420 milljónir króna

Götuvirði hassins sem reynt var að smygla til landsins í húsbíl með Norrænu í gær er á bilinu 315 til 420 milljónir króna ef tekið er mið af upplýsingum sem finna má á heimasíðu SÁÁ.

Hass, kókaín og marijúana í húsbílnum

Lögreglan sýndi í dag fíkniefnin sem hald var lagt í húsbíl aldraðs Hollendings sem kom með Norrænu í fyrradag. Alls reyndist um að ræða 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni.

Dópsmyglari fluttur til Reykjavíkur - myndir

Flugvél Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu á Reykjavíkurflugvelli með Hollendinginn sem handtekinn var á Seyðisfirði í gær, grunaður um að hafa ætlað að smygla vel á annað hundrað kílóum af hassi inn til landsins.

Fimmtungur ársneyslunnar náðist í Norrænu

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að útreikningar SÁÁ geri ráð fyrir því að hassneysla á íslandi sé að lágmarki eitt tonn á ári. Það þýðir að hassið sem gert var upptækt í Norænu í dag sé nærri því einn fimmti af ársneyslu á efninu hér á landi.

150 - 200 kíló af hassi í húsbílnum

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er magnið í hassmálinu sem upp kom á Seyðisfirði í gær 150 - 200 kílógrömm. Hollenskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí. Efnið fannst í húsbíl sem kom til landsins með Norrænu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×