Mega ekki nota Merrild-auglýsingu með Kristni R. 12. júní 2008 16:20 Kristinn R. Ólafsson er löngu landsþekktur fyrir pistla sína frá Spáni. Neytendastofa hefur bannað Ölgerð Egils Skallagrímssonar að að birta auglýsingu með fréttaritanum Kristni R. Ólafssyni á Spáni þar sem fullyrt er að Merrild sé besta kaffihúsið í bænum. Að mati Neytendastofu brýtur auglýsingin í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum þar sem látið sé liggja að því að Merrild sé besta kaffið en slíkt megi ekki. Það var heildsalan Innes sem kvartaði yfir auglýsingunni og benti á að Ölgerðin hefði ekki sannað fullyrðinguna. Ölgerðin svaraði því til að í auglýsingunni kæmi fram þjóðþekktur einstaklingur, Kristinn R. Ólafsson, sem byggi á Spáni og væri þekktastur fyrir viðamikla þekkingu á spænskri menningu og þjóðlífi. „Merrild, besta kaffihúsið í bænum" væri orðaleikur hjá Kristni því eins og fram kæmi í auglýsingunni þætti honum kaffisopinn alltaf bestur heima hjá sér þrátt fyrir fjölda góðra kaffihúsa í Madrid. Benti Ölgerðin enn fremur á að á Íslandi væri ekki rekið kaffihús undir merkjum Merrild og væri hvorki um að ræða beinan né óbeinan samanburð við keppinaut Ölgerðarinnar. Innes hélt því hins vegar fram að auglýsingin fæli í sér samanburð og þar sem ekkert Merrild-kaffihús væri rekið á Íslandi skildu neytendur auglýsinguna svo að verið sé að vísa til Merrild kaffis. Undir það tók Neytendastofa og sagði augljósan þann tilgang fullyrðingarinnar að gefa þá mynd að Merrild væri besta kaffið. Slík fullyrðing hlyti að vera byggð á mati en ekki staðreyndum. Taldi stofnunin Ölgerðina því hafa brotið gegn lögum og fyrirtækinu væri bannað að nota fullyrðinguna að Merrild væri besta kaffihúsið í bænum. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað Ölgerð Egils Skallagrímssonar að að birta auglýsingu með fréttaritanum Kristni R. Ólafssyni á Spáni þar sem fullyrt er að Merrild sé besta kaffihúsið í bænum. Að mati Neytendastofu brýtur auglýsingin í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum þar sem látið sé liggja að því að Merrild sé besta kaffið en slíkt megi ekki. Það var heildsalan Innes sem kvartaði yfir auglýsingunni og benti á að Ölgerðin hefði ekki sannað fullyrðinguna. Ölgerðin svaraði því til að í auglýsingunni kæmi fram þjóðþekktur einstaklingur, Kristinn R. Ólafsson, sem byggi á Spáni og væri þekktastur fyrir viðamikla þekkingu á spænskri menningu og þjóðlífi. „Merrild, besta kaffihúsið í bænum" væri orðaleikur hjá Kristni því eins og fram kæmi í auglýsingunni þætti honum kaffisopinn alltaf bestur heima hjá sér þrátt fyrir fjölda góðra kaffihúsa í Madrid. Benti Ölgerðin enn fremur á að á Íslandi væri ekki rekið kaffihús undir merkjum Merrild og væri hvorki um að ræða beinan né óbeinan samanburð við keppinaut Ölgerðarinnar. Innes hélt því hins vegar fram að auglýsingin fæli í sér samanburð og þar sem ekkert Merrild-kaffihús væri rekið á Íslandi skildu neytendur auglýsinguna svo að verið sé að vísa til Merrild kaffis. Undir það tók Neytendastofa og sagði augljósan þann tilgang fullyrðingarinnar að gefa þá mynd að Merrild væri besta kaffið. Slík fullyrðing hlyti að vera byggð á mati en ekki staðreyndum. Taldi stofnunin Ölgerðina því hafa brotið gegn lögum og fyrirtækinu væri bannað að nota fullyrðinguna að Merrild væri besta kaffihúsið í bænum.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira