Innlent

Leita manns á Akranesi sem hefur borið vopn

Lögregla á Akranesi óskaði fyrir skömmu eftir aðstoð sérsveitar til að handtaka einstakling sem búsettur er þar í bænum og hefur, að sögn lögreglu, orðið uppvís að því að bera vopn.

Akraneslögreglan veitti bifreið mannsins eftirför og lauk þeirri eftirför fyrir skemmstu. Virtist sem maðurinn hefði forðað sér úr bifreið sinni á hlaupum þótt það sé ekki alveg ljóst enn sem komið er. Meira um þetta á Vísi um leið og frekari upplýsingar berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×